Fréttablaðið - 02.01.2014, Side 50

Fréttablaðið - 02.01.2014, Side 50
2. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 42 Það er undir mér komið að sanna að ég eigi heima hérna. Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Nantes. visir.is Meira um leiki gærdagsins. FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson missti af viðureign sinna manna í Tottenham gegn Manchester Untied í gær, þar sem hann er enn að glíma við meiðsli í ökkla. Gylfi Þór hefur nú misst af tveimur síðustu leikjum Totten- ham en í ljós kom að það blæddi inn á liðband í ökkla. Hann þarf því nokkra daga til viðbótar til að jafna sig á því og koma sér aftur af stað. Fyrir meiðslin hafði Gylfi spil- að alla þrjá leiki Tottenham síðan að Tim Sherwood tók við sem knattspyrnustjóri. - esá Blæddi inn á liðband SPORT ÚRSLIT ENSKA ÚRVALSDEILDIN SWANSEA - MAN. CITY 2-3 0-1 Fernandinho (14.), 1-1 Wilfried Bony (45.), 1-2 Yaya Toure (58.), 1-3 Aleksandar Kolarov (66.), 2-3 Wilfried Bony (91.). CRYSTAL PALACE - NORWICH 1-1 0-1 Bradley Johnson (39.), 1-1 Jason Puncheon, víti (44.). ARSENAL - CARDIFF 2-0 1-0 Nicklas Bendtner (88.), 2-0 Theo Walcott (92.). FULHAM - WEST HAM 2-1 0-1 Mohamed Diame (7.), 1-1 Steve Sidwell (32.), 2-1 Dimitar Berbatov (66.). LIVERPOOL - HULL 2-0 1-0 Daniel Agger (36.), 2-0 Luis Suarez (50.). SOUTHAMPTON - CHELSEA 0-3 0-1 Fernando Torres (60.), 0-2 Willian (71.), 0-3 Oscar (82.). STOKE - EVERTON 1-1 1-0 Oussama Assaidi (49.), 1-1 Leighton Baines, víti (92.). SUNDERLAND - ASTON VILLA 0-1 0-1 Gabriel Agbonlahor (15.). WEST BROM - NEWCASTLE 1-0 1-0 Saido Berahino, víti (87.). MAN. UNITED - TOTTENHAM 1-2 0-1 Emmanuel Adebayor (34.), 0-2 Christian Eriksen (66.), 1-2 Danny Welbeck (67.) STAÐAN Arsenal 20 14 3 3 39-18 45 Man. City 20 14 2 4 57-23 44 Chelsea 20 13 4 3 38-19 43 Liverpool 20 12 3 5 46-23 39 Everton 20 10 8 2 32-19 38 Tottenham 20 11 4 5 24-25 37 Man. United 19 10 4 6 33-24 34 Newcastle 20 10 3 7 29-25 33 Suthampton 20 7 6 7 26-23 27 Hull City 20 6 5 9 22-25 23 Aston Villa 20 6 5 9 19-25 23 Stoke City 20 5 7 8 19-30 22 Swansea City 20 5 6 9 26-28 21 West Brom 20 4 9 7 23-27 21 orwich City 20 5 5 10 17-33 20 Fulham 20 6 1 13 21-42 19 ardiff City 20 4 6 10 15-32 18 Crystal Palace 20 5 2 13 13-29 17 West Ham 20 3 6 11 19-30 15 Sunderland 20 3 5 12 15-33 14 HANDBOLTI „Þetta er auðvitað draumur allra handboltamanna og verið lengi á markmiðalistanum. Það er gaman að fá tækifærið,“ segir Gunnar Steinn Jónsson. Leikstjórnandinn fékk langþráð kall í íslenska landsliðið í des- ember og var mættur til æfinga um síðustu helgi. Liðið æfði fimm sinnum á þremur dögum en fékk svo frí í kringum áramótin. Fram- undan er Evrópumótið í Danmörku sem hefst þann 12. janúar þegar okkar menn mæta Norðmönnum. „Þetta er skammur tími fyrir miðjumann að koma inn í svona samspilandi hóp. En það hefur gengið mjög vel að mínu mati,“ sagði Gunnar Steinn að lokinni sinni þriðju æfingu með liðinu á rúmum sólarhring á sunnudags- morgun. Miðjumaðurinn, sem spilaði með Fjölni í yngri flokkum áður en hann sló í gegn með HK í meistaraflokki, telur möguleika sína á að komast í lokahópinn ekki mikla en þó fyrir hendi. „Ég er síðastur inn til að byrja mér en undir mér komið að sanna að ég eigi heima hérna.“ Öxlin ekki verið betri í nokkur ár Gunnar Steinn spilar með Nantes í Frakklandi en liðið komst í úrslita- leikinn í EHF-bikarnum síðastliðið vor. Í kjölfarið gekkst hann undir aðgerð á hægri öxl sinni sem tókst vel. „Öxlin hefur líklega ekki verið betri í nokkur ár,“ segir Gunnar Steinn. Nokkuð basl hafi verið á honum fyrstu mánuðina eftir aðgerðina en nú sé hann allur að koma til. „Síðustu tveir mánuðir hafa verið mjög góðir,“ segir kappinn sem fór á kostum í Íslendinga- slag gegn stjörnuliði Paris Saint- Germain um miðjan desember. Gunnar Steinn skoraði sjö mörk úr jafnmörgum skotum en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson spila með Parísarlið- inu. „Þetta var líklega besti leik- urinn á ferlinum til að spila vel í,“ segir Gunnar Steinn um leik- inn. „Margir af bestu leikmönn- um heims eru í Parísarliðinu og gaman að fá staðfestingu á því að maður geti spilað á svo háu stigi.“ Mikil samkeppni í landsliðinu Gunnar Steinn segir samkeppn- ina um stöðu leikstjórnanda mikla. Lykilmennirnir Arnór Atlason, Aron Pálmarsson og Snorri Steinn Guðjónsson geti allir leyst stöð- una en þar fyrir aftan sé hann að berjast aðra leikmenn í hópnum. „Ég er samt líklega neðstur á blaði til að byrja með,“ segir Gunn- ar Steinn. Hann fær kærkomið tækifæri til að sanna sig á æfinga- móti í Þýskalandi um helgina þar sem liðið mætir Rússum, Þjóðverj- um og Austurríkismönnum. „Það er eitt að vera góður á æfingum en svo þarf maður að geta eitthvað í leikjum. Það er mikil- vægast.“ kolbeinntumi@frettabladid.is Síðastur inn til að byrja með Gunnar Steinn Jónsson fékk landsliðskallið langþráða á dögunum er hann var kallaður inn í æfi ngahópinn fyrir Evrópumótið í Danmörku. Leikstjórnandinn segir undir sér komið að sanna tilverurétt sinn í hópnum. ÖXLIN Í GÓÐU LAGI Gunnar Steinn Jónsson í leik með liði sínu, Nantes, í Frakklandi. Hann gekkst undir aðgerð á öxl eftir síðasta tímabil og segist ekki hafa verið betri í nokkur ár. NORDICPHOTOS/AFP MEIDDUR Gylfi hefur misst af síðustu tveimur leikjum. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Ásgeir Börkur Ásgeirsson er á leið til sænska B-deildarliðsins GAIS samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hann vildi þó ekki staðfesta það sjálfur þegar eftir því var leitað. „Ég gerði heiðursmannasamkomulag um að halda þessu fyrir mig þar til að ég kæmi út. Nú styttist í að ég haldi utan og þá kemur þetta allt saman í ljós,“ sagði Ásgeir Börkur sem hefur verið samningslaus síðan í haust. „En það er alveg ljóst að ég spila ekki á Íslandi næsta sumar,“ bætir hann við en þessi 26 ára Árbæingur hefur lengst af leikið með uppeldisfélaginu Fylki. Hann á einnig leiki að baki með Selfossi og þá var hann í láni hjá Sarpsborg í Noregi á fyrri hluta tímabils- ins í fyrra. GAIS er frá Gautaborg og hafnaði í sjöunda sæti sænsku B-deildarinnar í haust. - esá Ásgeir Börkur á leið til Svíþjóðar ÍSHOKKÍ Björn Róbert Sigurðarson var valinn stjarna vikunnar í mið- deild NAHL-deildarinnar síðustu helgi. Björn, sem spilar með Aber- deen Wings, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö til viðbótar í tveimur sigurleikjum Vængjanna gegn Minot Minotauros. Fyrri leikurinn vannst 3-2 með marki Björns og sá síðari 4-1. Björn er næststigahæsti leik- maður liðsins á leiktíðinni. „Björn var frábær um helgina. Hann tekur stöðugum framförum og hefur verið einn besti leikmaður liðsins undanfarnar vikur,“ segir Travis Winter, þjálfari Aberdeen. Sá hefur mikla trú á Birni sem fékk samningstilboð hjá liðinu eftir að hafa farið þangað á reynslu í sumar. Áttatíu spreyttu sig en Birni var einum boðinn samningur. „Hann er þeim hæfileikum gæddur að geta gert út um leiki og við hlökkum til að fylgjast áfram með uppgangi hans.“ Björn verður með íslenska 20 ára landsliðinu í 2. deild heims- meistaramótsins á Spáni um miðjan mánuðinn. Það var einmitt í sömu keppni í fyrra, þegar Ísland keppti í Serbíu, sem Björn vakti athygli hjá félögum vestanhafs. - ktd Björn Róbert valinn stjarna vikunnar BJÖRN RÓBERT Grafarvogspilturinn verður tvítugur á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Engin bönd halda Luis Suarez þessa dagana og skiptir engu þótt desember sé liðin og janúar hafin. Úrúgvæinn skor- aði sitt tuttugasta mark í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni þegar Liverpool vann 2-0 sigur á Hull á Anfield í gær. Það tók Kevin Phillips 21 leik að skora 20 mörk í deildinni leiktíðina 1999-2000 sem var met þar til Suarez skoraði í gær.Fimmtán af mörkum Suarez hafa verið skoruð í sjö leikjum á heimavelli. Aron Einar Gunnarsson kom inn á sem varamaður í síðari hálf- leik hjá Cardiff sem barðist hetju- lega allt fram á 88. mínútu gegn Arsenal. Þá skoraði varamaðurinn Nicklas Bendtner af harðfylgi og meiddist í leiðinni. Honum var því skipt af velli og taldi Arsene Wen- ger, stjóri Arsenal, að Bendtner yrði frá keppni næstu vikurnar vegna meiðslanna. Fernando Torres varð fyrsti framherji Chelsea til að skora á útivelli í deildinni í rúmt ár þegar hann kom Chelsea á bragðið gegn Southampton á St. Mary‘s. Oscar og Willian bættu við mörkum fyrir Chelsea sem vann sinn þriðja leik í röð. Manchester City vann sinn sjötta leik í deildinni í röð í heim- sókn sinni til Swansea. Miðju- maðurinn Yaya Toure var enn á skot skónum fyrir þá ljósbláu en markið var hans tíunda í deildinni. Tottenham virðist komið í áskrift að þremur stigum á Old Trafford í Manchester þar sem þeir hvítklæddu unnu 2-1 sigur á United. Liðið vann á sama stað í fyrra en hafði þá ekki unnið á vellinum frá árinu 1989. Daninn Christian Eriksen skoraði annað markið og lagði upp hitt fyrir Emmanuel Adebayor sem hefur nú skorað í fjórum heimsóknum í röð á Old Trafford. United hefur nú tapað fjórum heimaleikjum á tímabilinu og sex leikjum alls. 51 ár er liðið síðan lið með svo marga tapleiki á þessum tíma árs stóð uppi sem sigurvegari í deildinni. Það var Ipswich tíma- bilið 1962-1963. Þrátt fyrir allt var David Moyes, stjóri United, ánægður með frammistöðu sinna manna. -ktd Bendtner til bjargar og Suarez óstöðvandi Tottenham virðist komið í áskrift að þremur stigum á Old Traff ord og Manchester City vann sinn sjötta í röð MARK OG MEIÐSLI Jack Wilshere fagnar marki Nicklas Bendtner sem situr meiddur á vellinum umkringdur liðsfélögum. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.