Fréttablaðið - 21.02.2014, Síða 44
21. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 28
FÖSTUDAGUR
HVAÐ? HVENÆR?
HVAR?
21. FEBRÚAR 2014
Tónleikar
20.30 Stefán Hilmarsson er gestur Jóns Ólafssonar að þessu
sinni í tónleikaröðinni Af fingrum fram. Miðaverð 3.500
krónur. Í Salnum í Kópavogi.
22.00 Hljómsveitin Robert the Roommate spilar á Café
Rosenberg.
22.00 Hljómsveitin Dúndurfréttir heldur tónleika á Græna
Hattinum á Akureyri. Miðaverð 3.000 krónur.
22.00 Toneron heldur tónleika á Bar 11. Aðgangur er
ókeypis.
23.00 Bandaríski tónlistarmaðurinn Roland Hartwell leikur
og syngur á Ob-La-Dí-Ob-La-Da á Frakkastíg 8. Aðgangur er
ókeypis!
12.00 Óperuprakkarinn Jón Svavar Jósefsson syngur gömlu
lummurnar á hádegistónleikum í Háteigskirkju. Með Jóni
leikur á píanóið Lilja Eggertsdóttir sem einnig er listrænn
stjórnandi tónleikaraðarinnar. Aðgangseyrir er 1.000 krónur.
Fundir
13.00 Staða háskóla og vísinda í kjölfar hrunsins. Fundur á
vegum Félagsfræðingafélags Íslands í samstarfi við Félags-
vísindasvið Háskóla Íslands í Öskju, 132, kl. 13.00-15:00.
Söfn
13.00 Sögustund á tíu tungumálum í Gerðubergssafni í til-
efni af Alþjóðadegi móðurmálsins. Gráðuga lirfan verður lesin
á hinum ýmsu tungumálum.
Bókmenntir
16.00 Útgáfuboð í tilefni af útgáfu þriðja greinasafnsins
í ritröð RIKK, Fléttur III, stofu 132 í Öskju Háskóla Íslands
klukkan 16.00-18.00.
Leikrit
20.00 Sýning á Hamlet á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu.
Miðaverð 4.750 krónur.
20.00 Sýning á Fyrirgefðu ehf í Tjarnarbíói. Miðaverð 3.900
krónur.
20.00 Sýning á Óskasteinum á Nýja sviðinu í Borgarleikhús-
inu. Miðaverð 4.750 krónur.
20.00 Sýning á Lísu og Lísu í Rýminu á Akureyri. Miðaverð
4.400 krónur.
20.00 Aukasýning á Gullna Hliðinu í Samkomuhúsinu á Akur-
eyri. Miðaverð 4.400 krónur.
Fyrirlestrar
12.00 Sólveig Anna Bóasdóttir, dósent í guðfræðilegri sið-
fræði við HÍ, flytur fyrirlestur sem ber heitið Þriðja kynið í
trúarbrögðum og menningu. Fyrirlesturinn fer fram í fyrir-
lestrasal Þjóðminjasafnsins.
20.00 Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) heldur fyrir-
lestur sem hann nefnir Átta blaða rósina og heilaga geo-
metríu í húsi Lífspekifélags Íslands, Ingólfsstræti 22.
Myndlist
17.00 Katrín Eyjólfsdóttir opnar sýninguna Aftur aftur aftur í
Kaffistofunni Hverfisgötu 42 b. Katrín sem er fimleikaþjálfari
og stundar MA-nám í myndlist leiðir áhorfandann inn í heim
hinnar krefjandi íþróttar. Opið aðeins þessa einu helgi.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig
er hægt að skrá þá inni á visir.is.
HREINLEIKINN ER
KÚGUNARTÆKI
Fréttablaðið ræddi við þrjár ungar konur um fordóma,
fantasíur, kynlíf og klámnotkun kvenna.
HELGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Ómissandi hluti af góðri helgiSkaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000Auglýsingar 512-5401 | visir.is
FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ
Fór úr þungarokkssveit
í karlakór
Elmar Þór Gilbertsson fór í sinn fyrsta
söngtíma 24 ára gamall. Hann býr nú
í Hollandi og hefur leikið burðarhlut-
verk í þekktum uppfærslum í fyrsta
flokks óperuhúsum víða um Evrópu.
Alls ekki stjórnsöm
Marta Nordal, leikkona, leik-
stjóri og formaður Leik-
listarsambands Íslands,
er einn umsækjenda um
stöðu Borgarleikhússtjóra.
Hún segir áhugann á að
hafa áhrif vera í genunum.
Morðmálið sem skók
heimsbyggðina
Amanda Knox var á dögunum
dæmd í 28 og hálfs árs fang-
elsi fyrir morðið á Miröndu
Kercher. Málið hefur staðið
yfir í næstum 7 ár og hefur
vakið heimsathygli.
„Pælingin er að tengja endurtekn-
ingu sem á sér stað í möntrum eða
bænum hjá fólki saman við endur-
tekningu í fimleikunum þar sem
reynt er að ná fullkomnun,“ segir
Katrín Eyjólfsdóttir, myndlistar-
og fimleikakona, sem heldur mynd-
listarsýninguna Aftur, aftur, aftur
í dag, sem er innsetning um fim-
leika. „Þetta má yfirfæra á okkar
eigið líf og hvernig við erum allt-
af að endurtaka sömu hlutina til að
reyna að ná einhvers konar full-
komnun, sem er í raun og veru
ekki hægt, til að ná stjórn og jafn-
vægi, en um leið og við erum komin
þangað erum við í okkar ónáttúru-
lega ástandi, því okkar náttúru-
lega ástand er að vera í ójafnvægi
og óstjórn. En með þessari endur-
tekningu erum við alltaf að reyna
að komast þangað sem við erum í
jafnvægi,“ segir Katrín.
Katrín er meistaranemi í mynd-
list við Listaháskóla Íslands, en
hún þjálfar krakka í fimleikum
í Gróttu sex daga vikunnar. „Ég
varpa þremur myndböndum í inn-
setningunni. Tvö vídeó eru af fim-
leikastúlku sem er að endurtaka
sömu fimleikaæfingarnar í sífellu.
Þriðja vídeóið er af mér í einhvers
konar hugleiðslu þar sem ég end-
urtek orðið „aftur“,“ segir Katrín.
„Svo má kannski líka nefna að sýn-
ingin mín er við hliðina á Kling og
bang, þar sem er síðasta sýning-
arhelgi á sýningu Ragnars Kjart-
anssonar. Það er upplagt að benda
fólki á að skoða báðar sýningarn-
ar. Bæði erum við að fjalla svolít-
ið um endurtekninguna, en á mis-
munandi hátt.“
Sýning Katrínar er hluti af sýn-
ingaröð meistaranema í myndlist
við Listaháskóla Íslands á fyrra
ári. Sýningaröðin nefnist Kveikju-
þræðir og fer fram í Kaffistof-
unni, sem er til húsa við Hverfis-
götu 42b.
Náttúrulegt ástand
er ójafnvægi
Katrín Eyjólfsdóttir heldur fi mleikainnblásna
myndlistarsýningu í Kaffi stofunni í dag.
Í SÝNINGUNNI ERU ÞRJÚ MYNDBÖND Tvö af fimleikastúlku og eitt er af Katrínu
að hugleiða. MYND/KATRÍN EYJÓLFSDÓTTIR