Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 4

Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 4
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Gæði fara aldrei úr tísku Mest seldu ofnar á Norðurlöndum 10 ára ábyrgð 25.000 tonn af spilliefnum voru flutt úr landi til meðhöndlunar á árunum 2000 til 2011. Á tímabilinu 2003 til 2005 voru flutt út 4.000 tonn á ári, en árin þar á eftir eitt til tvö þúsund tonn. ORKUMÁL Rennsli í Tungnaá er komið niður fyrir sögulegt lág- mark og rennsli í efri hluta Þjórsár og Blöndu er nærri þeim mörkum einnig. Vatnsforði Lands- virkjunar í miðlunarlónum stefnir í að verða jafn slæmur og í fyrra, en þá hafði aðeins eitt vatnsár mælst óhagstæðara í sögu fyrir- tækisins. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að fyrir- tækið endurmeti nú þörf á orku- skerðingu vegna þessara óvenju- legu aðstæðna. Þær heimildir sem fyrirtækið hefur til skerðinga eru fullnýttar í augnablikinu, eins og komið hefur fram í fréttum en áætlanir hafa gert ráð fyrir að skerðingar verði tvö prósent af orkuvinnslu fyrirtækisins. „ Þ a ð e r allavega ekki komið að því,“ segir Hörður spurður hvort þessar óvenju- leg u ve ð u r - aðstæður með minnkandi rennsli í miðlun- arlónin þýði að frekari orkuskerðing sé nauðsyn- leg. Hann bætir við að vissulega sé stutt liðið af árinu, og ekkert útiloki að um gott vatnsár verði að ræða þegar verður gert upp. „Á Tungnaársvæðinu er staðan fordæmalaus vegna þurrka. Þetta kemur í kjölfar þess að síðasta ár var mjög slakt, og þegar við fáum annað eins í kjölfarið þá tekur það vel í,“ segir Hörður. Hann segir að Landsvirkjun geti ekki brugð- ist við þessu ástandi umfram það sem þegar er gert í samningum við viðskiptavini. Þeir eru sveigj- anlegir og eru flestir viðskipta- vinir Landsvirkjunar með slíka samninga. Stórnotendur, álver- in til dæmis, eru með um 10% af sínum samningum sveigjanlega. Hörður bendir á að ef samning- arnir hefðu ekki þessa innbyggðu vörn gegn óvenjulegum aðstæð- um þyrfti að tryggja afhendingu í öllum árum, einnig þeim vatns- minnstu, og slíkt kerfi yrði mun dýrara fyrir orkukaupendur sem fá lægra orkuverð í staðinn fyrir óhagræðið af því að hafa ákveðinn hluta orkunnar skerðanlegan. Undanfarin 10 ár hefur vatnsbú- skapur Landsvirkjunar verið góður; óvenju hátt hlutfall ára hefur verið með innrennsli ofan meðallags og einungis árið í fyrra sem breytir þeirri mynd. Þá náði hvorki Blöndulón né Þórisvatn að fyllast. Innrennsli það sem af er vetri er því afbrigðilegt, og engar mælingar á rennsli Tungnaár í 55 ár sýna lægri gildi – og Blanda rennur í nær sama farvegi hvað þetta varðar. svavar@frettabladid.is Landsvirkjun endur- metur orkuskerðingu Rennsli í Tungnaá, Blöndu og efri hluta Þjórsár er undir eða við sögulegt lágmark. Vatnsstaða miðlunarlóna Landsvirkjunar hefur versnað mjög síðustu vikur og fyrirtækið mun endurmeta orkuskerðingar vegna óvenjulegra aðstæðna. ÞJÓRSÁ Þó leitað sé aftur um hálfa öld hafa stór vatnsföll sem Lands- virkjun nýtir til orkuvinnslu sjaldan verið vatnsminni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HÖRÐUR ARNARSON Tekjutap Landsvirkjunar og viðskiptavina fyrirtækisins vegna orkuskerð- ingar hleypur á milljörðum. Tap Alcoa Fjarðaáls nemur 1,5 milljörðum króna, að óbreyttu. Framleiðsla kísiljárnsverksmiðju Elkem á Grundartanga hefur verið skert um 30%. Aflþynnuverksmiðja Becromal á Akureyri hefur drepið á tíu af sextíu vélum verksmiðjunnar. Samkvæmt samningum Landsvirkjunar og orkukaupenda er leyfilegt að skerða raforkuafhendingu í slökum vatnsárum ef þurfa þykir, og í raun ráð fyrir því gert. Tap fyrirtækisins sjálfs, sem er tilkomið vegna bágs vatnsbú- skapar í Blöndulóni og Þórisvatni, er metið á 700 milljónir króna. Óvenjulegt veðurlag kostar milljarða Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá SNÖGGAR BREYTINGAR verða á veðrinu næsti daga. Vindasamt í dag og í nótt má búast við snjókomu eða slyddu. Á morgun verður hægari vindur og minnkandi úrkoma en á laugardag vex vindur aftur með talsverðri úrkomu um allt land. -1° 14 m/s 2° 13 m/s 3° 11 m/s 5° 11 m/s Gildistími korta er um hádegi 4° 7 m/s 4° 12 m/s 2° 8 m/s 1° 15 m/s 1° 13 m/s 1° 10 m/s -3° 10 m/s Strekk- ingur með S- ströndinni en hægari vindur annars staðar. Vaxandi vindur, hvasst eða stormur seinni- partinn. 3° 18° 10° 18° 18° 9° 17° 9° 9° 20° 17° 18° 17° 14° 18° 16° 12° 19° 4° 6° -1° -1° 5° 0° 2° -1° 1° 0° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FÖSTUDAGUR Á MORGUN NÁTTÚRA Lögbannskröfu ríkisins á að innheimt verði gjald af þeim sem heimsækja Geysissvæðið var hafn- að af sýslumanni Árnessýslu í gær. Í yfirlýsingu frá Landeigendafé- lagi Geysis segir að gjaldtaka muni hefjast innan fárra daga. Gjaldið verður 600 krónur. „Við höfum talið það mjög hóflegt, um það bil kaffi- bolli,“ segir Garðar Eiríksson, tals- maður félagsins. Fjármálaráðherra krafðist þess á föstudag fyrir hönd ríkisins að sýslumaður stöðvaði fyrirhugaða gjaldtöku með þeim rökum að ríkið eigi þann hluta landsins sem gos- hverirnir séu á. Þá sé ekki hægt að taka ákvörðun sem þessa án samþykkis allra eigenda. Ríkið krefst þess að áfram verði tryggð- ur óhindraður og ókeypis aðgangur almennings að svæðinu. Ríkið á um 34 prósenta hlut jarðar innar innan girðingar, en átta aðrir eigendur deila með sér 64 prósentum. Þeir hafa stofnað með sér Landeigendafélag Geysis. Landeigendur segja löngu ljóst að landið við Geysi sé afar illa farið vegna ágangs ferðamanna. Brýnt sé að bæta aðstöðu á svæðinu og stýra umferð. Þar sem þeir hafi enga sjóði til að standa straum af milljóna kostnaði við framkvæmdir, sé gjald- taka eina leiðin. Í yfirlýsingu frá fjármálaráðherra segir að ríkið hafi boðist til þess fyrir mánuði að ráð- ast í og greiða tugi milljóna króna fyrir nauðsynlegar framkvæmdir til að vernda svæðið og kosta rekstur þess. Þar segir að félag landeigenda hafi ekki svarað því tilboði. - bj Landeigendafélag Geysissvæðisins mun hefja gjaldtöku af ferðamönnum innan fárra daga: Lögbannskröfu fjármálaráðherra hafnað ÁGANGUR Árlega skoða um 400 þúsund ferðamenn svæðið við Geysi, Strokk og aðra hveri á Geysissvæðinu í Haukadal, segir í greinargerð landeig- enda í lögbannsmálinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í gær að tónn forsætisráðherra í garð þingsins einkenndist á köflum af lítilsvirðingu. Ennfremur sagðist hún ætla taka málið upp á vett- vangi þingflokksformannanna. Í tilkynningu frá Vinstri græn- um segir að Svandís hafi ásamt öðrum þingmönum gagnrýnt hve illa gengi að fá forsætisráðherra til að taka þátt í umræðum sem hann vörðuðu. „Þetta er fullkom- lega óviðunandi að því er varðar samskipti framkvæmdarvaldsins við þingið,“ sagði Svandís. - skó Sagður lítilsvirða þingið: Gagnrýndu for- sætisráðherra ÓBOÐLEG FRAMKOMA Svandís Svavars dóttir var meðal þeirra sem gagnrýndu forsætisráðherra á Alþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL STANGVEIÐI Silungsveiði fyrir landi þjóðgarðsins á Þingvöllum hefst að þessu sinni 20. apríl, tíu dögum fyrr en áður hefur tíðkast. Þingvallanefnd samþykkti til- lögu þessa efnis frá Ólafi Erni Haraldssyni þjóðgarðsverði. „Frá 20. apríl til 31. maí er ein- ungis leyft að veiða með flugu og öllum urriða skal sleppa á þessu tímabili,“ segir um hinar breyttu veiðireglur í fundargerð Þing- vallanefndar. Þar kemur líka fram að tillagan sé lögð fram eftir náið samráð við veiðifélög og einstaka veiðimenn og að henni sé ætlað að bæta veiðimenningu við vatnið og styrkja urriðastofninn. - gar Breyttar reglur í þjóðgarði: Veiði hefst fyrr í Þingvallavatni ÞINGVALLAVATN Veiðin hefst eftir 38 daga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NEW YORK, AP Fyrirtækið á bak við tölvuleikinn Candy Crush Saga telur sig geta safnað nær 613 milljónum dala, eða sjötíu milljörð- um króna, við skráningu á markað. King Digital Entertainment PLC ætlar að selja 15,3 milljónir hluta í hlutafjárútboðinu. Núverandi hluthafar selja 6,7 milljónir hluta til viðbótar. „Candy Crush“ var það fría smáforrit sem var oftast halað niður á i-Phone og i-Pad á síðasta ári. Búist er við að verð á hlut verði í kringum 2.300 til 2.700 krónur. Bréfin verða fáanleg á hlutabréfamarkaðnum í New York undir tákninu „KING“. - fb Candy Crush Saga á markað: Hlutabréf fyrir 70 milljarða VESTMANNAEYJAR Engar tíma- bundnar lokanir verða á flugvell- inum í Vestmannaeyjum. Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdótt- ir innanríkisráðherra en til stóð að loka vellinum á laugardögum frá 15. mars til 26. apríl. „Við munum vinna breytingar á flug- samgöngum í samráði við bæjar- yfirvöld þannig að allir eigi að geta vel við unað.“ Flugfélagið Ernir sem heldur uppi áætlunarflugi til Vest- mannaeyja hafði gefið út að ekki yrði flogið á laugardögum í vetur og því var ákveðið að loka vell- inum á þeim dögum. - kak Flugvöllurinn áfram opinn: Hætt við tíma- bundna lokun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.