Fréttablaðið - 13.03.2014, Side 10

Fréttablaðið - 13.03.2014, Side 10
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Grillbúðin óskar að ráða þjónustulundaðan og vanan sölumann með áhuga á alvöru grillum Ráðningartími fram í október 2014 Umsóknir og fyrirspurnir sendast á einarl@grillbudin.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt ti l l ei ð ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 61 86 4 Kanarí frá kr. 89.900 Netverð á mann frá kr. 89.900 m.v. 2 í herbergi/stúdíó.19. mars í 9 nætur. Tenerife frá kr. 109.900 Netverð á mann frá kr. 109.900 m.v. 2 í herbergi/stúdíó. 18. mars í 10 nætur. Netverð á mann frá kr. 139.900 m.v. 2 í herbergi/stúdíó. 20. mars í 14 nætur. Netverð á mann frá kr. 129.900 m.v. 2 í herbergi/stúdíó. 27. mars í 7 nætur m/allt innifalið. Kanarí frá kr. 99.900 Netverð á mann frá kr. 139.900 á Barcelo Margaritas m.v. 2 í herbergi. 19. mars í 9 nætur m/ allt innifalið. Netverð á mann frá kr. 99.900 á Roque Nublo m.v. 2 í íbúð. 26. mars í 8 nætur. Netverð á mann frá kr. 99.900 á Parquesol m.v. 2 í íbúð. 2. apríl í 7 nætur. Tenerife frá kr. 129.900 Netverð á mann á Villa Adeje frá kr. 129.900 m.v. 2 í stúdíó. 27. mars í 7 nætur m/ allt innifalið. STÖKKTU SÉRTILBOÐ Allt að15.000 kr. bókunarafsláttur til 18. mars 2014valdir gististaðir, valdar dagsetningar, ásamt stökktu- og sértilboðum. Spænskir dagar Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is Bandarísk stjórnvöld og Atlantshafsbandalagið hafa aukið við herafl sitt og haldið heræfingar skammt frá landamærum Úkraínu. Spennan er mikil á Krímskaga eftir að Rússar réðust þangað inn með herlið sitt. Gelsenkirchen Þýskaland RAF Waddington Bretland Boeing E-3 Sentry: Eftirlitsflugvél með ratsjá sem getur komið auga á flugvélar, skip og önnur farartæki í allt að 400 km fjarlægð. Siauliai Litháen Kaliningrad Hluti af Rússlandi Constanta Rúmenía ÚKRAÍNA Tyrkland Frakk- land Spánn 500km 300 mílur Ítalía Grikkland Rússland Lask Pólland Meðlimir NATÓ (Þar á meðal BNA og Kanada) Nató eflir varnir sínar vegna ástandsins í Úkraínu Svartahafið Varðskip bandaríska sjóhersins, USS Truxtun, verður við æfingar ásamt þremur rúmenskum varðskipum og búlgörsku freygátunni Drazki á alþjóðlegu hafsvæði suðaustur af rúmensku hafnar- borginni Constanta. Eftirlit Eftirlitsflugvélin E-3 Sentry frá Nató flýgur frá flugstöð breska flughersins í Waddington og frá Geilenkirchen í Þýskalandi í rann- sóknarskyni yfir Póllandi og Rúmeníu. Pólland Bandaríkjamenn senda að minnsta kosti 12 herþotur af tegundinni F-16 ásamt 300 hermönnum til herstöðvar í Lask þar sem þær taka þátt í sameiginlegum heræfingum. Litháen Tíu bandarískar F-15-herþotur og yfir 200 hermenn eru staðsettir í herstöð í Siauliai í því skyni að auka eftirlit Nató í lofti yfir Eystrasaltsríkjunum. Krímskagi: Yfir 30.000 rúsneskir hermenn eru sagðir ráða yfir svæðinu. Þó nokkrar úkraínskar herstöðvar hafa verið umkringdar. ÞÝSKALAND,AP Tvær eftirlitsflugvél- ar á vegum Atlantshafsbandalags- ins (NATO) sveimuðu yfir Póllandi og Rúmeníu í gær til að fylgjast með ástandinu í nágrannaríkinu Úkraínu. Vélarnar, sem eru af tegundinni AWACS, tóku á loft frá herstöðvum í Þýskalandi og Bretlandi. Þær yfirgáfu ekki lofthelgi Póllands og Rúmeníu og flugu því ekki inn í lofthelgi Úkraínu eða Rússlands, að sögn talsmanns NATO í Belgíu. „Flugvélarnar geta rannsakað yfir 300 þúsund ferkílómetra svæði og munu aðallega skoða það sem er að gerast í lofti og á hafi úti,“ sagði hershöfðinginn Jay Janzen og bætti við að önnur AWCS-flugvél hefði farið í eftirlitsflug yfir Rúmeníu á þriðjudag og að verið væri að undir- búa fleiri slík flug. „Okkar flug- vélar munu ekki yfirgefa lofthelgi NATO,“ áréttaði hann. „Samt sem áður getum við fylgst vel með því sem er að gerast langt í burtu.“ 28 aðildarríki NATO ákváðu á mánudag að bregðast við ástandinu í Úkraínu með því að senda eftir- litsvélarnar á vettvang. Ákvörð- unin var tekin eftir að bandarískar herþotur voru sendar til austur- evrópskra ríkja sem eiga landa- mæri að Rússlandi, þar á meðal Póllands og Litháens. Bronislaw Komorowski, forseti Póllands, segist vilja sjá fleiri her- menn frá Bandaríkjunum í land- inu til að tryggja öryggi þess innan NATO. Í þessari viku eru liðin fimmtán ár síðan Pólland gekk inn í Atlantshafsbandalagið. Um þrjú hundruð liðsmenn bandaríska flughersins og tólf F-16-herþotur eru væntanlegar til Póllands í þessari viku til að taka þátt í sameiginlegum heræfingum. Pólska ríkisstjórnin óskaði eftir liðsstyrknum eftir að Rússar tóku völdin á Krímskaga. freyr@frettabladid.is Eftirlitsflug NATO skammt frá Úkraínu Tvær eftirlitsflugvélar á vegum Atlantshafsbandalagsins sveimuðu yfir Póllandi og Rúmeníu í gær. Þær geta rannsakað rúmlega 300 þúsund ferkílómetra svæði. LEGGUR AF STAÐ AWACS, eftirlitsflugvél NATO, tekur á loft í Geilenkirchen í Þýskalandi. MYND/AP Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims munu ekki taka mark á niðurstöðum atkvæðagreiðslu um það hvort Krím- skagi verði aðskilinn frá Úkraínu og verði hluti af Rússlandi. Í yfirlýsingu frá ríkjunum og Evrópu- sambandinu eru Rússar hvattir til að „hætta tilraunum sínum til að breyta ástandi mála á Krímskaga þvert gegn úkraínskum og alþjóðlegum lögum“. Þar sagði einnig að atkvæðagreiðslan sem er fyrirhuguð á Krímskaga um helgina „muni ekki hafa neitt lög- fræðilegt vægi“ og að skipulagning hennar væri gölluð. Leiðtogarnir bættu við að þeir myndu grípa til frekari ráðstafana, bæði hver í sínu horni og í sameiningu, ef Rússar reyna að innlima Krímskaga í ríki sitt. Undir yfirlýsinguna skrifuðu leiðtogar Kanada, Frakklands, Þýska- lands, Ítalíu, Japans, Bretlands, Banda- ríkjanna og Evrópusambandsins. G7 tekur ekki mark á atkvæðagreiðslu MALASÍA, AP Síðustu samskiptin á milli flugmanna malasísku farþega- flugvélarinnar sem hvarf á laugar- dag og flugumferðarstjórnar voru á þá leið að allt væri í himnalagi. Aðeins nokkrum mínútum áður en vélin hvarf yfir Suður-Kínahafi sagði flugmaður vélarinnar: „Allt í lagi, góða nótt,“ samkvæmt upp- lýsingum frá malasískum yfirvöld- um. Síðan þá hefur mikil leit staðið yfir að vélinni en án árangurs. 239 manneskjur voru um borð. Varnarmálaráðherra Malasíu segir yfirvöld í landinu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að finna flugvélina „Við munum ekki gefast upp. Fjölskyldurnar eiga ekkert minna skilið frá okkur,“ sagði hann. Alls hafa 43 skip og 39 flugvélar frá að minnsta kosti átta þjóðum tekið þátt í leitinni. Á þriðjudag greindu yfirvöld frá því að ratsjá hefði greint merki sem hugsanlega kom frá flugvélinni. Samkvæmt því hafði hún breytt um stefnu og flogið yfir Malakkasundi, um 400 km frá þeim stað sem síðast heyrðist frá henni. Yfirvöld bíða staðfestingar á að þetta hafi verið Boeing 777-vélin og þangað til mun leitin að henni halda áfram á mjög stóru svæði í Malasíu og nágrenni. - fb Verið er að kanna hvort Boeing 777 vélin sem leitað er hafi sést á ratsjá yfir Malakkasundi: Allt í himnalagi rétt fyrir hvarf þotunnar GEFST EKKI UPP Hishammuddin Hussein, varnarmálaráðherra Malasíu, á blaðamannafundi. NORDICPHOTOS/AFP 92.600 Leitarsvæðið er tæpir níutíu og þrjú þúsund ferkíló- metrar að stærð. HAFNARFJÖRÐUR Á fundi fjölskyldu ráðs Hafnarfjarðar í gær var samþykkt verkefnið Áfram! – Ný tækifæri í Hafnarfirði. Tryggja á atvinnuleitendum sem þiggja fjárhagsaðstoð tilboð um hlutastarf samhliða virkum stuðn- ingi. Óvinnufæru fólki á að tryggja möguleika á starfsendurhæfingu, vímuefnameðferð eða öðrum úrræðum. Með þessu á að bregð- ast við auknu umfangi fjárhags- aðstoðar Hafnarfjarðarbæjar síðustu ár. - skó Fjárhagsaðstoð í Hafnarfirði: Styðja við fólk í leit að atvinnu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.