Fréttablaðið - 13.03.2014, Side 34
KYNNING − AUGLÝSINGFermingar FIMMTUDAGUR 13. MARS 20142
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000. Forsíðumynd: Daníel Rúnarsson.
Ritstjórn: Vera Einarsdóttir, Sólveig Gísladóttir. Blaðamenn: Elín Albertsdóttir, Lilja Björk
Hauksdóttir, Starri Freyr Jónsson, Ragnheiður Tryggvadóttir, Sólveig Gísladóttir, Vera Ein-
arsdóttir, og Þórdís Lilja Gunnarsdóttir.
Umsjónarmaður auglýsinga: Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512-5442
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Meirihluti íslenskra ungmenna ferm-ist og segir séra Hildur Eir Bolla-dóttir, prestur í Akureyrarkirkju,
þau gera það af þremur ástæðum. „Þau vilja
hafa Jesú sem leiðtoga í lífi sínu og þekkja
hann sem sína aðalfyrirmynd, þau vilja
halda veislu og gleðjast með mikilvægasta
fólkinu í lífi sínu og svo vilja þau fá gjafir og í
þessari röð er markmiðum fermingarstarfs-
ins náð. Einhver gæti spurt sig hvort það sé
markmið að fá gjafir og því svara ég til að
gjafir séu eitt tjáningarform af mörgum sem
við höfum til að tjá elsku okkar og þakklæti
fyrir fólkið okkar. Eina sem við þurfum er að
vera vakandi fyrir að gjafirnar séu keyptar og
gefnar á réttum forsendum.“
Fjölbreyttara val fyrir ungmenni
Hildur segir að sem betur fer lifum við í fjöl-
menningarsamfélagi og því hafi eðli málsins
samkvæmt þeim sem láta ferma sig eitthvað
fækkað á undanförnum árum enda fleiri
Íslendingar sem tilheyra nú öðrum trúar-
brögðum og kirkjudeildum. „Einnig býður
Siðmennt upp á fræðslu í siðfræði og heim-
speki sem er góð viðbót því þá hafa krakk-
arnir fjölbreyttara val. Það að hafa val þýðir
að við þurfum að hugsa og taka meðvitaðar
ákvarðanir.“
Kirkjan bregst við breytingum
Tímarnir hafa breyst hratt undanfarin ár og
eru áskoranir unglinga í dag talsvert ólíkar
þeim sem kynslóðirnar á undan þurftu að
fást við. „Kirkjan bregst vissulega við breytt-
um tímum þótt boðskapur Jesú sé tíma-
laus. Kirkjan stendur auðvitað alltaf fyrir
sömu gildin, þau sem Jesús gerði að algild-
um sannleika með lífi sínu og dauða, sem
er kærleikurinn með öllum sínum greinum
en það sem kannski var talið kærleiksríkt
að gera fyrir fimmtíu árum telst ef til vill
meðvirkni í dag og jafnvel þöggun. Þannig
að við þurfum alltaf að vera að hugsa þessi
gildi í nýju samhengi og það er áskorun
fermingarfræðarans. Guðfræðin er ótrúlega
lifandi fag og eiginlega getur maður aldrei
talist fullnuma í henni,“ segir Hildur Eir.
Heyra um Jesú og líf hans
Hún segir fermingarfræðslu vera misjafna
eftir prestum og öðrum fermingarfræður-
um en að grunnstefið í öllum kirkjum sé að
segja krökkunum frá Jesú, lífi hans og starfi.
„Það er bæði gert með því að segja sögurn-
ar af honum og sögurnar sem hann sagði til
að kenna okkur að vera góðar manneskjur.
Svo er áskorun að tengja kristindóminn við
það sem krakkarnir eru að fást við í lífi sínu
í dag. Annars kom líka mjög flott ferming-
arefni frá biskupsstofu í ár en það er mynd-
diskur með trúðunum Barböru og Úlfari,
sem leikin eru af Halldóru Geirharðsdótt-
ur og Bergi Þór Ingólfssyni, en þar fjalla þau
um nokkrar biblíusögur og gera það með
sínum einlæga og húmoríska hætti.“
Kynfræðingur í fræðslunni
Foreldrar eru virkjaðir meira með í ferming-
arfræðslunni nú en tíðkaðist á árum áður.
„Hér hjá okkur í Akureyrarkirkju höfum við
bæði fengið foreldrana til að mæta í guðs-
þjónustur með börnunum og eins köllum
við þau á tvo fundi, annars vegar við upphaf
vetrar og svo á miðjum vetri. Þá bjóðum við
upp á einhvers konar fræðslu til að styðja
við uppeldið. Kirkjan lofar nefnilega að vera
slíkur stuðningsaðili þegar barn er fært til
skírnar og það er mikilvægt að hún standi
við það. Við höfum fengið kynfræðing til að
tala um kynlíf unglinga og sálfræðing til að
tala um það að ala upp ungling í nútíma-
samfélagi og svo höfum við fengið heim-
sóknir frá meðferðarheimilum og margt
f leira. Foreldrar hafa brugðist mjög vel við
þessu og verið þakklátir, það er auðvitað
ekkert einfalt að ala upp barn.“
Fermingarkjóllinn eldist vel
Faðir Hildar Eirar var prestur eins og hún,
séra Bolli Gústavsson heitinn. Hún segir
sína upplifun af fermingunni hafa mót-
ast mjög mikið af því. „Ég hafði fylgst með
fermingarstörfum í mörg ár áður en kom
að mér. Ég var búin að hlakka alveg of-
boðslega lengi til, þetta var gríðarlega stór
dagur í mínu lífi. Ég man hvað ég upplifði
það sterkt að allir væru að skipuleggja og
snúast í kringum mig og minn dag, mér
fannst ég vera svo mikilvæg. Ég fékk Ís-
lendingasögurnar og Sturlungu frá foreldr-
um mínum í fermingargjöf en þess hafði ég
óskað mér frá því ég var tíu ára. Ég fermdist
í mjög flottum kjól sem var keyptur í Sautj-
án og hefur elst svo vel að systurdóttir mín
sem er 26 ára gömul fór í honum á árshátíð
fyrir um tveimur árum. Það er ekki slæmt,“
segir Hildur Eir og hlær.
Jesús, veisla og gjafir ástæðurnar
Séra Hildur Eir Bolladóttir segir ungmenni fermast því þau vilji hafa Jesú sem leiðtoga í lífi sínu, þau vilji halda veislu og fá gjafir.
Fermingarbörn í dag standa frammi fyrir fjölbreyttara vali en eldri kynslóðir og þurfa því að hugsa og taka meðvitaðar ákvarðanir
um hvort og hvernig þau vilja fermast. Fermingarfræðslan hefur breyst í takt við tímann þótt boðskapur Jesú sé tímalaus.
Hildur Eir hlakkaði
mikið til sinnar eigin
fermingar og var
dagurinn gríðarlega
stór í hennar lífi.
MYND/BJARNI EIRÍKSSON
RITNINGARVERSIN VALIN
Hvert fermingarbarn velur sér ritningarvers úr Biblíunni sem það, eða
presturinn, fer með í fermingunni. Á vefsíðunni ferming.is má sjá nokkur vers
sem algengt er að fermingarbörn velji sér.
Úr Gamla testamentinu:
Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. (1. Mósebók. 1.1)
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. (Sálm. 23.1)
Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. (Sálm. 37.5)
Nýja testamentið
Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. (Matt. 5.7)
Biðjið, og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður
mun upp lokið verða. (Matt. 7.7)
Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri
yður, það skuluð þér og þeim
gjöra. Þetta er lögmálið og
spámennirnir. (Matt.
7.12)
7.990 kr 8.990 kr 9.990 kr