Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 9
A. DRÖG AÐ DAGSKRÁ 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess á liðnu starfsári. 2. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað félagsins á reikningsárinu 2013. 3. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til staðfestingar. 4. Skýrsla stjórnar um starfskjör. 5. Ákvörðun um starfskjarastefnu félagsins. 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir 2014. 7. Kosning stjórnar. 8. Kosning endurskoðanda. 9. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins. 10. Tillaga um heimild til að kaupa eigin hluti. 11. Önnur mál sem borin hafa verið löglega fram eða aðalfundur hefur samþykkt að taka til meðferðar. Stjórn félagsins leggur til að aðalfundur samþykki endurskoðaðar samþykktir félagsins, sjá lið 9 á dagskránni. Þær eru byggðar á sama grunni og núverandi samþykktir, en hafa að geyma breytingar og viðbætur sem leiða aðallega af nýlegum breytingum á lögum um hlutafélög nr. 2/1995. Helstu breytingatillögur: • Staðfest að stjórn félagsins skuli tryggja að hlutaskráin geymi réttar upplýs- ingar á hverjum tíma. (1. mgr. 7. gr.) • Staðfest að hluthafafundir skuli vera boðaðir lengst fjórum vikum fyrir fund. (1. mgr. 14. gr.) • Felld brott krafa um að fundarboð á hluthafafund skuli einnig birt í innlendum fjölmiðli. (2. mgr. 14. gr.) • Útskýrt hvað sé átt við með skýrum og nákvæmum reglum um þátttöku og atkvæðagreiðslu á hluthafafundi. (3. mgr. 14. gr.) • Tilgreint hvaða upplýsingar skuli vera aðgengilegar hluthöfum á vefsíðu félagsins fyrir hluthafafundi. (1. mgr. 15. gr.) • Staðfestur réttur hluthafa til að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á hluthafa- fundi að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. (3. mgr. 15. gr.) • Staðfestur réttur hluthafa til að sækja hluthafafund ásamt ráðgjafa og gefa ráðgjafanum orðið fyrir sína hönd. (2. mgr. 16. gr.) • Fellt brott ákvæði um að umboð verði ekki afturkallað svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að því hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu hluthafafundar. (2. mgr. 19. gr.) • Staðfest að stjórn félagsins skuli gefa skýrslu um starfskjör á aðalfundi. (3. mgr. 20. gr.) • Staðfest að stjórnarformaður setji hluthafafund og stjórni kosningu á fundar- stjóra, og að fundarstjóri stjórni kosningu ritara fundarins. (1. mgr. 21. gr.) • Atkvæðagreiðslur á hluthafafundi skulu vera skriflegar ef einhver fundarmanna krefst þess, nema fundarstjóri telji augljóst að það hafi ekki áhrif á úrslit atkvæðagreiðslunnar. (2. mgr. 21. gr.) • Staðfest að í síðasta lagi tveimur vikum eftir hluthafafund skuli hluthafar eiga aðgang að fundargerð eða staðfestu endurriti fundargerðar á skrifstofu félagsins. (3. mgr. 21. gr.) • Lagt til að stjórn félagsins sé skipuð fimm einstaklingum. Ákvæðum bætt við til að tryggja að hlutfall hvors kyns í stjórn sé a.m.k. 40%. Stjórnarkjör og skyld atriði nánar útskýrð sem og reglur um uppsögn og frávikningu. (24. gr. og 26. gr.) • Lýsing á hlutverki og ábyrgð stjórnar félagsins og forstjóra einfölduð og skýrð betur með lítilsháttar efnislegum breytingum. (27. gr., 3.-5. mgr. 28. gr. og 30. gr.) • Staðfest að ársreikningur skuli gerður í samræmi við viðeigandi lög. (31. gr.) • Aukið svigrúm til að eiga og eignast eigin hluti innan þeirra marka sem lög setja. (34. gr.) • Ákvæði um breytingar á samþykktum félagsins einfaldað án efnislegra breytinga. (35. gr.) • Felld brott ákvæði um samruna og sölu á eignum. Fer eftir viðeigandi lögum. (36. gr.) • Félaginu heimilað að nota rafræna miðla og tölvupóst í samskiptum við hluthafa. (37. gr.) • Staðfest að ófrávíkjanleg lög gangi framar samþykktum ef ósamræmi er á milli þeirra. (2. mgr. 38. gr.) Tilvísanir að ofan vísa til greina í endurskoðuðum samþykktum. Aðrar breytingar ná meðal annars til uppsetningar og orðalags. Endurskoðaðar samþykktir, gildandi samþykktir, samanburður á þeim og nánari útskýringar er að finna á vefsíðu félagsins. B. REGLUR UM ÞÁTTTÖKU HLUTHAFA OG ATKVÆÐAGREIÐSLU Hluthafar eiga rétt á að fá mál tekin á dagskrá hluthafafundar og leggja fram ályktunartillögur ef gerð hefur verið skrifleg eða rafræn krafa um það eigi síðar en þriðjudaginn 4. mars 2014. Hluthafar geta lagt fram spurningar fyrir fund eða á aðal fundinum sjálfum. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa, þ.m.t. hvernig sé hægt að nýta þau réttindi, er að finna á vefsíðu félagsins. Hverjum hlut í félaginu fylgir eitt atkvæði, að frátöldum eigin hlutum sem ekki fylgir atkvæðisréttur. Vinsamlegast athugið að hluthafar þurfa að vera nafnskráðir í hlutaskrá félagsins til að geta kosið (hlutir á safnreikningi bera ekki atkvæðisrétt). Hluthafar sem sækja fundinn verða skráðir á fundarstað og fá atkvæðaseðla og önnur fundargögn þar. Hluthafar, sem ekki sækja aðalfundinn, geta annaðhvort: a) kosið um dagskrármál með skriflegum eða rafrænum hætti, eða b) veitt umboð. Beiðni hluthafa um að kjósa með skriflegum eða rafrænum hætti þarf að berast félaginu eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfundinn. Hluthafar geta óskað eftir því að fá atkvæðaseðla senda til sín og þeir geta einnig vitjað atkvæðaseðla á skrifstofu félagsins og greitt þar atkvæði alla virka daga á skrifstofutíma. Atkvæði þurfa að berast félaginu fyrir aðalfundinn. Hluthafar geta annaðhvort veitt skrifleg eða rafræn umboð að uppfylltum ákveðnum formkröfum sem fram koma á vefsíðu félagsins. Rafræn umboð þarf að senda í gegnum aðgangskerfi hluthafa hjá félaginu. Umboð þurfa að berast félaginu fyrir aðalfund eða á fundarstað. Nánari upplýsingar um atkvæðareglur og notkun umboða er að finna á vefsíðu félagsins. C. NÁNARI UPPLÝSINGAR Aðalfundurinn fer fram á ensku. Skjöl sem lögð verða fyrir aðalfund, þ.m.t. endurskoðaður ársreikningur fyrir árið 2013 og ársskýrsla fyrir árið 2013, auk ályktunar tillagna og athuga semda við hvert dagskrármál er að finna á ensku á vefsíðu félagsins. Hluthafar geta einnig nálgast skjölin á skrifstofu félagsins að Grjóthálsi 5, 110 Reykjavík, alla virka daga á skrifstofutíma. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar föstudaginn 28. febrúar 2014. Hafi hluthafar krafist þess að fá mál tekið til meðferðar á fundinum eða lagt fram ályktunartillögur á tímabilinu 28. febrúar - 4. mars 2014, verða endanleg dagskrá og tillögur uppfærðar á vefsíðu félagsins eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfundinn. Hluthöfum er einnig bent á að samkvæmt 63. gr. a. laga um hlutafélög nr. 2/1995 er hægt að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega skemmst fimm dögum fyrir aðalfund. Af þeim sökum verða upplýsingar um alla frambjóðendur til stjórnar kunngerðar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á aðalfundinn á skrifstofu félagsins frá kl. 8:30 á aðalfundardag. Aðal fundurinn hefst stundvíslega kl. 9:00. Nánari upplýsingar um aðalfundinn og aðalfundar gögn er að finna á vefsíðu félagsins: WWW.OSSUR.COM/INVESTORS/AGM Reykjavík, 20. febrúar 2014, Stjórn Össurar hf. AÐALFUNDUR ÖSSURAR HF. verður haldinn föstudaginn 14. mars 2014 kl. 9:00 að Grjóthálsi 5, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.