Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 42

Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 42
KYNNING − AUGLÝSINGFermingar FIMMTUDAGUR 13. MARS 201410 Axel Björn Clausen, yfirmatreiðslumaður á Fiskmark-aðnum, starfaði á námsárunum á Grand hóteli þar sem fermingarveislur eru algengar. Minna er um þær á nú- verandi vinnustað en Axel segist hafa heyrt að fólk kjósi frem- ur léttari veitingar í fermingarveislur í dag en áður tíðkuðust. „Mér sýnist að fólk vilji frekar útbúa matinn heldur en að kaupa hann tilbúinn af veisluþjónustum, enda er það ódýrara. Það er einfalt að ná sér í góðar uppskriftir á netinu. Það er hins vegar hægt að kaupa mjög góðar og fallegar fermingartertur tilbúnar,“ segir Axel. „Léttar snittur, pinnamatur, kjúklinga- og lambaspjót er mjög vinsælt á veisluborðið núna þótt alltaf séu margir sem kjósa rjóma- og brauðtertur,“ segir hann. „Algengt er að fólk bjóði í léttar veitingar stuttu eftir hádegi en þá er sniðugt að bjóða upp á matarmikla og bragðmikla súpu ásamt heitum brauðréttum,“ segir hann enn fremur. Axel Björn er alinn upp á Akureyri og segir sína fermingar- veislu hafa verið með hefðbundnu kaffihlaðborði með heitum brauðréttum, pönnukökum og rjómatertum. „Mamma réð veisl- unni, enda var ég ekki byrjaður að hugleiða kokkinn á þessum tíma,“ segir hann. Sautján ára flutti hann til Reykjavíkur og fór í kokkanám. Nú hefur hann starfað hjá Fiskmarkaðnum í tæp fimm ár. Axel Björn er í Íslenska kokkalandsliðinu sem er að undirbúa heimsmeistaramótið sem verður í nóvember. „Ef ég mætti ráða veislunni minni í dag myndi ég hafa létta súpu, til dæmis indverska bauna- og tómatsúpu sem ég gef uppskrift að hér. Síðan væru heitir brauðréttir, heitt rúllubrauð, snittur og spjót,“ segir hann. „Ég er mjög hrifinn af indverskum mat og margvíslegum kryddtegundum,“ segir Axel. Indversk bauna- og tómatsúpa (Uppskrift miðast við 6 manns) 1 tsk. olía, til steikingar 1 stór laukur, fínt skorinn 3 hvítlauksgeirar, rifnir niður með rifjárni 4 cm af engifer, rifið með rifjárni 1-2 jalapeño, smátt skorið 1 tsk. mulið cumin 1 tsk. mulin koríanderfræ ¼ tsk. kanill ¼ tsk. túrmerik 1 dós af niðursoðnum tómötum, um það bil 450 ml, skornir gróft niður, safinn líka notaður 2 bollar af elduðum linsubaunum 2 bollar af elduðum kjúklingabaunum ½ l af vökvanum sem baunirnar voru eldaðar í Salt 250 ml grískt jógúrt Um það bil 20 kvistir af graslauk, fínt saxaðir Olían hituð í potti og laukurinn settur út í, steiktur þar til hann er byrjaður að mýkjast og brúnast. Þá er engifer, jalapeño og allt þurrkryddið sett saman við og hrært vel þar til góður ilmur berst frá kryddinu, um það bil 2 mín. Þá er tómötunum bætt út í ásamt vökvanum og helmingnum af baununum, bæði linsu- og kjúklingabaunum, og vökva af baununum. Lækkið hitann og látið malla í 10 mínútur. Því næst er súpan maukuð í blandara eða með töfrasprota þar til hún verður flauelsmjúk. Setjið aftur í pottinn og bætið restinni af baununum saman- við. Smakkið til með salti. Saxið graslauk og setjið saman við grísku jógúrtina. Gríska jógúrtin er síðan sett út í súpuna. Bakaður camembert með mango chutney, hunangi og pekanhnetum (Uppskrift fyrir 6) 2 camembert-ostar 100 ml mango chutney 100 ml dökkt hunang 150 g pekanhnetur Osturinn skorinn í sneiðar og þeim raðað í grunnt eldfast mót. Þunnu lagi af mango chutney er smurt yfir ostinn með skeið. Hnetum og hunangi er blandað saman í skál en síðan sett yfir ostinn og chutney. Bakið í ofni í 180°C í 15 mínútur. Borið fram með kexi. elin@365.is Ljúffeng indversk súpa á veisluborðið Hvernig væri að breyta til og hafa bragðgóða súpu og góða brauðrétti í fermingarveislunni? Axel Björn Clausen matreiðslumaður gefur hér girnilegar uppskriftir að indverskri bauna- og tómatsúpu og bökuðum camembert með mango chutney og hnetum. Axel Björn Clausen, yfirmatreiðslumaður á Fiskmarkaðnum, segir að margir kjósi að bjóða upp á léttar veitingar í fermingarveislum. MYND/GVA Kjúklingaspjót eru mjög vinsæl á hlaðborðum í fermingarveislum. Þau henta fyrir allan aldur. Bæði er hægt að bjóða upp á satay- sósu með kjúklingnum og súr- sæta sósu. Þessi uppskrift er miðuð við þrjátíu manns. Hafa skal í huga að hér er um að ræða einn rétt af mörgum á borðinu. Flestir fá sér kjúkling. 15 kjúklingabringur 15 hvítlauksrif 3¾ dl sweetchili-sósa 8 msk. sojasósa 8 msk. ólífuolía salt og pipar sesamfræ tréspjót (þurfa að liggja í bleyti í að minnsta kosti 15 mínútur fyrir notkun) Skerið hverja bringu eftir endi- löngu í fjórar lengjur. Blandið öllu sem upp er talið hér fyrir ofan saman í skál fyrir utan sesamfræin. Leggið kjúklinga- strimlana í blönduna og látið standa í um það bil tvo tíma í kæliskáp. Þræðið kjúklingalengj- urnar upp á spjótin og stráið sesamfræjunum yfir. Grillið eða steikið í um það bil þrjár mínútur á hverri hlið. Berið fram með súrsætri sósu, sweetchili-sósu og hnetusósu. Hægt er að kaupa sósurnar til- búnar eða gera sjálfur. Einföld hnetusósa (hægt að stækka uppskriftina eftir þörfum) 3 dl apríkósusulta 2 msk. hnetusmjör 1 msk. ferskt kóríander, fínt skorið Súrsæt sósa (hægt að stækka uppskrift eftir þörfum) ⅓ bolli hvítvíns- eða hrísgrjónaedik 4 msk. púðursykur 1 msk. tómatsósa 1 tsk. sojasósa 2 tsk. maísmjöl blandað með 4 tsk. af vatni Blandið saman ediki, púður- sykri, tómatsósu og sojasósu í pott og látið suðuna koma upp. Hrærið maísmjöl og vatn saman við til að þykkja. Gott er að setja ananasbita út í sósuna ef einhver vill breyta til. Kjúklingaspjót vinsæl Kjúklingaspjót eru vinsæl á hlaðborð fermingarveislunnar. Burt’s Bees vörurnar fást t.d. í Lyfjum & heilsu Kringlunni og í Fríhöfninni. náttúran og ég NÁTTÚRULEGIR OG MILDIR LITIR FYRIR FERMINGUNA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.