Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 8

Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 8
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 STJÓRNSÝSLA Þótt viðbragðstími í sjúkraflugi hafi farið 68 sinnum út fyrir umsamin tímamörk á árunum 2012 og 2013 telja Sjúkratryggingar Íslands að aðeins tvisvar hafi skýr- ingar á töfunum verið óviðunandi. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar heil- brigðisráðherra við fyrirspurn um sjúkraflugið frá Silju Dögg Gunnars dóttur, alþingismanni Framsóknarflokks. Silja spurði hversu oft árin 2008 til 2013 sjúkraflugvél hefði ekki verið tiltæk þegar eftir var kallað. Í svari ráðherrans, sem tekur aðeins til áranna 2012 og 2013, segir að samkvæmt samningi um sjúkraflug [við Mýflug] skuli aðal- sjúkraflugvél ávallt standa tilbúin til útkalls og varavél vera til stað- ar svo að félagið nái að sinna flugi innan tímamarka. Vegna bráða- útkalla skuli sjúkraflugvél tilbúin til flugs innan 35 mínútna. Ef bráðaútkall berst meðan á öðru sjúkraflugi standi sé tímafrestur- inn 105 mínútur. Samkvæmt fyrri skilgreiningunni voru 11 prósent sjúkrafluga utan tímamarka árin 2012 og 2013. „Að mati Sjúkratrygginga Íslands voru lagðar fram fullnægj- andi skýringar vegna allra ferða 2012 og allra ferða utan tveggja 2013,“ segir ráðherra í svarinu. Sjúkraflugvél hafi verið tiltæk vegna allra útkalla og langoftast innan tímafrests. „Algengustu ástæður þess að útkallstími fór fram úr mörkum voru þær að bíða þurfti eftir sjúk- lingi eða lækni og að útkall kom meðan á öðru sjúkraflugi stóð.“ Si lja Dögg spurði hvenær væri að vænta niðurstöðu athugunar á því hvort hagkvæmt sé fyrir ríkið að hafa sjúkraflugið allt hjá Landhelgisgæslunni. Ráð- herra vitnar til skýrslu Ríkisend- urskoðunar þar sem segir að inn- anríkisráðuneytið þyrfti að taka formlega ákvörðun um aðkomu Landhelgisgæslunnar að almennu sjúkraflugi. „ Velferðarráðuneytinu hefur ekki borist niðurstaða slíkrar vinnu,“ segir ráðherra. „Í ljósi þess að framkvæmd samningsins hefur almennt gengið vel og hann talinn hagkvæmur fyrir ríkið er að óbreyttu fyrir- hugað að halda áfram að veita þjón- ustuna á grundvelli samnings við Mýflug,“ segir heilbrigðisráðherra. Þetta verði þó endurskoðað komi fram nýjar upplýsingar. Silja Dögg segist enn ekki hafa krufið svar ráðherra til mergjar. „Fljótt á litið er gott að sjá varð- andi það hversu flugvélarnar eru tiltækar að það virðist vera í nokkuð góðum farvegi. Þó set ég spurningarmerki við að tímamörk virðast ekki standa í um ellefu prósent tilvika. Er það nógu gott eða getum við bætt okkur?“ spyr Silja Dögg. Þá kveðst Silja Dögg vilja sam- anburð á hagkvæmni þess að sjúkraflugið sé hjá einkaaðila eða á vegum Landhelgisgæslunnar. „Það liggur fyrir hvað ríkið er að greiða Mýflugi fyrir sjúkraflugið. Ég vil, eins og Ríkisendurskoðun bendir á, að þetta verði borið saman við þann kost að fela Landhelgis- gæslunni verkefnið.“ gar@frettabladid.is Sjúkraflug of seint í tíunda hvert sinn Heilbrigðisráðherra segir að þar sem samningur við Mýflug um sjúkraflug sé hagstæður og framkvæmdin hafi almennt gengið vel haldi samstarfið við Mýflug áfram. Ekki sé til skoðunar að sjúkraflug verði allt hjá Landhelgisgæslunni eins og þingmaður vill að verði athugað. „Svarið sýnir glögglega hvers vegna rekstur þessarar þjónustu er í því formi sem hann er,“ segir Sigurður Bjarni Jónsson, stjórnarformaður Mýflugs, um svör heilbrigðisráðherra varðandi sjúkraflug. „Lausleg könnun á tímagjaldi fyrir afnot af þyrlu eða stærri flugvélum myndi sýna að kostnaðurinn myndi aukast gríðarlega væri fluginu sinnt með þeim hætti. Það er ekki að ástæðulausu að þetta rekstrarform er það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar og King Air B200 flugvélar eru allsráðandi í sjúkraflugi á styttri leiðum víðast hvar í heiminum. Raunar er það svo að oft eru leit, björgun og landhelgisgæsla boðin út líka,“ segir Sigurður Bjarni. Þá segir stjórnaformaðurinn skiljanlegt að menn velti rekstri sjúkraflugs- ins fyrir sér í ljósi undangenginna atburða. „Í því ljósi er eðlilegt að menn skoði hvort færa eigi sjúkraflugið til hins opinbera. Fyrir því sjónarmiði má færa ýmis málefnaleg rök. Þó ekki að reksturinn yrði hagkvæmari með þeim hætti,“ segir hann. Sýnir ástæðu núverandi rekstrarforms Viðbrögð við útköllum í sjúkraflug 2012 2013 Flug innan tímamarka (35 mín. mörk) 217 220 Flug utan tímamarka (35 mín. mörk) 29 24 Hlutfall umfram tímamörk 11,8% 9,8% Flug innan tímamarka (105 mín. mörk) 242 233 Flug utan tímamarka (105 mín. mörk) 4 11 Hlutfall umfram tímamörk 1,6% 4,5% Ófullnægjandi skýringar á tíma umfram mörk (fjöldi tilfella að mati SÍ) 0 2 Heimild: Heilbrigðisráðuneytið. Viðbragð í sjúkraflugi Mýflugs SJÚKRA- FLUG Landhelgis- gæslan sinnti sjúkraflugi 89 sinnum í fyrra en Mýflug fór þá í 244 sjúkraflug. Fyrir það fékk Mýflug 296 millj- ónir króna. MYND/LAND- HELGISGÆSLAN SILJA DÖGG GUNNARSDÓTTIR Algeng- ustu ástæður þess að útkallstími fór fram úr mörkum voru þær að bíða þurfti eftir sjúklingi eða lækni og að útkall kom meðan á öðru sjúkraflugi stóð. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra Hyundai / BL ehf. Hyundai – Kauptúni 1 – 210 Garðabæ – Sími: 575 1200 www.hyundai.is – www.facebook.com/hyundai.is GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – IB ehf. / Selfossi / 480 8080 E N N E M M / S ÍA / N M 6 14 9 8 Bj ðum lfelgur og vetrardekk með llum i30 takmarkaðan t ma! *M ið að v ið u pp ge fn ar tö lu r f ra m le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i i30 Nettur og sparneytinn Hyundai i30 – Verð: 2.990.000 kr. 1,4 bens n, beinskiptur / Brekkubremsa (HAS) / Hiti sætum / Hiti rafst rðum hliðarspeglum eldsneytisnotkun 6,0 l/100 km*. 5 ra byrgð takmarkaður akstur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.