Fréttablaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 28
2. JANÚAR 2014 FIMMTUDAGUR2 ● Heilsuhótel Íslands
Langvarandi álag getur
haft slæm áhrif á bæði
líkamlega og andlega heilsu.
Sólveig Klara Káradóttir
hjúkrunarfræðingur mælir
með dvöl á Heilsuhóteli Íslands
til að brjóta upp vítahringinn.
„Undir álagi vilja lífsvenjur okkar
fara úr skorðum, fólk leitar oftar í
sykur, skyndibita, koffín drykki og
hættir að hreyfa sig. Við festumst
í vítahring þar sem við þurfum
að keyra okkur áfram á örvandi
efnum til að standast álagið. Það
hefur heilsuspillandi áhrif til
lengdar og eykur álagsupplif-
unina og við fáum meiri og alvar-
legri streitueinkenni.
Algeng streitueinkenni eru
meðal annars einbeitingarerfið-
leikar, minnisleysi, þreyta, aukn-
ar skapsveiflur, pirringur, óþolin-
mæði, vöðvabólga, svefntruflanir,
meltingartruflanir, hækkaður
blóðþrýstingur, spennuhöfuðverk-
ur og bakflæði. Ef ekkert er að
gert getur ástandið leitt til hjarta-
og æðasjúkdóma, sykursýki II,
magasárs, kulnunar, þunglyndis
og kvíða.
Í upphafi dvalar á Heilsuhótel-
inu býð ég upp á einstaklingsviðtöl
þar sem ég fer yfir markmið fólks
og hvað það vill fá út úr dvölinni.
Ég skoða lífsstíl þess og ástand og
mæli með viðeigandi meðferðum.
Fólk getur þurft að komast í
annað umhverfi til að brjótast
út úr vítahringnum og sjá réttu
lausnirnar. Andrúmsloftið á
Heilsu hótelinu er bæði frjálslegt
og heimilislegt og þar eru allir
jafningar. Slíkt umhverfi er mjög
hvetjandi og styðjandi og gerir
fólki auðveldara fyrir í góðum
hópi fólks í sömu sporum. Það er
líka mikilvægt að læra að gera
ekki neitt án samviskubits! Það
að kunna að vera, hvíla og njóta
er mikill áfangi í sjálfu sér fyrir
okkur Íslendinga, sem þurfum allt-
af að vera að gera margt í einu.
Ásdís Ragna Einarsdóttir út-
skrifaðist með BSc-gráðu í
grasa lækningum árið 2005 frá
University of East London. Hún sér
meðal annars um að halda fyrir-
lestra á Heilsuhótelinu og nýtir
þar þekkingu sína og reynslu til að
stuðla að bættri heilsu hótelgesta.
„Hlutverk mitt er að fræða gesti
um áhrif mataræðis á heilsuna.
Sjálf hef ég orðið vitni að því oft að
fæðan okkar er yfirleitt besta með-
ferðarúrræðið og einnig öflugur
fyrirbyggjandi þáttur í tengslum
við líðan og einkenni fólks.“
Eitt af markmiðum Heilsu-
hótelsins að sögn Ásdísar Rögnu
er að miðla heilsueflandi fróðleik
og hvetja fólk áfram til breytinga
með því að tileinka sér betri lífs-
venjur. „Við bjóðum upp á fræðslu
og fyrirlesara úr ýmsum áttum
sem miðla fjölbreyttu heilsutengdu
efni til gestanna.“
Að sögn Ásdísar Rögnu hentar
meðferð á Heilsuhótelinu flestu
fólki þó ekki sé ráðlagt fyrir
ófrískar konur og fólk sem glímir
við illviðráðanlega króníska lík-
amlega eða geðræna sjúkdóma
að dvelja þar. „Einnig er varhuga-
vert að fara í slíka hreinsun fyrir
þá sem eru á miklum lyfjum og
eins þá sem glíma við insúlínháða
sykursýki. Reynt er að meta það í
einstaka tilfellum hvort meðferð-
in henti viðkomandi eða ekki.“
Dvölin stendur yfir í tvær vikur,
mögulega 7-10 daga ef fólk hefur
komið áður. Auk þess er boðið
upp á helgar dvöl frá föstudegi til
sunnudags.
Hreinsunin hefur jákvæð áhrif
Það er stundum sagt að bæði þurfi
að hvíla og hreinsa líkama og sál.
En hvernig hreinsar maður líkam-
ann af óæskilegum efnum? Ásdís
Ragna segir að hreinsun líkam-
ans sé náttúrulegt afeitrunarferli
sem sé alltaf í gangi. „Miðað við
lífsstíl fólks í dag þá er skynsam-
legt að aðstoða líkamann við þetta
ferli til að gera það enn skilvirkara
og hreinsa líkamann þegar þess
er þörf. Það sem hægir á afeitrun
líkamans er t.d. streita, óæski-
leg aukaefni í fæðu og umhverfi,
hreyfingarleysi, ofát, lyf og sjúk-
dómar.“
Hún segir þá aðgerð að hreinsa
líkamann með náttúrulegri og
hreinni fæðu og veita líkamanum
hvíld frá ofáti og streitu aðferð sem
hefur verið beitt frá örófi alda um
allan heim. „Eftir að hafa kynnt
mér ítarlega hvaða áhrif þetta
hefur og upplifað hversu vel fólki
líður eftir meðferðina á þessum
þremur árum sem ég hef starfað
sem fyrirlesari á Heilsuhótelinu þá
er það klárt mál að þessi hreinsun
hefur í för með sér jákvæða líðan
og oftar en ekki bættar lífsvenjur
sem fylgja fólki áfram eftir að
heim er komið.“
Góðar lífsvenjur lykill að góðri
heilsu
Fæðutegundir úr jurtaríkinu inni-
halda að sögn Ásdísar Rögnu virk
náttúruefni sem hafa líffræðilega
mikla virkni á starfsemi líkam-
ans. „Því er aðaláherslan lögð á
að neyta þessarar fæðu til að hafa
áhrif á að koma jafnvægi á líkam-
ann og bæta almenna líffærastarf-
semi. Maturinn sem við leggjum
okkur til munns getur ýmist
haft góð eða slæm áhrif á okkur.
Algengt er að fólk átti sig ekki á
samhengi þess hvað það borðar
eða gerir daglega og hvernig því
líður. Góð heilsa er ekki eingöngu
að vera laus við sjúkdóma heldur
að upplifa vellíðan, orku og hreysti
í daglegu lífi.“
Samhliða hreinsuninni er
gjarnan mælt með því að gestir
nýti sér böð, nudd og fleira sem
er í boði á hótelinu sem styðja við
afeitrunarferlið og auka vellíðan.
Ásdís Ragna miðlar auk þess
fróðleik sínum um allt sem
við kemur heilsu, næringu,
uppskriftum og lækningajurtum
á facebook-síðu sinni, www.face-
book.com/grasalaeknir.is.
Vítahringur streitu og kvíða
Sólveig Klara Káradóttir, hjúkrunar-
fræðingur með diploma í geðhjúkrun og
starfar á Heilsuhóteli Íslands.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Hreinsun fyrir líkamann
Meðferð á Heilsuhótelinu hentar flestum mjög vel. Þar er heilsutengdum fróðleik meðal annars miðlað í formi fyrirlestra. Líkaminn er hreinsaður með
náttúrulegri og hreinni fæðu og hann fær hvíld frá amstri dagsins og streitu.
● GÓÐAR SVEFNVENJUR Svefn er náttúruleg hvíld sem
endurnærir líkamann. Svefninn hefur bæði andleg og líkamleg
áhrif á okkur.
Svefnvana fólk er viðkvæmt fyrir áreiti, það er orkuminna og
einbeitingarlaust. Svefnskortur getur valdið minnisleysi, offitu og
verkjum sem þarf að huga strax að. Líkamleg geta minnkar einnig
þar sem vöðvarnir ná ekki að hvílast. Meðalsvefnþörf fullorðinna
er 7-8 klst. á sólarhring.
Eitt af markmiðum Heilsu-
hótelsins er að sögn Ásdísar
Rögnu að miðla heilsueflandi
fróðleik og hvetja fólk til að
tileinka sér betri lífsvenjur.