Fréttablaðið - 21.02.2014, Side 32

Fréttablaðið - 21.02.2014, Side 32
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og Hönnun. Snyrtibuddan. Steinunn Vala Sig fúsdóttir. Fataskápurinn og Kron Kron. Matur og Fatahönnun . Spjörunum Úr og Bloggarinn. 10 • LÍFIÐ 21. FEBRÚAR 2014 T inna Björg Friðþórsdótt- ir heldur úti blogginu tinn- bjorg.com. Matar- og kökugerð eiga hug hennar allan þegar hún er ekki að læra lögfræði í HR. Á blogginu sínu deilir hún ýmsum húsráðum ásamt matar- og kökuuppskrift- um sem hún hefur sankað að sér í gegnum tíðina. Hér deilir hún uppskrift að indverskri vetrar- súpu og grófum speltbollum. 1½ rauðlaukur 3 hvítlauksrif olía 1 lítil sæt kartafla 4 gulrætur 5 msk. milt karrýmauk 2 tsk. karrý 4 msk. tómatpúrra 1½ dl kókosflögur 1 dós kókosmjólk 700-800 ml vatn grænmetiskraftur salt svartur pipar ■ Skerið rauðlauk í bita og steik- ið í stórum potti með olíu ásamt pressuðum hvítlauk í 5 mínútur eða þar til rauðlauk- urinn verður mjúkur. ■ Afhýðið og skerið sæta kart- öflu og gulrætur í teninga. Bætið teningunum í pottinn og steikið áfram í nokkrar mín- útur. ■ Hrærið karrýmauki, karrýi og tómatpúrru saman við græn- metið ásamt kókosflögum. ■ Hellið kókosmjólk og vatni í pottinn og hitið að suðu. ■ Smakkið súpuna til með græn- metiskrafti, salti og svört- um pipar og látið krauma við vægan hita í 45 mínútur. ■ Takið að lokum pottinn af hellunni og maukið súpuna með töfrasprota eða í mat- vinnsluvél. ■ Magnið af grænmetiskrafti fer eftir tegund því hann er mis- jafnlega saltur. Þess vegna hef ég þá þumalputtareglu að setja alltaf kraftinn fyrst og svo saltið. Grófar speltbollur 5 dl gróft spelt 1 dl fimm korna fræblanda 1½ tsk lyftiduft 1 tsk. sjávarsalt 2 dl AB-mjólk 1½-2 dl heitt vatn ■ Blandið spelti, fræblöndu, lyfti- dufti og sjávarsalti saman í skál og hrærið AB-mjólk og vatn saman við. Mótið í hæfi- lega stórar bollur og sáldrið fræjum yfir. ■ Bakið við 200°C í 20-25 mín- útur. ■ Deigið á að vera blautt og klístrað þegar bollurnar eru mótaðar. Í staðinn fyrir að dreifa úr speltbollunum á bökunarplöt- unni baka ég þær saman í klasa, þannig haldast þær mýkri. Þegar ég á ekki AB-mjólk hef ég stund- um í hallæri notað hreint skyr eða gríska jógúrt hrista saman við smá mjólk. INDVERSK VETRARSÚPA OG GRÓFAR SPELTBOLLUR Tinna Björg Friðþórsdóttir matarbloggari með dýrindisuppskrift að indverskri vetrarsúpu. Tinna Björg Friðþórsdóttir matarbloggari. Þegar ég á ekki AB-mjólk hef ég stundum í hallæri notað hreint skyr eða gríska jógúrt. „Þetta er fatahönnunarkeppni fyrir alla sem hafa einhvers konar áhuga á fatahönnun og vilja spreyta sig. Framleiðsla er svo dýr fyrir hönnuði svo þetta er fínt tækifæri fyrir unga rís- andi hönnuði því það er 250 þúsund króna verðlaunafé,“ segir Elísabet Gunnarsdótt- ir, annar eigandi vefsíðunnar Trendnets. Keppnin er haldin á vegum Coca-Cola Ligt í samstarfi við Trendnet og Reykjavík Fashion Festival. Þátttakendur eru hvatt- ir til þess að senda inn ljósmynd af fullunnu fatasetti eða flík á trendlight@vifilfell.is en skrán- ingu til þátttöku lýkur 16. mars. „Það eru engar reglur en vinn- ingsdressið verður til sýnis á RFF í Hörpu laugardaginn 29. mars. Dómnefnd skipa aðilar frá Fagráði RFF, Trendneti og Coca- Cola Light svo að þetta er mjög skemmtilegt samstarf,“ segir Elísabet. Þá verða valdir þrír þátttakendur í undanúrslit og fer hönnun þeirra í netkosningu á samskiptamiðlinum Facebook. BLUNDAR HÖNNUÐUR Í ÞÉR? Spennandi fatahönnunarkeppni er fram undan á vegum Trendnets, Coca-Cola Light og Reykjavík Fashion Festival.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.