Fréttablaðið - 13.03.2014, Qupperneq 16
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 16
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið
Gebo Kano setur á næstu dögum
í loftið nýjan íslenskan þrautaleik
fyrir i-Phone og i-Pad.
Þrautirnar er í anda hinnar
aldagömlu kín-
versku tang-
ram-þrautar en
formin hannar
Kristján Sætr-
an Bjarnason.
Útlit leiksins
og yfirbragð
er hannað til
að vera róandi
og hefur fengið
mikið lof frá
erlendum leikjaútgefendum.
Fyrstu hundrað þrautir IKUE
eru ókeypis en hægt er að kaupa
viðbótarpakka sem inniheldur
400 fleiri þrautir. - ssb
Nýr íslenskur app-leikur:
Þrautaleikur
fyrir lengra
komna
NEYTENDUR Leitarrisinn Google
hefur breytt útliti sínu.
Sé leitarorði slegið upp
eru auglýsingar ekki lengur
aðgreindar frá hefðbundnum
leitar niðurstöðum með appelsínu-
gulum lit heldur er lítið gult
merki látið nægja.
Keyptar auglýsingar eru eftir
sem áður efstu leitarniðurstöður
Google og geta verið villandi
fyrir almenna notendur. Google
hefur gefið það út að breyting-
arnar séu gerðar með það fyrir
augum að einfalda útlit þessarar
vinsælustu leitarvélar heims.
- ssb
Auglýsingar ekki aðgreindar:
Google breytir
útliti sínu
Á HRAÐFERÐ Maður við merki leitar-
risans Google í Frankfurt í Þýskalandi.
Milljarða eignatjón, óþægindi
og jafnvel heilsutjón verður
vegna vatnsleka, raka og myglu
á íslenskum heimilum ár hvert.
Sumt af því bæta trygginga-
félögin og er kostnaður þeirra
við vatnstjón tæpir tveir
milljarðar á síðasta ári. Í um
þrjátíu prósent tilfella, eða
í 1.500 tilfellum af 5.200, er
vatnstjónið ekki bótaskylt.
Kostnaður vegna tjóns sem
ekki fæst bætt er ekki þekktur
en ef reiknað er meðaltjón sem
tryggingafélögin bæta einstak-
lingum, sem er þrjú hundruð
þúsund krónur, þá má áætla
að einstaklingar þurfi að taka
á sig tæplega fimm hundruð
milljónir króna á ári vegna
vatnstjóna sem ekki eru bóta-
skyld. Jafnvel þótt tjón séu
bótaskyld þurfa einstaklingar
að greiða eigin áhættu, eða
sjálfsábyrgð, upp á tæpar þrjú
hundruð milljónir á ári.
Samstarfshópur um varnir
gegn vatnstjóni var stofnaður
á síðasta ári vegna þess mikla
kostnaðar sem fylgir vatns-
tjóni og fjölda tilvika. Til sam-
anburðar er kostnaður vegna
eignatjóns í eldsvoðum 1.239
milljónir árið 2013 eða tæplega
helmingi minni en vegna vatns-
tjóna.
Samstarfshópurinn hefur
gefið út leiðbeiningar fyrir
almenning til að draga úr tjóni
vegna vatnsleka. Annars vegar
leiðbeiningar til að minnka
líkur á vatnstjóni, til dæmis
með réttu viðhaldi og endur-
nýjun lagna með aðstoð fag-
manna. Hins vegar með því að
leiðbeina um fyrstu viðbrögð
við leka; meðal annars loka
strax fyrir vatnsinntak, hafa
samband við tryggingafélagið
og þurrka vel upp eftir vatns-
tjón svo ekki myndist raki og
mygla í húsum.
erlabjorg@frettabladid.is
Vatnstjón kostuðu á þriðja
milljarð króna á síðasta ári
6.700 vatnstjón urðu árið 2013 eða um 18 tilvik á dag. Það má ætla að einstaklingar hafi þurft að taka á sig
samtals 753 milljónir króna vegna vatnsleka á árinu vegna sjálfsábyrgðar og vatnstjóna sem ekki eru bótaskyld.
Birna Ásmundsdóttir
Olsen og maðurinn
hennar lentu í því
óláni að vatn lak úr
gömlum ofni inni í
stofu. „Nágrannar
okkar vöktu okkur
snemma á sunnu-
dagsmorgni og
sögðu okkur að vatn
læki niður loftið í
þeirra íbúð,“ segir
Birna. „Ef þau hefðu
ekki orðið vör við
lekann þá hefði
þetta orðið miklu
verra.“
Birna segir að
miklar skemmdir
hafi orðið á parket-
inu og það hafi verið
rifið upp og þurrkað.
Að auki voru stórir, háværir blásarar í stofunni í fleiri daga til að þurrka
gólfið og svo þurfti að setja nýja ofna í stofuna og leggja parketið. „Þetta
var svakalegt umstang. Við þurftum að tæma alla skápa og færa dót til og
frá. Það er ekki gaman að lenda í þessu en sem betur fer var allt tilbúið
tveimur dögum fyrir löngu planaða afmælisveislu í húsinu.“
Svakalegt umstang að lenda í vatnstjóni
OFNINN LAK Birna Ásmundsdóttir Olsen við ofninn sem
lak og eyðilagði parketið í stofunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
VATNSTJÓN Það
geta fylgt því
mikil óþægindi
og rask að verða
fyrir vatns-
tjóni og oft þarf
að endurnýja
innréttingar,
gólfefni og flísar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VÍS
Ef vatn kemur að utan,
til dæmis frá svölum eða
þaki.
Ef tjón verður vegna
lélegs viðhalds, til
dæmis við bað, sturtu,
blöndunar tæki eða flísar.
➜ Tjón sem ekki
er bætt af
tryggingum
5.200
bótaskyld tilvik eða um 14 á dag
1.500
tilvik sem ekki eru bótaskyld eða um
4 á dag
2.242 milljónir
er heildarkostnaður vegna vatnstjóna
300 milljónir
er kostnaður einstaklinga vegna eigin
áhættu
455 milljónir
er áætlaður kostnaður einstaklinga
vegna óbætts tjóns einstaklinga
343 tilvik
verða á ári sem kosta yfir milljón
krónur eða næstum eitt á dag
VATNSTJÓN 2013
KOSTNAÐUR OG
FJÖLDI TILVIKA
Vilborg Arna Gissurardóttir er
pólfari og sendiherra SOS
barnaþorpanna. Hún er nú
búin að klífa sex af sjö
hæstu tindum heims og
stefnir á að gera heim-
ildarmynd um ferðalög
sín. „Bestu kaupin voru
klárlega kvikmyndatökuvél
sem ég keypti í fyrra,
alvöru Canon-vél og mikil
fjárfesting. Ég keypti hana
af því mig langaði til að
gera eitthvert efni úr þessum
leiðöngrum mínum og stefni á
að gera heimildarmynd.“ Vilborg
keypti vélina daginn áður en hún
kleif fyrsta tindinn af sjö. „Fyrst
var ég lengi að klóra mig fram úr
hvernig ætti að kveikja á henni
og nota hana en síðan þá hef ég
lært mikið.“
„Verstu kaupin mín eru hins
vegar forláta samfestingur úr
Karen Millen sem ég keypti fyrir
einhverjum árum, Hann var alltof
lítill á mig og var ekki til í minni
stærð. Ég hugsaði með mér að ég
myndi passa í hann einn daginn og
keypti hann númeri of lítinn. Hann
var dýr á sínum tíma. Ég á hann enn
í dag og hef aldrei farið í hann.“
- áós
NEYTANDINN Vilborg Arna Gissurardóttir
Keypti kvikmyndatökuvél
og sér ekki eftir því
VILBORG ARNA
GISSURARDÓTTIR