Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 26
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26
Hjá Reykjavíkurborg starfa
rúmlega þrjátíu sálfræðingar
sem sinna sérfræðiþjónustu við
leik- og grunnskóla borgarinnar
á þjónustumiðstöðvum Reykja-
víkurborgar. Starfið er afar
margbreytilegt en felur í megin-
dráttum í sér skimun, greiningu,
ráðgjöf, fræðslu, stuðning, hóp-
meðferð, eftirfylgd og aðra
aðkomu vegna vanda barna í
leik- og grunnskólum.
Þjónustumiðstöðvar borgar-
innar eru opnar öllum íbúum
og þangað geta allir foreldrar
og starfsfólk sent inn erindi
þegar áhyggjur af barni vakna.
Á þjónustumiðstöðvunum er
hvert erindi metið vandlega enda
mikil vægt að þau séu afgreidd
með réttum hætti. Stundum
þarf tiltölulega lítið að gera til
að leysa vanda en oft á tíðum er
um mjög flókin mál að ræða sem
krefjast mikillar sérfræðiþekk-
ingar sálfræðinga. Unnið er í
nánu samstarfi við barnið, for-
eldra, starfsfólk skóla, ýmsa sér-
fræðinga og aðra oft yfir mjög
langan tíma. Stundum þarf að
vísa máli barnsins áfram t.d. á
Greiningarstöð ríkisins, Barna-
og unglingageðdeild, Þroska-
og hegðunarstöð, til sjálfstætt
starfandi barnalæknis eða á
aðrar viðkomandi stofnanir.
Greiningar og stuðningur
Sálfræðingar sinna einnig
endur mati vegna barna sem
þegar hafa fengið greiningu en
þurfa endurmat á einkennum
sínum að vissum tíma liðnum
eða vegna beiðni ýmissa aðila
svo sem annars fagfólks. Grein-
ingar á hegðunarvanda og geð-
rænum vanda barna og unglinga
eru alltaf töluvert í umræðunni
og ekki að ósekju. Þær eru tíma-
frekar enda þarf mjög að vanda
til verka og margir að koma að.
Ekki er nóg að greina vanda
barnsins því mestu máli skiptir
fyrir barnið sjálft að það fái rétt-
an stuðning í kjölfarið. Vönduð
og ítarleg greining á flóknum
vanda er forsenda þess að hægt
sé að veita barninu sem besta
viðeigandi þjónustu í kjölfarið en
oft er hægt að styðja börn með
almennari leiðum þangað til hún
liggur fyrir.
Í báðum tilvikum sinna sál-
fræðingar í sérfræðiþjónustu
mikilvægu og víðtæku ráðgjafar-
hlutverki fyrir hina ýmsu aðila
eins og starfsfólk skóla, for-
eldra og börnin sjálf. Einnig sjá
sálfræðingar um að halda hóp-
námskeið fyrir börn og foreldra
þeirra til þess að veita fræðslu
og hópmeðferð vegna ýmiss
konar vanda eins og til dæmis
kvíða eða þunglyndi eða kenna
gagnreyndar uppeldisaðferðir.
Sálfræðingar sinna einnig
mörgum bráðamálum í hverjum
mánuði þar sem bregðast þarf
tafarlaust við vegna alvarlegs
vanda unglinga eða barna. Sá
vandi gæti t.d. stafað af ýmiss
konar áhættuhegðun, neyslu,
sjálfsskaða, slakri skólasókn
eða áföllum. Þetta eru einungis
helstu verkefni okkar því ekki
er hægt að telja þau öll upp í svo
stuttum pistli.
Gífurleg aukning mála
Við sem störfum við sérfræði-
þjónustu gegnum afar fjöl-
breyttu og skemmtilegu starfi.
Eins og víða hefur álag í starfi
okkar aukist verulega undan-
farin ár, fjöldi mála hefur
aukist gífurlega, fleiri mál
eru mjög alvarleg, krafan um
sífellt víðtækari sérfræðiþekk-
ingu eykst stöðugt og í kjölfar
þess að aðrar stofnanir hafa
takmarkað aðgengi að sér hefur
álagið aukist á okkur sem störf-
um í framlínunni. Við gerum
okkur grein fyrir því að ábyrgð
okkar er gríðarleg enda erum
við oft fyrsti sérfræðingurinn
sem kemur að máli barnsins,
greinir vanda þess og höfum
úrslitaáhrif um afdrif þess. Það
getur haft ómæld áhrif á far-
sæld og lífshlaup þess barns og
fjölskyldu þess sem við veitum
þjónustu hverju sinni.
Þessi mikla ábyrgð og flókið
hlutverk okkar er því miður í
hrópandi ósamræmi við það
sem við fáum greitt fyrir störf
okkar og það þykir okkur mjög
miður. Það hefur leitt til þess að
gott og reynslumikið fólk hefur
horfið frá störfum hjá Reykja-
víkurborg til annarra og betur
launaðra starfa. Þessu viljum
við breyta. Við viljum að laun
okkar endurspegli það mikil-
væga hlutverk sem við gegnum
þannig að í þessi vandasömu
störf veljist einungis afar hæft
fólk sem getur unað hag sínum
vel um langa tíð í öflugri stétt
sálfræðinga við sérfræðiþjón-
ustu skóla.
Við eigum að bjóða börnunum
okkar upp á það besta sem völ
er á. Þau eru framtíðin og það
er okkur öllum í hag að sú fram-
tíð verði sem björtust.
Hvað gera sálfræðingar sem
starfa í sérfræðiþjónustu?
„Ertu með áhættumat
fyrir verkið,“ spurði
ég málarann sem var
að fara að mála þakið
hjá mér“. „Áhættumat?
Ég kann ekki að gera
áhættumat“, sagði hann.
„Jú, víst, þú ert alltaf að
gera áhættumat“. „Hvað
áttu við?“ „Þegar þú
ferð í sumarbústaðinn
þinn fyrir austan fjall,
þá gerir þú áhættumat
mörgum sinnum á leið-
inni í huganum. Þegar þú tekur
fram úr næsta bíl þá gerir þú
áhættumat, þú metur hættuna
af ástandi vegarins, bílnum sem
kemur á móti, aðliggjandi vega-
mótum og farartækjum sem
koma á eftir þér. Þegar þú hefur
fullvissað þig um að líkurnar
á því að þú komist heill fram
úr bílnum eru yfirgnæfandi þá
framkvæmir þú aðgerðina. Ef
ekki þá hættirðu við. Þetta er
áhættumat“. „Já, þú meinar.“
Þessi tilbúna saga hér að
ofan er sögð til að sýna fram
á að einfaldasta slysavörnin,
gerð áhættumats, er ekki flókin
aðgerð. Telja má fremur ólíklegt
að áhættumat sé gert fyrir við-
haldsvinnu í heimahúsum eða
öryggismál yfir höfuð rædd í
því samhengi. Oft eru þeir sem
vinna á þessum vettvangi ein-
yrkjar eða fyrirtæki
með fáa starfsmenn
sem ekki eru vön því að
gera áhættumat starfa. Í
Reglum 547/1996 segir:
„Verkkaupi, skal ,…,
gera ráðstafanir sem
tryggja að við fram-
kvæmd verksins verði
unnt að gæta fyllsta
öryggis.“ Athuga ber að
það er ekkert í lögum
og reglum sem undan-
skilur verkkaupa frá
þessum reglum í þeim tilvikum
sem verktakavinna fer fram á
persónulegri eign verkkaupa
eins og t.d. íbúðarhúsi.
Siðferðisleg skylda
En hvaða kröfur gerum við sem
verkkaupar þegar við erum að fá
einhvern til að vinna fyrir okkur
verk sem felur í sér margvísleg-
ar hættur? Ef það er svona lítið
mál að gera áhættumat af hverju
er það þá ekki gert? Nú er það
auðvitað svo að almenningur er
ekki sérfróður um öryggismál
og getur í mörgum tilfellum ekki
metið hvort öryggisráðstafanir
eru fullnægjandi.
Hins vegar er það oft svo aug-
ljóst mál að ekki er rétt staðið
að framkvæmdum að hver leik-
maður getur séð að hér er ekki
allt í lagi. Hver kannast ekki við
að hafa séð ótrygga stiga eða
vinnupalla samsetta af van-
efnum einhvers staðar þar sem
vinna við íbúðarhúsnæði fer
fram? Hvað gerist ef verktaki
sem er að vinna í heimahúsi
slasast við vinnu sína? Ef í ljós
kemur að allar öryggisreglur
hafa verið brotnar við vinnuna
og verkkaupi hefur látið undir
höfuð leggjast að krefjast þess
af verktaka að lágmarkskröfum
um öryggi hafi verið sinnt, hver
er þá ábyrgð verkkaupans? Mér
vitandi hafa engir dómar fallið í
slíkum málum en það er kannski
bara tímaspursmál hvenær það
gerist.
Það er siðferðileg skylda
okkar að láta vita ef við verðum
vitni að því að augljóslega er
verið að vinna á óöruggan hátt
og skiptir þá ekki máli hvar sú
vinna fer fram. Vinnueftirlitið
getur ekki verið með sína eftir-
litsmenn alls staðar en það er
hægt að hringja inn til þeirra
ef við verðum vitni að slíkum
vinnubrögðum og láta vita.
Munum að slíkt símtal getur
bjargað mannslífi.
Vinnuslys í heimahúsum
Náttúruvitund og nátt-
úruvernd hefur tekið
stórstígum framförum á
undanförnum áratugum.
Umhverfismál eru inn í
dag – ofarlega eða jafnvel
efst í umræðunni. Þrátt
fyrir það veita því fáir
athygli hve miklum skaða
maðurinn veldur í náttúru
og lífríki með athöfnum
sínum í dýraeldi. Það er
þegjandi samkomulag um
að þegja um slíkt, þegjandi
samkomulag um að vera
óupplýst, þegjandi samkomulag
um að loka augum fyrir því sem
fram fer í eldisbúum landsmanna.
Margir eru illa að sér um
umhverfi, náttúru og dýralíf, eru
óupplýstir og ólesnir, sjá ekki og
heyra ekki, er einfaldlega sama –
láta sér örlög náttúru og dýralífs
í léttu rúmi liggja. Svo eru aðrir
sem eru upplýstir en vilja ekki
vita, vilja ekki spilla matarlystinni.
Heitfengir náttúruverndarsinnar
láta sig dýravelferðarmál jafn-
vel engu skipta. Telja fyrirhafnar-
minna að bera umhyggju fyrir
hinni dauðu náttúru en þeirri lif-
andi og ekki líklegt að sá sem er
áhugasamur um vernd sanda og
mela þurfi að fórna nokkru af „lífs-
ins lystisemdum“ vegna hugsjóna
sinna, þurfi að breyta neysluvenj-
um sínum, þurfi að huga að því
skaðræði sem hann veldur í dýra-
ríkinu, þurfi að kljást við nagandi
samviskubit vegna umhverfishegð-
unar sinnar. Slíkir eru viljandi
óupplýstir um aðstæður eldisdýra.
En baráttan gegn óásættanlegri
meðferð dýra í eldisiðnaðinum
snýst ekki eingöngu um dýravel-
ferð, umhverfismál spila þar stóra
rullu. Veit hinn óupplýsti það? Veit
hinn óupplýsti að það kostar tíu
kaloríur að framleiða eina kaloríu
í dýraafurðum, t.d. kjöti? Veit
hinn óupplýsti að 18% þeirra loft-
tegunda sem valda gróðurhúsa-
áhrifum verða til við framleiðslu
dýraafurða sem er meira en öll
samgöngu- og flutningskerfi spúa
frá sér? Og þá er allt með talið,
bílar, lestar, skip, flugvélar, vinnu-
vélar, já bara öll samgöngu- og
flutningskerfi leggja einungis til
13% þeirra mengandi lofttegunda
sem valda gróðurhúsaáhrifum á
móti þeim 18% sem framleiðsla
dýraafurða gerir. Samt er lögð
megin áhersla á að draga úr meng-
andi útblæstri í samgöngum.
Grimmd og skeytingarleysi
Með tilliti til skaðlegra umhverfis-
áhrifa eldisiðnaðarins, þ.e.
vegna mengunar, gríðar-
legrar vatnsnotkunar og
umfangs ræktarlands, sem
nú þegar er takmarkað,
er líklegt að innan næstu
100 ára verði allt nauðeldi
dýra (e. Intensive Factory
Farming) bannað í okkar
heimshluta og að innan 150 ára
verði neysla dýraafurða að mestu
aflögð af siðferðisástæðum. Nú
þegar er til tækni sem gerir kleift
að framleiða hluta þeirra afurða
sem fást með dýraeldi og innan
næstu 50 ára er líklegt að hægt
verði að framleiða allar slíkar
afurðir án milligöngu dýranna
blessaðra hvort sem það er í nauð-
eldi eða hefðbundnum landbúnaði.
Þar fyrir utan mun aukin fræðsla
um skaðsemi nauðeldis og illa
meðferð dýra valda því að neyt-
endur munu rísa upp og andmæla
þeirri ósiðlegu og óboðlegu skelf-
ingariðju sem þar er stunduð. Í
opnum og lýðræðislegum upplýs-
ingasamfélögum framtíðar mun
hægt og bítandi verða flett ofan af
þeim ósóma sem fram fer í eldis-
iðnaði og hann opnaður upp á gátt
svo allir megi sjá það sem þar fer
fram.
Umhverfis- og náttúruverndar-
fólki er tíðrætt um umhyggju sína
fyrir komandi kynslóðum, ekki
megi rýra möguleika þeirra til að
njóta þeirrar „óspilltu“ náttúru
sem núlifandi kynslóðir njóta. Ekki
er síður ástæða fyrir umhverf-
is- og náttúruverndarfólk að hafa
áhyggjur af því hvað komandi
kynslóðir muni segja um skaðlega
umhverfishegðun núlifandi kyn-
slóða, t.d. vegna þeirrar stórfelldu
mengunar sem stafar frá eldis-
iðnaði. Eitt er víst, sú illa meðferð
dýra sem nú er tíðkuð í nauðeldi
með þegjandi samþykki fjöldans
mun ekki njóta velþóknunar kom-
andi kynslóða. Til þess er með-
ferð dýranna of vægðarlaus og
grimmdarleg. Að óþörfu eru þau
varnarlaus látin þola ólýsanlega
áþján og kvalræði til þess eins að
svala nautnahyggju núlifandi kyn-
slóða með lágmarks tilkostnaði. Í
því samhengi munu komandi kyn-
slóðir líta með hryllingi og skömm
til skefjalausrar grimmdar og
skeytingarleysis núlifandi kyn-
slóða.
Þeir óupplýstu
Heilmikið hefur verið
rætt og ritað um ýsu-
vandamál smábáta.
Vandinn er öllum ljós
en minna er um lausnir.
Samtök smærri útgerða,
SSÚ, hafa ítrekað rætt
um leiðir sem leyst geta
þennan vanda. Þar er
m.a. um að ræða svokall-
aða ígildaleið.
Ígildaleiðin þýðir í
raun enga breytingu á
úthlutun á veiðiheim-
ildum frá því sem er í
dag. Línubátar geta hins vegar
veitt þann fisk sem er til staðar
á þeirra heimamiðum og ígildi
aflans reiknuð eftir hverja lönd-
un. Það eru nú þegar notaðir
ígildisstuðlar fyrir allan fisk og
miðað er við að þorskur sé eitt
ígildi. Síðan eru ígildi tegunda
reiknuð út frá verðmæti á
hverju fiskveiðiári, nú er ýsa
t.d. 1,15 þorskígildi, skötuselur
1,98, ufsi 0,82 og steinbítur 0,95
svo nokkrar tegundir séu nefnd-
ar. Þannig að ef veidd eru eftir
ígildaleið 100 kg af ýsu þarf að
leggja til 115 kg þorskkvóta.
Ég tel hættuna á ofveiði ein-
hverra tegunda hverfandi þó að
ígildaleiðin væri farin. Ígilda-
leiðin myndi öllu heldur
endurspegla ástandið á
miðunum hverju sinni
og gæti verið góð viðbót
í gagnagrunn Hafrann-
sóknastofnunar og styrkt stofn-
unina til að meta ástand fiski-
stofna hverju sinni.
Ýsuvandamál smábáta er
mikið og getur haft alvarleg
áhrif á útgerð þeirra. Nú skiptir
máli að bregðast við ástandinu,
sjá tækifærin sem eru fyrir
hendi og nýta þau. Ígildaleiðin
er góður kostur í stöðunni og vel
þess virði að láta á hana reyna.
Ígildaleiðin er umhverfis-
væn, sýnir vel stöðu og
breytingar á fiskistofnum á
hverju svæði fyrir sig og engum
er betur ljóst og treystandi en
smábátasjómönnum, hversu
nauðsynlegt er að ganga vel um
fiskimiðin sem þeir sækja.
Ígildaleiðin ÖRGGISMÁL
Kristján
Kristinsson
öryggisstjóri
Landsvirkjunar
➜ Hvað gerist ef verktaki
sem er að vinna í heimahúsi
slasast við vinnu sína?
➜ Heitfengir náttúru-
verndarsinnar láta
sig dýravelferðarmál
jafnvel engu skipta.
➜ Ýsuvandamál
smábáta er mikið og
getur haft alvarleg
áhrif á útgerð þeirra.
Nú skiptir máli að
bregðast við ástand-
inu.
➜ Þessi mikla ábyrgð og
fl ókið hlutverk okkar er því
miður í hrópandi ósamræmi
við það sem við fáum greitt
fyrir störf okkar og það
þykir okkur mjög miður.
Það hefur leitt til þess að
gott og reynslumikið fólk
hefur horfi ð frá störfum hjá
Reykjavíkurborg til annarra
og betur launaðra starfa.
Þessu viljum við breyta. Við
viljum að laun okkar endur-
spegli það mikilvæga hlut-
verk sem við gegnum.
SAMFÉLAG
Edda Sif
Gunnarsdóttir
Kristbjörg
Þórisdóttir
Sandra Guðlaug
Zarif
Tryggvi
Ingason
fyrir hönd sálfræðinga í sérfræðiþjónustu skóla hjá Reykjavíkurborg
SJÁVARÚT-
VEGUR
Bárður Guð-
mundsson
formaður Samtaka
smærri útgerða
DÝRAVERND
Óskar H.
Valtýsson
félagi í Dýra-
verndarsambandi
Íslands