Fréttablaðið - 21.02.2014, Side 30

Fréttablaðið - 21.02.2014, Side 30
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og Hönnun. Snyrtibuddan. Steinunn Vala Sig fúsdóttir. Fataskápurinn og Kron Kron. Matur og Fatahönnun. Spjörunum Úr og Bloggarinn. 8 • LÍFIÐ 21. FEBRÚAR 2014 6 FATASKÁPURINN HILDUR EINARSDÓTTIR Hildur Einarsdóttir er glæsileg kona sem starfar sem markaðsfulltrúi á auglýsinga- deild Vísis og er gift fótboltamanninum Gunnleifi Gunnleifssyni. Hún lýsir sjálfri sér sem strákastelpu því áhugamálin eru á margvíslegum sviðum. Börnin og eiginmaðurinn eru það mikilvægasta í lífi nu og uppáhaldshönnuðurinn er Andrea. „Ég er fótboltafíkill með tískublæti á háu stigi. Ég hef einstaklega gaman af öllu sem viðkemur tísku, heilsu og fegurð. ég horfi á enska boltann og er harður stuðningsmaður Manchester United.“ Pelsinn Ég fór í stelpuferð með vinkonunum til Berlínar haust- ið 2012 og fann þennan dýr- grip á skemmtilegum útimarkaði þar í borg. Þetta er ein af mínum uppáhaldsflíkum með tilliti til þess í hvaða ferð ég fékk hann, hvað hann var hlægilega ódýr og hvað ég kolféll fyrir honum við fyrstu sýn. 1 Rósarpeysan Peysuna fékk ég í netversluninni Yrju (yrja.is). Ég hef notað þessa peysu alveg ótrúlega mikið og finnst liturinn á henni alveg sérstaklega skemmtilegur, svona róm- antískt bleikur. 3 Rósarpeysan Peysuna fékk ég í netversluninni Yrju (yrja.is). Ég hef notað þessa peysu alveg ótrúlega mikið og finnst liturinn á henni alveg sérstak- lega skemmtilegur, svona róm- antískt bleikur. 2 Palliettukjóllinn Þessi kjóll er minn öryggiskjóll. Ef ég veit ekki í hvað ég á að fara þá get ég alltaf hoppað í þenn- an kjól og blandað við aðrar flíkur og voila! Ég er til í hvað sem er. Ég fékk hann í H&M fyrir góðum 5 árum og hann er alltaf eins. 5 Íþróttaskórnir Þeir voru gjöf frá eiginmanninum einn daginn. Þetta eru Air Pegasus-hlaupaskór sem ég reyndar nota meira dagsdaglega en í hlaup. Þeir eru ekki bara einstaklega þægilegir heldur eru þeir ekkert smá flottir við gallabuxur og góða peysu. 4 Jakkinn Þennan hvíta jakka fékk ég í H&M í Árós- um síðasta haust. Sniðið á honum er að mínu mati full- komið og hann hentar við nánast allt. Þar sem Ingólfshvoll stóð áður, milli Hveragerðis og Selfoss, hefur Fákasel opnað dyrnar í allri sinni dýrð. Staðurinn býður upp hestaleikhús með 800 manna sal, veitingastað sem er sam- tengdur reiðhöllinni í Ölfusi og nýja Kron Korn-verslun þrátt fyrir að eigendurnir séu hvorugt í hestabransanum. „Við komum sjálfum okkur al- gjörlega á óvart að fara út í þenn- an bransa. Fákaselsævintýrið fór í gang fyrir ári og okkur var boðið að fara í samstarf og fannst þetta strax sjúklega spennandi,“ segir Hugrún Árnadóttir, eigandi Kron Kron. „Við opnuðum Kron Kron með áherslu á sveitahlið- ina á okkar eigin vörum og höld- um áfram að vera sögumenn og kynna íslenska hönnuði. Við erum með þessu móti að huga betur að landsbyggðinni, fólki sem á leið hjá og að sjálfsögðu ferðamönn- um,“ bætir hún við. Hugrún segir fleiri spennandi verkefni vera framundan en þá ber einna helst að nefna verkefnið sem ber nafnið, Amma mín. „Við höfum verið að grafa upp ýmsar handverkskonur um land allt sem eru ömmur eða langar að vera ömmur einn daginn og segja sögu þeirra. Þannig geta þær einbeitt sér að vinnunni og við sjáum um kynningu á þeirra hand- bragði undir þeirra formerkjum. Þetta er góður vettvangur fyrir ís- lenska hönnun og við fáum stöðugt inn nýja hluti í verslunina.“ TÍSKA NÝ KRON KRON-VERSLUN OPN- UÐ Í FÁKASELI Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson opna nýja versl- un á Suðarlandi í Fákaseli en þar er einnig hestaleikhús. Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson, Kron Kron. Kron Kron í Fákaseli. Mótaðu líkamann á fljótvirkan og öflugan hátt með tækni sem samþættir fitubrennslu, uppbygg- ingu vöðva og teygjur. Markmiðið er að bæta líkamsstöðu og auka líkams- vitund og þokka. Aukið þol og meiri orka með markvissri, lifandi og skemmtilegri þjálfun fyrir allar konur, jafnt þær sem eru nú þegar í góðu formi sem þær sem vilja bæta formið. Einnig frábærar æfingar fyrir hlaupara og skokkara. FRÍIR Eitt nýjasta og vinsælasta æfingakerfið frá Bandaríkjunum loks í boði á Íslandi Þrek og Þokki Kennsla að Suðurlandsbraut 6b, 2 hæð og í Sporthúsinu. Upplýsingar og skráning í síma 822 7772 og 892 1598. soley@studiosoleyjar.is, www.studiosoleyjar.is www.facebook.com/studiosoleyjar.is Fyrsta 6. vikna námskeiðið hefst 6. janúar, tímar í boði 4 daga vikunar kl. 09:00 15:30 16:30 17:30 6 vikna ámsk ið fst 24. febrúar. Tímar 4x í viku kl. 09.00 - 16.30 og 17. Kennsla að Suðurlandsbraut 6b, 2 hæð (fyrir aftan Nings veitingastaðinn). Upplýsingar og skráning í síma 822 7772 og 892 1598. soley@studiosoleyjar.is, www.studiosoleyjar.is Lífið mælir með Edduverðlaunahá- tíðinni sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu og er sjónvarpað í beinni út- sendingu á Stöð 2 á morgun. Þar kennir ýmissa grasa og er kvik- myndin Málmhaus meðal annars tilnefnd til 16 verðlauna. MÆLUM MEÐ …

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.