Fréttablaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 18
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18 Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Síðustu forvöð að kjósa! Kosningu til stjórnar VR kjörtímabilið 2014 – 2016 lýkur kl. 12:00 á hádegi á morgun 14. mars. Kosning er á Mínum síðum á www.vr.is Láttu þig málið varða og hafðu áhrif með því að kjósa! Forstjórar tveggja af stærstu íslensku sjávarútvegsfyrir- tækjum landsins, telja að stjórn- völd og Seðlabankinn haldi uppi óeðlilega sterku gengi krónunn- ar, sem dragi úr tekjum þeirra í íslenskum krónum. Þetta sögðu Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, og Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjarnar, í viðtali við fréttastofu Bloomberg í gær. Eiríkur sagði að gengi krónunnar væri falsað eftir að gjaldeyrishöft voru tekin upp á Íslandi árið 2008. „Við erum að nota gengi sem er óraun- hæft og dregur úr tekjum okkar í íslenskum krónum,“ sagði Eiríkur. Vilhjálmur sagðist efins um núverandi gengi krónunnar. „Seðlabankinn hlýtur einnig að vera efins, þar sem hann er til- búinn til að greiða hærra verð fyrir evruna á uppboði en það verð sem hún er skráð á opinber- lega,“ segir Vilhjálmur í viðtal- inu við Bloomberg. Í frétt Bloomberg var tekið fram að evran kostaði aðeins 155 krónur hérlendis en 239 krónur erlendis. Undir þetta tekur Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, sem segir sjávarútveginn gríðarlega háðan því hvert gengið á gjaldmiðlinum sé. „Við hljótum að leggja áherslu á að það sé rétt skráð,“ sagði Kolbeinn. Hann sagði hið tvöfalda skráða gengi krónunnar skapa ástand sem feli í sér gríðarlega mikla mis- munun eftir því hvort verið sé að búa til gjaldeyri í gegnum reglu- lega starfsemi, líkt og sjávarút- vegurinn gerir, eða þegar öðrum aðilum er hleypt inn í landið með krónur á allt öðru gengi. „Þetta er birtingarmynd þessara gjald- eyrishafta sem vonlaust er að búa við,“ sagði Kolbeinn sem kallar eftir skýrri stefnu stjórnvalda. „Það þarf að marka skýra stefnu í því hvernig á að aflétta þessum höftum þannig að allir sitji við sama borð og að gengi gjald- miðilsins sé rétt skráð. Stöðug- leiki þarf að ríkja til framtíðar í gjaldeyrismálum.“ Hafsteinn Gunnar Hauksson, hagfræðingur hjá greiningar- deild Arion banka, sagði í samtali við Fréttablaðið að krónan hefði sannarlega styrkst að undan- förnu, það sé að gerast eins og hreyfingar með krónuna hafa verið eftir að höft voru sett á, þá gerist það vegna undirliggjandi innflæðis og útflæðis af gjald- eyri sem hefur einkum með utanríkisverslun að gera. En um þessar mundir gæti einnig haft áhrif að greiðslubyrði innlendra aðila í erlendri mynt er almennt séð léttari í ár en í fyrra. „Seðlabankinn er búinn að vinna heilmikið á móti styrk- ingu krónunnar, hann er búinn að vera að kaupa gjaldeyri út úr bankakerfinu, frá viðskipta- vökum, þannig að hann er að leggjast gegn þessari styrkingu og safna sér í forðann um leið,“ sagði Hafsteinn. fanney@frettabladid.is Útvegsmenn ósáttir við of sterkt gengi krónunnar Forstjórar sjávarútvegsfyrirtækjanna HB Granda og Þorbjarnar segja stjórnvöld og Seðlabankann halda uppi óeðlilega sterku gengi krónunnar. Hagfræðingur Arion banka segir Seðlabankann þvert á móti vinna gegn styrkingu krónunnar. Bankinn hafi keypt gjaldeyri út úr bankakerfinu og safnað í eigin gjaldeyrisforða. HAFSTEINN G. HAUKSSON KOLBEINN ÁRNASON ÚTVEGSMENN Forstjórar HB Granda og Þorbjarnar segja gengi krónunnar draga úr tekjum fyrirtækjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hlutafjárútboð Sjóvár-Almennra trygginga hf. hefst 27. mars og stendur yfir til 31. sama mánaðar. Boðnir verða til sölu 366.279.829 hlutir sem samsvarar 23 prósent- um af útgefnum hlutum í félaginu. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, segir að það hafi legið fyrir af hálfu eigenda frá því þeir komu inn árið 2011 að þeir vildu fara með fyrirtækið á markað. „Það er mikil spenna af hálfu bæði stjórn- enda og starfsmanna fyrirtækisins enda mikil vinna sem liggur þarna að baki. Sú vinna er bæði gefandi og góð, í henni felst oft mikil nafla- skoðun. Allar áherslur hafa miðað að því undanfarið að innviðirnir væru eins og best er á kosið þegar við færum á markað. Nú er loksins komið að þessu og okkur líst bara mjög vel á þetta,“ sagði Hermann í samtali við Fréttablaðið í gær. Fjárfestum verða boðnar tvær áskriftarleiðir, tilboðsbók A, þar sem 10 prósent af útgefnu hlutafé stendur til boða. Þar verður fjár- hæð áskrifta á bilinu 100 þúsund krónur til 10 milljónir en öllum hlutum tilboðsbókarinnar verður úthlutað á sama verði, 10,7 til 11,9 krónur á hlut, sem jafngildir um 17-19 milljarða króna markaðsvirði. Tilboðsbók B inniheldur 13 pró- sent af útgefnu hlutafé, þar sem lág- marksverð er 11,9 krónur á hlut en hámarksverð er ekkert. Lágmarks- fjárhæð áskrifta verður 10.000.001 króna og verður hámarksáskrift í tilboðsbók B 9,99 prósent af útgefnu hlutafé félagsins. Þá verður öllum hlutum í tilboðsbók B einnig út- hlutað á sama verði. Skráningarlýsing Sjóvár var birt í gær og hlutafjárútboðið verður sem fyrr segir frá 27. til 31. mars. Niðurstöður verða birtar þann 3. apríl og Kauphöllin birtir í kjöl- farið svar við umsókn útgefanda um töku til viðskipta. Eindagi við- skiptanna verður þann 9. apríl og hlutirnir afhentir daginn eftir, þann 10. apríl. Fyrsti mögulegi viðskiptadagur með bréf í Sjóvá á aðalmarkaði Kauphallarinnar verður því þann 11. apríl 2014. - fbj 23 prósenta hlutur í Sjóvá verður boðinn til sölu: Sjóvá fer á markað eftir tvær vikur MIKIL SPENNA Bæði starfsmenn og stjórnendur Sjóvár eru spenntir fyrir skráningu félagsins á markað. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Mál slitastjórnar Glitnis gegn Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi stjórn- endum bankans, vegna Vafnings- málsins svokall- aða var fellt niður í Héraðs- dómi Reykjavík- ur í gær. Um var að ræða skaða- bótahluta máls- ins en Lárus og Guðmundur voru sýknaðir í Hæstarétti í febrúar vegna þess. Slitastjórnin hafði í skaða- bótahlutanum farið fram á að Lárus og Guð- mundur greiddu hátt í sextán milljarða króna en samþykkti í gær að greiða máls- kostnað mannanna að fjárhæð 1,5 milljónir fyrir hvorn. - sáp, sks Slitastjórn Glitnis banka: Felldu niður skaðabótamál Landsbankinn lauk í dag sölu á óverðtryggðum flokki sér- tryggðra skuldabréfa sem skráð- ur er í Kauphöllina. Samkvæmt tilkynningu frá bankanum var útgáfan, LBANK CB 16, stækkuð um 1,5 milljarða króna á ávöxtunarkröfunni 6,4 prósent. Áður hefur Landsbank- inn gefið út 1,92 milljarða króna í sama flokki og nemur því heildar- stærð flokksins 3,42 milljörðum. Stefnt er að því að bréfin verði tekin til viðskipta í Kauphöllinni þann 18. mars en Straumur fjár- festingabanki sinnir við- skipta- vakt. - fbj Sala Landsbankans: Stækka skulda- bréfaflokk LÁRUS WELDING GUÐMUNDUR HJALTASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.