Fréttablaðið - 13.03.2014, Side 21

Fréttablaðið - 13.03.2014, Side 21
FIMMTUDAGUR 13. mars 2014 | SKOÐUN | 21 Kæri Illugi. Ég tel mig hafa dottið niður á allsherjarlausn á vandamálum íslenska menntakerfisins. Ég vona að þú fyrtist ekki við, að illa launuð framhalds- skólakennslukona úti á landi, ókjörin til þingsetu og óbreyttur þegn hafi orðið þér fyrri til. Lausnin er mjög ein- föld. Hún felst í því, að þú gerir starfslokasamn- ing við alla framhaldsskólakenn- ara 60 ára og eldri. Ég er ekki að tala um útbólgna starfsloka- samninga í anda hvítflibbaræn- ingjanna sem keyrðu bankana í þrot og stýrðu þjóðarskútinni á sker. Mín hugmynd rúmast innan almenna tugakerfisins sem óbreyttir þegnar landsins lifa og hrærast í. Hún gengur út á, að hver kennari fengi hálfa milljón í mánaðarlaun til ævi- loka fyrir að hætta kennslu. Og það strax. Upphæðin yrði auðvi- tað að vera tengd við allar mögu- legar og ómögulegar vísitölur, vera verðtryggð í bak og fyrir, með belti og axlabönd, svo verð- bólgan éti ekki upp hverja krónu strax á fyrstu önn starfsloka. Eins og þú veist er kennara- stéttin í framhaldsskólunum orðin nokkuð öldruð og starfs- lokasamningurinn myndi losa um fjölmargar stöður. Þá væri lag að skera eitt skólaár ofan af framhaldsskólanum og fækka kennurum. Þið þríeykið, þú, SDG og BB gætuð gert stöður þeirra verulega eftirsóknarverð- ar með því að hækka kennara- launin svo um munar. Annað er hreinn ómöguleiki. Myndarleg hækkunin myndi laða að skólunum ungt, frískt og drífandi fólk, alið upp á tækniöld við tölvuleiki. Flugur steinrotaðar Með þessu móti yrðu margar flugur stein- rotaðar í einu höggi. Kennarastarfið yrði aftur eftir sóknarvert og launað í samræmi við menntun, eðli og mikil- vægi starfsins og skóla- kerfinu yrði loksins fleytt inn í upplýsinga- og tækniveröld 21. aldarinnar. Nemendur þyrftu ekki lengur að velta því fyrir sér hvort risaeðlur hefðu verið uppi á unglingsárum kennara þeirra. Þeir myndu ekki hætta í skóla vegna leiðinda yfir gamaldags og hallærislegum kröfum um læsi og ritfærni. Upplýsinga- og tæknivæðing menntakerfisins myndi gjörbylta skólaumhverfinu og kennsluhátt- um. Skólahúsnæði yrði næstum óþarft þannig að rekstur þess yrði ekki lengur byrði á ríki og sveitarfélögum. Autt húsnæðið mætti nota sem fangelsi, sem stöðugur skortur er á í seinni tíð, einhverra hluta vegna, og sem elli- og hjúkrunarheimili fyrir alla eldri borgara þessa lands sem glötuðu ævisparnaði sínum í bankahruninu. Starfslokakennararnir, aldraðir en frískir og sprækir, enda með hálfa milljón á mán- uði til æviloka, yrðu síður til vandræða innan velferðarkerfis- ins; horrim og eymd myndu ekki gera þá að þungum bagga, hvorki hjá félagsmálayfirvöldum né innan heilbrigðisgeirans. Miklir fjármunir Með þessa miklu fjármuni milli handanna – hálf milljón á mán- uði eru miklir fjármunir í höndum kennara, skal ég segja þér Illugi – gætu þeir líka orðið öflug orku- sprauta inn í verslun og þjónustu. Þeir gætu farið að eyða í ýmislegt, bæði þarft og óþarft, sem myndi hjálpa til við að koma hinum marg- umtöluðu hjólum efnahagslífsins í gang í því vesæla og einangraða kotsamfélagi sem þú og þínir eru að undirbúa að skapa okkur til framtíðar hér á hjara veraldar. Ég fæ ekki betur séð en að þessi lausn yrði til hagsbóta fyrir alla, ekki bara fyrir menntakerfið heldur samfélagið allt. Allir vinna, allir græða. Við gætum kannski meira að segja náð svo langt að aflétta gjaldeyrishöftunum og þannig notað starfslokalaunin, vísitölutengd og verðtryggð í bak og fyrir, til að flytja á suðrænni slóðir. Jafnvel innan Evrópusam- bandsins. Hvað finnst þér, kæri Illugi? Er þetta framfylgjanlegt? Fyndist þér frekt ef ég færi fram á einkarétt á lausninni og einhverja þóknun fyrir að hafa dottið ofan á hana? Greidda í gjaldeyri, að sjálfsögðu. Með bestu kveðjum og von um skjót svör. Bréf til Illuga Samkvæmt fjölmiðlum, RÚV, Stöð 2 og Frétta- blaðinu, lofuðu formenn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknar fyrir alþingiskosn- ingarnar 2013 að þjóðar- atkvæðagreiðsla yrði um hvort halda ætti viðræðum við ESB áfram. Ekki var minnst á að slíta bæri þessu viðræðuferli. Eftir kosn- ingarnar endurtóku bæði Bjarni Ben. og Sigmundur Davíð (Laugarvatni 22. maí 2013) þetta fallega loforð. Á vefnum Vísi.is segir Gunnar Bragi að Framsóknarflokkurinn hafi ekki gefið nein loforð um þjóð- aratkvæðagreiðslu á þessu kjör- tímabili. Einungis hafi verið um að ræða þjóðaratkvæðagreiðslu ef Framsókn lenti í stjórn með Evrópusinnuðum flokki til að hafa þannig hemil á honum. Þetta átti að vera varnagli gegn gallhörðum aðildarsinnum Samfylkingarinnar, eins og Frosti Sigurjónsson hafði á orði. Hér vandast nú málið fyrir ykkur framsóknarmenn, því hvers vegna var þá Sigmundur Davíð að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál eftir kosningar, þegar fyrir lá að Samfylkingin yrði ekki með Framsókn í ríkisstjórn heldur Sjálfstæðisflokkurinn? Stenst engan veginn Staðreyndin er því að sjálfsögðu sú, að þessi varnaglakenning ykkar stenst engan veginn og er með ein- dæmum fáránleg í þokkabót. Gátuð þið ekki fundið eitthvað aðeins trú- verðugra en þessa endemis þvælu? Varðandi sannfæringu þing- manna við atkvæðagreiðslur á Alþingi, sem Gunnar Bragi dregur mjög í efa, þá er afar eðlilegt að spyrja hann um eftirfarandi vegna grein- ar Inga F. Vilhjálmssonar í helgarblaði DV: 1) Hversu mikinn þátt spilar sannfæring Þórólfs Gísla- sonar, fyrrverandi yfir- manns þíns, í ákvarðana- töku þinni á hinu háa og virðulega þjóðþingi okkar Íslendinga? 2) Eru lætin og yfirgangurinn í þér varðandi slitatillöguna nokkuð vegna sérstakrar hagsmunagæslu í þágu hins volduga kvótakóngs á Sauðárkróki? Að lokum vil ég geta þess að framlagningin á þingsályktuninni um slit á viðræðum við ESB í miðri umræðu um skýrslu Hagfræði- stofnunar Háskólans var alls ekki sjálfsögð og eðlileg eins og Gunnar Bragi hélt fram. Þetta athæfi hans var ekki aðeins fautaskapur, heldur einnig algjör rökleysa, því að þessi skýrsla átti að vera grundvöllur fyrir málefnalegri umræðu á þing- fundum og síðan átti að taka málið fyrir í þingnefnd, þar sem sér- fræðingar yrðu kallaðir til að veita þingmönnum svör við spurningum þeirra. Þetta þýðir að ákvörðunin um slitin var tekin áður en forsend- ur fyrir henni lágu fyrir og þar af leiðandi var hér um að ræða óhóf- lega valdbeitingu vegna ótta við óhagstæðar niðurstöður um skýrsl- una og til þess að ljúka þessu máli, áður en hin stórhættulega skýrsla frá Alþjóðastofnun Háskóla Íslands birtist. Varnaglar og valdbeiting➜ Hvað fi nnst þér, kæri Illugi? Er þetta framfylgjan- legt? Fyndist þér frekt ef ég færi fram á einkarétt á lausninni og einhverja þóknun fyrir að hafa dottið ofan á hana? Greidda í gjald- eyri, að sjálfsögðu. EVRÓPUMÁL Tryggvi Gunnarsson kennari KJARAMÁL Jórunn Tómasdóttir framhaldsskóla- kennari ISUZU D-MAX ER EINN HAGKVÆMASTI OG STERKASTI PALLBÍLL SEM UM GETUR EYÐSLA AÐEINS 7,4 l/1OO km* • • • • • • • • • E N N E M M / S ÍA / N M 6 17 7 8 – * M ið a st v ið b e in sk ip ta n b íl í b lö n d u ð u m a k st ri . BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.