Fréttablaðið - 13.03.2014, Side 20

Fréttablaðið - 13.03.2014, Side 20
13. mars 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Þegar nýtt þing kom saman í fyrra- sumar að loknum alþingiskosningum höfðu sumir þingmenn á orði að nú væri komið nýtt þing með mörgum nýjum þingmönnum og þörf væri á að breyta umræðuhefðinni í þingsal. Þessar hugmyndir skutu líka upp koll- inum í haust þegar þing kom saman á ný, en hvað gerist svo? Þingheimur er fallinn í sömu umræðuhefðina, en nú er sú breyting á að þeir sem þrösuðu mest þegar stjórn Jóhönnu var við völd, sitja nú við völd, en fyrrverandi stjórnar- meirihluti hefur að manni sýnist tekið upp nákvæmlega sömu vinnubrögðin og stjórnarandstaðan fyrir ári, – er það dapurlegt í meira lagi. Þið þingmenn verðið að gæta virðing- ar ykkar og færa umræðuhefðina upp á annað plan en okkur almenningi þessa lands, háum og lágum, hefur verið boðið upp á að undanförnu. Ég er ekki að tala um efnisatriði og afstöðu til einstakra mála, heldur hvernig þingmenn haga sér í þingsal. Mér finnst hlutverk háttvirts þingfor- seta, bæði nú og í fyrra hálf aumkunar- vert, svo ekki sé meira sagt. Það er eig- inlega sama hvað hann tekur til bragðs og sama hvað hann segir og reynir að bæta umræðuhefðina, – ekkert breytist – fólk fær meiri og meiri skömm á þinginu. Það verður bara að segja þetta eins og er. Þingmenn vísa oft til fjölmiðla þegar þessi mál ber á góma og kenna þeim um hvernig komið er með álit þjóðarinnar á háttvirtu Alþingi. Þeir ættu hins vegar að líta í eigin barm, því fjölmiðlar eru aðeins að spegla ástandið sem við þeim blasir í þingsölum, og reyndar getur almenningur nú á dögum fylgst nákvæmlega með hvað er gerast þar innan dyra, vegna beinna útsendinga frá Alþingi. Hafa þingmenn kannski ekki áttað sig á að fjöldi manna fylgist með umræðum á þinginu á degi hverjum, – ekki síst þegar von er á átökum um einstök mál? Fjölmiðlar reyna hins vegar eftir bestu getu að skýra frá því sem frétt- næmt er hverju sinni, og lái þeim sem hver sem vill. Alþingi í sama farið STJÓRNMÁL Kári Jónasson fv. fréttamaður ➜ Þingmenn vísa oft til fjölmiðla þegar þessi mál ber á góma og kenna þeim um hvernig komið er með álit þjóðarinnar á háttvirtu Alþingi. Þeir ættu hins vegar að líta í eigin barm... Ætlar þú að breyta um lífsstíl? Heilsulausnir Hentar einstaklingum sem glím offitu, hjartasjúkdóma og/eða s Námskeiðin hefjast mánudagin Mánud., miðvikud. og föstud. kl. 07:20, 12:00 eða 17:30 Kynningarfundur fimmtud. 13. ma Allir velkomnir www.heilsuborg.is a við ykursýki. n 24. mars rs kl. 18:30 Engin tjaldútilega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra átti afmæli í gær en þá fagnaði hann 39 ára afmæli sínu. Hann fékk fjöldann allan af afmælis- kveðjum á Facebook-síðu sinni frá vinum og vandamönnum. Sigmundur þakkaði pent fyrir sig og sagði að gott yrði að ná svolitlum tíma með fjölskyldu sinni á afmælisdaginn. Þá sagðist hann ætla að njóta síðasta ársins fyrir fertugt. Hann taldi þó að gefnu tilefni rétt að taka fram að sögu- sagnir um að hann hafi dvalið nætur- langt í tjald útilegu á Þingvöllum með Jóhönnu Sigurðar- dóttur og drukkið með henni uppáhaldskoníak Össurar Skarphéðinssonar ættu ekki við rök að styðjast. 1/45 Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði fram skrif- lega fyrirspurn til forsætisráðherra um styrkveitingar til menningar- minja. Styrkveitingar hans hafa verið nokkuð í umræðunni, en um virðist vera að ræða styrkveitingar þar sem engar formlegar umsóknir um styrki hafa legið fyrir. Brynhildur spyr meðal annars um verkreglur í ráðuneytinu um styrkveit- ingar og hvort þeim hafi verið fylgt. Þá spyr hún hvort styrkirnir hafi verið auglýstir og hvort jafnræðis- reglum hafi verið fylgt. Brynhildur vakti einnig athygli á því að hún hafi beðið um sérstaka umræðu um þetta mál fyrir um tveimur vikum en ráðherra hafi ekki mætt í slíka umræðu. Hún vakti athygli á því að ráðherrar brygðust almennt hratt og vel við beiðnum um sérstaka umræðu, en forsætisráðherra hefði aðeins mætt í eina af 45 slíkum umræðum síðan ný ríkisstjórn tók við. Ætli hann sé upptekinn í tjald- ferðalögum? fanney@frettabladid.is U ndarlegt mál, sem hófst með því að fyrrverandi ríkis- stjórn gekk á bak orða sinna gagnvart Má Guðmunds- syni seðlabankastjóra og lét lækka laun hans, hefur orðið furðulegra eftir því sem frá líður. Launalækkun Más var liður í almennri launa- lækkun ríkisforstjóra, samkvæmt þeirri misráðnu stefnu fyrri ríkisstjórnar að enginn ríkisstarfsmaður ætti að hafa hærri laun en forsætisráðherra. Ástæðan fyrir því að það var vitlaus stefna er að ríkið verður að vera samkeppnisfært um fólk sem er miklu hæfara, eftirsóttara og þar af leiðandi dýrara en flestir þeir sem setið hafa á stóli forsætis- ráðherra undanfarin ár. Gagn- vart nýráðnum seðlabankastjóra var ráðstöfunin enn sérkenni- legri en ella af því að ríkisvaldið, sem beitti sér fyrir launalækk- uninni, var nýbúið að semja við hann um mun hærri laun. Málshöfðun seðlabankastjórans gagnvart Seðlabankanum var svo enn ein furðulega og fordæmalausa vendingin. Dómstólar, bæði héraðsdómur og Hæstiréttur, komust hins vegar að þeirri niðurstöðu að ríkið hefði verið í fullum rétti að lækka laun seðla- bankastjórans eins og annarra ríkisforstjóra. Eftir að upplýst var að Seðlabankinn hefði greitt málskostnað Más vegna málarekstursins hafa Már og Lára V. Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, haldið því fram að um prinsippmál hafi verið að ræða, sem varðaði sjálf- stæði bankans; að mikilvægt hafi verið að fá úr því skorið hvort stjórnvöldum væri stætt á því að lækka laun seðlabankastjórans einhliða. Már Guðmundsson hefur réttilega bent á fordæmi fyrir slíku erlendis frá og að stjórnvöld gætu viljað klekkja á seðla- bankastjóra ef þau væru til dæmis óánægð með vaxtastefnuna. Það er vissulega mikilvægt að standa vörð um sjálfstæði Seðla- bankans, líka að þessu leyti. En í þessu tiltekna máli er ekki um það að ræða að aðgerð stjórnvalda hafi beinzt að seðlabankastjór- anum sérstaklega. Launalækkunin var almenn aðgerð, sem gekk jafnt yfir stóran hóp embættismanna og stjórnenda ríkisstofnana. Annað sem bendir til að þessi skýring sé eftirá- eða hentiskýr- ing, er sú leynd sem virðist hafa hvílt yfir ákvörðun bankaráðs- formannsins um að greiða málskostnað bankastjórans. Banka- ráðsmenn segjast ekki hafa vitað af henni og lögmaður bankans í málinu sem Már höfðaði vissi ekki af henni. Það sem er svo sýnu alvarlegast, er að þegar þáverandi fjármálaráðherra leitaði eftir svörum hjá bankanum til að geta upplýst Alþingi, greindi bankinn ekki frá ákvörðuninni um að greiða málskostnað bankastjórans, þrátt fyrir að hún hefði þá þegar verið tekin. Seðlabankinn hefur nú viðurkennt að sú upplýsingagjöf hafi verið „villandi“. Þetta mál er ekki smámál eða stormur í vatnsglasi, eins og Lára V. Júlíusdóttir orðaði það í Fréttablaðinu í gær. Það snýst um meðferð almannafjár og líka gegnsæi og traust í opinberri stjórnsýslu. Ef forsvarsmenn Seðlabankans voru svona vissir um að um mikilvægt prinsippmál væri að ræða, áttu ákvarðanir um að greiða málskostnað bankastjórans að sjálfsögðu að vera opinberar. Pukrið gefur hins vegar til kynna að þeim hafi ekki liðið vel með þær. Undarlegt launamál verður enn furðulegra: Prinsipp og pukur í Seðlabankanum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.