Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.03.2014, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 13.03.2014, Qupperneq 22
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Stuðningur við landbúnað- inn er með tvennum hætti, beingreiðslur til bænda og tollvernd. Ríkisvaldið gerir samninga við bænd- ur þar sem meðal annars er kveðið á um beinan stuðning við framleiðslu mjólkur, kindakjöts og nokkurra tegunda græn- metis. Útgjöld ríkissjóðs vegna beingreiðslna nema 11,8 milljörðum króna á þessu ári sem er um 2% af heildarútgjöldum ríkisins. Upp- hæðin er ámóta og ríkið greiðir í vaxtagjöld af lánum í tæpa tvo mánuði. Fyrir þessa fjármuni fá neytendur innlendar búvörur á góðu verði og bændum er gert kleift að útvega hráefni í umsvifa- mikinn matvælaiðnað sem skapar fjölda fólks atvinnu um allt land. Meira en krónur og aurar Stuðningur við landbúnað gerir okkur mögulegt að viðhalda byggð og atvinnu um mestallt Ísland. Bændur eru mikilvægur hlekkur í byggðastefnu landsins. Þeir eru vörslumenn lands, byggja sveitirn- ar og nýta landsins gæði. Það væri lítt eftirsóknar vert að ferðast um sveitirnar ef ekkert væri fólkið eða búsmalinn. Í menningarlegu tilliti á landbúnaðurinn langa sögu. Stór hluti þess að reka ferða- þjónustu í landinu byggir á því að sveitirnar séu í byggð og að þar sé grundvöllur fyrir nauðsyn- legri þjónustu. Má þar nefna vega- kerfi, fjarskipti, björgunarsveitir og aðgang að rafmagni og heitu og köldu vatni. Í umræðu um styrki til landbúnaðarins er mikil- vægt að minna á það að allar þjóðir, sem við berum okkur saman við, styðja við sinn landbúnað. Margar þjóðir líta á það sem metnaðarmál og sjálf- sagðan hlut af því að vera sjálfstæð þjóð að fram- leiða eins mikinn mat og náttúrulegar aðstæður leyfa. Tollverndin skiptir máli Hinn angi stuðnings við landbún- að felst í því tollaumhverfi sem hér er við lýði. Þar ákvarðar ríkisvald- ið tolla sem lagðir eru á nokkrar búvörur. Einkum er að ræða mjólk- urvörur, kjötvörur og blóm. Einnig nýtur útiræktað grænmeti eins og gulrófur og kartöflur tollverndar þegar íslenska framleiðslan annar eftirspurn. Þegar íslensku vörurn- ar eru ekki til, eru erlendu vörur- nar fluttar til landsins án tolla. Bændur hafa ekki lagst gegn breyt- ingum á fyrirkomulagi tollverndar en jafnframt lagt áherslu á að tollar séu ekki lagðir niður einhliða. Lægra hlutfall Íslendingar verja lægra hlutfalli útgjalda sinna í mat en margar aðrar þjóðir. Samkvæmt tölum Eurostat voru útgjöld neytenda á Íslandi til matvörukaupa 13% af heildarútgjöldum árið 2013. Aðeins átta lönd á EES-svæðinu eru með lægra hlutfall. Meðaltalið innan ESB er 14%. Við eyðum lægra hlut- falli af útgjöldum okkar í mat en Svíþjóð, Finnland, Kýpur, Frakk- land, Belgía, Ítalía og Noregur svo dæmi séu tekin. Verðlag er hlut- fallslega hátt hérlendis á brauði, innfluttum ávöxtum, grænmeti og kornvörum. Vörur sem í flest- um tilvikum bera enga tolla. Þetta segir okkur að verslun á Íslandi er einnig kostnaðarsöm atvinnugrein og vitað er að framlegð í þeirri grein er góð. Sóknaráætlun fyrir landbúnað Bændur eru alltaf tilbúnir til þess að ræða breytingar á starfsskil- yrðum greinarinnar. Á nýliðnu búnaðar þingi var áréttaður vilji bænda til þess að fara yfir það með stjórnvöldum hvað hefur tekist vel og hvað miður í landbúnaði á síð- ustu árum. Samtökin hafa ályktað á þá leið að unnin verði sóknaráætlun fyrir landbúnað í samvinnu bænda og stjórnvalda. Landbúnaðarráð- herra hefur sagt að settur verði á fót starfshópur sem hafi það hlut- verk að móta tillögur um aukna matvælaframleiðslu á Íslandi. Það er allra hagur að fram- leiðsluumhverfi landbúnaðarins sé með þeim hætti að hægt sé að stunda kraftmikinn landbúnað hér á landi. Tækifæri í matvæla- framleiðslu á Íslandi eru mörg og við eigum að nýta þau til að skapa meiri velsæld. Þeir sem kjósa að tala með þeim hætti um landbún- að eins og hann sé baggi á þjóðinni og skipti ekki máli verða að svara þeirri spurningu hvort við eigum yfir höfuð að byggja sveitirnar, draga saman seglin í búvörufram- leiðslu og treysta á aukinn innflutn- ing matvæla. Er það raunverulegur vilji almennings? Í hverju felst stuðningur við landbúnaðinn? LANDBÚNAÐUR Sindri Sigurgeirsson formaður Bænda- samtaka Íslands Mikil umræða hefur nú verið, eins og oft áður, um landbúnað og styrkjaumhverfið sem hann býr við. Þar hefur farið mikinn Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, og talar um íslenska bændur á fram- færi skattgreiðenda við að mjólka og smala kindum. Þó svo að ríkis- styrktur landbúnaður tíðkist um allan heim. En svo er önnur skemmtileg umræða sem skýtur oft upp koll- inum. Styrkir til menninga og lista. Andstæðingar þeirra styrkja hrópa hátt og snjallt að þeir sem geti ekki selt sína vöru, listina, og lifað af því eigi bara að finna sér eitthvað annað að gera. Landbúnaður + Menning Ég vil meina að þessir tveir hlut- ir, styrkir til landbúnaðar og styrkir til menninga og lista, séu í raun sami hluturinn. Þó að mér finnist að framlög til menninga og lista mættu vera enn meiri. Allt snýst þetta um að tryggja og styrkja stoðir íslenskrar framleiðslu. Hvort tveggja er nefnilega nauðsynlegt okkar samfélagi. Mönnum er oft tíð- rætt um matvælaöryggi, og að sama skapi tel ég að tryggja þurfi menningaröryggi okkar Íslendinga. Raunveruleiki þessa máls er ekki svo ferkantaður að hann sé einfaldlega hægt að útskýra með hagfræðilíkani. Það er kannski þess vegna sem hann er sumu fólki svo torskilinn. Í raun lít ég ekki á þessi fram- lög ríkisins sem styrki. Mér fyndist réttara að tala um þetta sem niðurgreiðslur til neytenda. Ef ekki kæmu til þessi fram- lög ríkisins væru þessar vörur þeim mun dýrari. Þetta er lykil- atriði, sem ég held að margir sjái ekki. Ef beingreiðslur til bænda væru ekki greiddar, þá þyrftu neytendur að borga hærra verð fyrir kjötið og mjólkina í búð- inni. Eða þá að þessi framleiðsla myndi lognast út af. Sjálfsagt getur fólk spurt sig: „En þurfum við virkilega á þessu að halda?“ Við gætum alveg flutt inn þann mat sem við þurfum.Við getum meira að segja flutt inn menningu og list. Það væri kannski auðveldasta leiðin. Sem er sjaldnast sú rétta. Þetta snýst um það hvort við viljum tryggja íslenska fram- leiðslu og fjölbreytt samfélag. Sem ég vona að flestir vilji. Af landbúnaði og listum STYRKIR Einar Freyr Elínarson bóndi ➜ Ef beingreiðslur til bænda væru ekki greiddar, þá þyrftu neytendur að borga hærra verð fyrir kjötið og mjólkina í búðinni. Eða þá að þessi framleiðsla myndi lognast út af. E N N E M M / S IA • N M 6 16 3 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.