Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 6

Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 6
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 ALÞINGI „Ég sem þingforseti mun ekki krefja Bankaráð Seðlabanka Íslands svara um hvort rangar upp- lýsingar hafi verið veittar í svari um kostnað vegna málaferla Más Guðmundssonar seðlabankastjóra gegn bankanum,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Bankaráð Seðlabankans kemur saman til fundar í dag og margir bíða þess að ráðið komi með nánari skýringar á hvernig var staðið að ákvörðunum um greiðslur vegna kostnaðar af málaferlum Más seðlabanka- stjóra geg n bankanum. Einn þeirra sem bíða er Björn Valur Gíslason sem sæti á í banka- ráðinu. „Ég vil fá betri skýring- ar á því hvernig ákvarðanir voru teknar í þessu máli,“ segir Björn Valur. Margir alþingismenn sem blaðið ræddi við í gær telja að ekki séu öll kurl komin til grafar og á meðan svo er vilja þeir lítið tjá sig um mál Más. Þeir segjast, eins og Björn Valur, bíða eftir nánari skýringum frá bankaráðinu. Í yfirlýsingu frá Seðlabankanum frá því í fyrradag segir að hugsan- legt sé að bankinn hafi veitt rangar upplýsingar í svari til þáverandi fjármálaráðherra um kostnað vegna málaferla Más. „Auðvitað er það alvarlegt mál ef rangt er farið með í þingsal en ég ætla ekki að vera með neinar getgátur í þá veru í þessu máli. Menn verða að skoða hvernig var spurt og hvort svör séu í samræmi við spurningu,“ segir Einar. Hann segir að þingmaður sem ber fram fyrirspurn hafi nokkrar leiðir til að fá úr því skorið hvort réttar upplýsingar hafi verið veittar. Þing- maður geti krafist skýringa á þing- fundi, hann geti lagt fram skriflega eða munnlega fyrirspurn og hann geti óskað eftir að mál verði tekið upp í þingnefnd. - jme Bankaráð SI kemur saman til fyrsta fundar eftir að í ljós kom að bankinn greiddi málskostnað Más: Beðið eftir nánari skýringum bankaráðs EINAR K. GUÐFINNSSON MENNTAMÁL Ekki er komin endan- leg niðurstaða í samningaviðræð- um Lánasjóðs íslenskra náms- manna og Stúdentaráðs. Til stendur að hækka lágmarks- kröfur um náms- framvindu á önn úr 18 einingum í 22. Nú stefnir hins vegar í að nemar í áföngum sem falla illa að lágmarkinu geti sótt um undan- þágu frá því. Birta á endanlega til- lögu að breytingum 19. mars. „Við bindum einnig vonir við að frítekjumörk verði hækkuð,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, lánasjóðs- fulltrúi Stúdentaráðs. - áós LÍN semur við Stúdentaráð: Hægt að sækja um undanþágu JÓRUNN PÁLA JÓNASDÓTTIR FRAKKLAND,AP Michael Schumacher, fyrrverandi heims- meistari í Formúlu-1-kappakstri, hefur sýnt „smávægileg, lofandi merki“ um að hann muni vakna úr dái, segir fjölskylda hans. Schumacher hlaut alvarleg höfuð meiðsli í skíðaslysi fyrir rúmum tveimur mánuðum og hefur verið í dái síðan. „Við erum sannfærð um að Michael muni komast í gegnum þetta og vakna. Stundum sjáum við smávægileg en lofandi merki um það en við vitum að á þessari stundu þurfum við að vera mjög þolinmóð,“ segir Sabine Kehm, fulltrúi fjölskyldunnar. - fb Schumacher er enn í dái: Sýnir smávægi- leg batamerki Í DÁI Ökuþórinn Michael Schumacher hefur verið í dái í tvo mánuði. MYND/AP HONG KONG,AP Áhættuleikari, sem hafði leikið í slagsmálamyndum á borð við The Grandmaster, var á meðal farþega í flugvél Malaysia Airlines sem hvarf á laugardaginn. Jun Kun hafði einnig unnið við kvikmyndina The Forbidden Kingdom með Jackie Chan í aðal- hlutverki og átti að hefja vinnu við sjónvarpsþættina Marco Polo, samstarfsverkefni framleiðand- anna Weinstein Co. og Netflix, í myndveri í Malasíu. „Við erum mjög sorgmædd yfir fréttunum um flug 370 hjá Malaysia Air- lines,“ sögðu framleiðendurnir í yfirlýsingu. „Jun Kun var mikil- vægur hluti af teyminu okkar og mikill hæfileikamaður.“ - fb Horfna malasíska flugvélin: Áhættuleikari meðal farþega DÓMSMÁL Kona og maður voru dæmd í tveggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir fjársvik í IKEA. Fólkið játaði brot sín, en þau höfðu nýtt sér skilareglur IKEA til að fá hærri fjárhæðir til baka en upphaflega voru greiddar fyrir vörur. Verjandi fólksins hafði á orði við aðalmeðferðina að um smá- vægilegt mál væri að ræða sem hefði verið blásið upp í fjölmiðlum af hendi IKEA. Fjársvikin voru á þriðja hundrað þúsund og hefur upphæðin verið endurgreidd að fullu. - ktd Skilorðsbundið fangelsi: Dæmd fyrir fjársvik í IKEA DÓMSMÁL Fangelsi fyrir fjársvik Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Sigurð Kárason í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að svíkja á annað hundrað milljónir króna út úr 16 manneskjum. VEISTU SVARIÐ? Verkir í hálsi og öxlum? Fæst án lyfseðils Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í hálsi og öxlum! 1. Hversu mörg af 37 slökkviliðum eru með gildar brunavarnaáætlanir? 2. Hvað lærði nýr formaður Samtaka iðnaðarins við Háskóla Íslands? 3. Hverjir vilja kjósa um nýjan þjóðfána? SVÖR: 1. Sex. 2. Mannfræði. 3. Nýsjálendingar. VINNUMARKAÐUR „Það má segja að atvinnuleysi meðal okkar félags- manna heyri nánast sögunni til,“ segir Finnbjörn Hermanns- son, formaður Byggiðnar, félags byggingarmanna, og bætir við að atvinnuleysið sé mjög lítið um þessar mundir. Hann segir að það séu þó alltaf einhverjir á atvinnuleysis- skránni, það stafi til dæmis af því að menn séu að skipta um starf og komi þá inn á atvinnuleysisskrána. Í gær voru 20 af 89 sem voru á skrá hjá Starfi, vinnumiðlun atvinnu- lausir smiðir. Starf heldur utan um tölur um atvinnulausa smiði, múrara, pípu- lagningamenn og málara. Fyrir ári voru 185 á skránni en fyrir rúmum tveimur árum var 331 á skránni. Byggingariðnaðurinn fór afar illa út úr hruninu. Margir iðnaðarmenn fluttu til útlanda þar sem þeir gátu fengið vinnu og hafa ekki snúið til baka og það skýrir að einhverju leyti minna atvinnuleysi. „Það er allt annað hljóð í okkar félagsmönnum. Það er alveg tvennt ólíkt eða fyrir tveimur árum. Svart- sýni hefur vikið fyrir bjartsýni. Mönnum finnst það mikill léttir að vera lausir við þessa uppsagnarvofu sem stöðugt hefur hangið yfir fólki síðustu misseri,“ segir Finnbjörn. Regína Bjarnadóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Arion banka, segir að greiningardeildin spái 3,3 prósenta hagvexti á næsta ári. Hún segir að töluvert mikið verði byggt á þessu ári. „Menn þurfa ekki annað en horfa í kring- um sig miðsvæðis í Reykjavík til að sjá það,“ segir Regína. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, tekur í svipaðan streng. „Fjárfesting í íbúðarhúsnæði eykst um rúm 13 prósent á þessu ári. Á næsta ári reiknum við með um 15 prósenta vexti,“ segir Ingólfur. Hann segir að vöxtur í nýbygg- ingum hafi aukist frá 2010 eða frá því að hagvöxtur fór að taka við sér. „Eftirspurn eftir vinnuafli í þessum geira hefur farið vaxandi samhliða því að fjárfesting hefur verið að taka við sér síðastliðin þrjú ár. Það sem skiptir mestu máli er að kaupmáttur hefur aukist, fjárhags- leg staða heimilanna hefur batnað. Aukinn kaupmáttur ráðstöfunar- tekna, skuldaleiðréttingar og hækkun eignaverðs umfram bygg- ingarkostnað skýrir þessa þróun að stærstum hluta,“ segir Ingólfur. johanna@frettabladid.is Atvinnuleysi heyrir nánast sögunni til Formaður Byggiðnar segir bjartsýni ríkjandi hjá félagsmönnum. Mönnum sé létt yfir að vera lausir undan uppsagnarvofunni. Hann segir að aftur sé farið að byggja íbúðarhúsnæði. Greiningardeild Arion banka spáir auknum hagvexti. LÍTIÐ ATVINNU- LEYSI Fjöldi manns missti vinnuna í bygg- ingariðnaði eftir hrun. Nú er landið að rísa á ný. Formaður Byggiðnar, félags byggingarmanna, segir orðið sára- lítið atvinnuleysi meðal félags- manna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FINNBJÖRN HERMANNSSON REGÍNA BJARNADÓTTIR INGÓLFUR BENDER jan.12 331 mar.13 185 mar.14 89 ➜ Atvinnulausir iðnaðarmenn á skrá hjá Starfi vinnumiðlun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.