Fréttablaðið - 02.01.2014, Side 30

Fréttablaðið - 02.01.2014, Side 30
2. JANÚAR 2014 FIMMTUDAGUR4 ● Heilsuhótel Íslands „Lykilregla í hollum innkaupum er að kunna að lesa aftan á pakkn- ingar matvöru,“ segir Steinunn, sem kennir gestum Heilsuhótel- sins hvað betur má fara í matar- innkaupum. „Meðan á dvölinni stendur býð ég gestum að fara með mér í verslunarferð því margir þekkja ekki vel til í heilsuhornum verslana og halda að heilsuvörur séu allar jafn heilsusamlegar. Því kemur oft á óvart að heilsuvara geti verið stútfull af sykri.“ Steinunn segir algengt að fólk vilji vita hvaða brauð eru lág- kolvetna, prótín- og trefjarík. „Það er áhugavert að fara með hópi fólks í matvöruverslun því enginn verslar eins og þrátt fyrir að kosturinn eigi að kallast holl- ur, eins og hrökkbrauð eða múslí, getur hann verið fullur af sykri.“ Margir eru vanafastir eða grípa það sem hendi er næst í daglegum innkaupum, að sögn Steinunnar. „Sumir kaupa alltaf það sama, eins og maðurinn sem borðaði sinnep með flestum mat. Þegar skoðuð var innihaldslýsing á uppá- halds sinnepinu hans kom í ljós að innihaldsefni númer eitt var sykur. Því sykraði maðurinn allan sinn mat, án þess að gera sér grein fyrir því. Við fundum þá sinnep án sykurs sem mun skipta sköpum fyrir daglega rútínu hans,“ segir Steinunn og bætir við að oftast sé hægt að finna sambærilega mat- vöru í stað þeirrar sem áður var keypt. „Við leggjum áherslu á hreint mataræði og að forðast pakkamat með óteljandi innihald sefnum. Á Íslandi er auðvelt að nálgast óunna ferskvöru eins og kjöt, fisk og grænmeti og með því losnar fólk við aukefnin. Það þarf heldur ekki að vera flókið að skipta út til- búnum réttum og elda í staðinn fljótlegan, hollan og góðan heim- ilismat,“ segir Steinunn. „Ég ráðlegg fólki að gera inn- kaupalista áður en keypt er í mat- inn og forðast að gera innkaup á tóman maga til að komast hjá freistingum. Gott er að skipu- leggja matseðil vikunnar fram- undan og hafa allar máltíðir dagsins í huga því gott skipulag við morgunmatinn er ekki síður mikil vægt og við kvöldmatinn.“ Kennir matvælalæsi Steinunn Aðalsteinsdóttir, heilsumarkþjálfi hjá Heilsuhótelinu, hjálpar hótelgestum að skipuleggja matseðla vikunnar og versla hollari kost. Steinunn Aðalsteinsdóttir er heilsumarkþjálfi hjá Heilsuhótelinu. SkjárEinn og Sagafilm hafa ráð- ast í stærstu sjónvarpsframleiðslu seinni ára, The Biggest Loser Ís- land! Markmið er að aðstoða keppendur við að breyta lífi sínu og lífsstíl til fram- búðar. Þúsundir einstak- linga hvaðanæva að úr heiminum hafa farið í gegnum heilsuferli The Biggest Loser sem hefur gjörbreytt lífsháttum þeirra og er það vottað af læknum, sál- fræðingum og næring- arfræð- ingum. Undraverður árangur hefur náðst og hafa keppendur þáttanna náð að snúa við blaðinu og fengið að njóta til fullnustu þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Keppendur dvöldu í 10 vikur á Heilsuhóteli Íslands að Ásbrú, Reykja- nesbæ sem veitti keppendum þann stuðning sem til þarf í átt að breytt- um lífsháttum. Sýningar á þáttunum hefjast fimmtu- dags- kvöldið 23. janúar. Biggest Loser á Íslandi Inga Lind Karlsdóttir er þátta- stjórn- andi. HEILSUMEÐFERÐIR Á HEILSUHÓTELINU ● EPSOMLÍKAMSMEÐFERÐ er vinsæl meðal hótelgesta á Heilsu- hóteli Íslands, enda ekki að ástæðulausu. Líkaminn er skrúbbaður frá toppi til táar með heilnæmu magnesíumríku salti sem blandað er með lífrænni ólífuolíu. Meðferðin leysir upp dauðar húðfrumur þannig að húðin andar betur og verður frísklegri. Olían gefur húðinni raka og silkimjúka áferð. Með- ferðin örvar blóðrás og sogæðakerfi, veitir vellíðan og styrkir þar af leiðandi ónæmiskerfið. Meðferðin er algjörlega náttúruleg og eru engin aukaefni notuð. Manneskjan verður endurnærð, rétt eins og af dvölinni á Heilsuhótelinu. Framkvæmda-, starfsmanna- og mannauðsstjórar Flest betri fyrirtæki landsins halda endur- og símenntunarstarfi lifandi. Starfsdagar og hvataferðir eru nýttar til þess að umbuna fyrir vel unnið starf og stilla saman strengi. Heilsuhótel Íslands hefur lagt rækt við að taka á móti öllum hópum, allt frá 25 til 150 manns á sama tíma. Þekking hótelsins er á flestum sviðum fræðslu, forvarna og heilsu auk hreyfing- ar og stýring óvæntra viðburða. Hótelið hefur yfir að ráða fyrirlestrar- og vinnuaðstöðu sem kemur á óvart. Þá er vinsælt að nýta sér sérstöðu hótelsins sem felst í vellíðunarmeðferðum, auk þess sem Bláa Lónið er skammt undan. Leitið nánari upplýsinga og fáið verðtilboð í síma 512- 8040 eða með beinum samskiptum við framkvæmdastjóra Heilsu hótels Íslands, Ragnar Sæ Ragnarsson á netfangið ragnar@heilsuhotel.isl HREINSANDI RAUÐRÓFUSAFI ● RAUÐRÓFUR hafa lengi verið nýttar vegna blóð- hreinsandi áhrifa. Efni í þeim eru ótrúlega hreinsandi. Meþíónín dregur til dæmis úr kólesteróli og hreinsar úrgangsefni úr lík- amanum. Betanín hjálpar lifrinni að hreinsa sig. ● HEILSUHÓTEL ÍSLANDS útbýr rauðrófusafa sem er borinn fram ferskur og heitur. Hægt er að læra að útbúa rauðrófu- safa eða nálgast hann á hótel- inu. Guðdómlegt bragðið og vitneskja um lækningarmátt og hollustu er á flestra vitorði. WWW.HEILSUHOTEL.IS/ UPPSKRIFTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.