Fréttablaðið - 13.03.2014, Síða 44

Fréttablaðið - 13.03.2014, Síða 44
KYNNING − AUGLÝSINGFermingar FIMMTUDAGUR 13. MARS 201412 Mikil tilhlökkun ríkir á heimili Halldórs Benedikts Haraldsson- ar, 14 ára Breiðholtsbúa, sem ferm- ist í apríl. Halldór gengur í Selja- skóla og fermingarundirbúning- ur hans og jafnaldra hans hefur staðið yfir í allan vetur. Hann seg- ist alltaf hafa verið ákveðinn í að fermast en flestir jafnaldrar hans í Seljaskóla fermast nú í ár. „Við byrjuðum að hittast viku- lega í Seljakirkju síðasta haust en þar hefur fermingarhópurinn hist alla þriðjudaga í vetur. Þar fer fjöl- breytt fræðsla fram en við lærum um kristna trú og ferminguna auk þess sem við fáum fræðslu á ýmsum öðrum sviðum sem snerta ekki beint kristna trú heldur lífið almennt.“ Auk fermingarfræðsl- unnar í Seljakirkju fór hópurinn í Vatnaskóg í október og gisti þar eina nótt. Einnig tekur Halldór mikinn þátt í starfi KFUM. Stóri dagurinn verður 6. apríl næst- komandi í Seljakirkju þegar Hall- dór fermist ásamt skólafélögum sínum. „Athöfnin verður með hefðbundnu sniði, geri ég ráð fyrir, og ég hlakka mikið til dagsins.“ Veislan verður haldin í húsnæði Hjallastefnuleikskólans Laufás- borgar þar sem móðir Halldórs vinnur. Hann býst við fjölda gesta og skemmtilegum degi. „Við erum búin að bjóða um 120 manns þannig að það verður mikið fjöl- menni. Við erum búin að panta tertur frá Tertugalleríi Myllunn- ar og mat frá veitingastaðnum Habibi. Ég fékk að hafa skoðun á tertunni en foreldrar mínir réðu meira um matinn sjálfan.“ Aðspurður um fermingartísk- una hjá drengjum í ár segir Hall- dór ekkert eitt sérstakt vera vin- sælt heldur sé hún nokkuð blönd- uð. Flestir klæðist jakkafötum og ýmist með bindi eða slaufu en þó séu slaufurnar heldur vinsælli í ár. Halldór á vafalaust eftir að fá margar fallegar og nytsamlegar gjafir en hann segist ekkert vita hvað hann fær. „Ég held að for- eldrar mínir séu að hugsa um nýtt golfsett en samt veit ég ekkert hvað þau eða aðrir gefa mér.“ Stór dagur framundan „Ég fékk að hafa skoðun á tertunni en foreldrar mínir réðu meira um matinn sjálfan,“ segir Halldór Benedikt Haraldsson. MYND/GVA Sunna Hlín Eggertsdóttir Í hvaða kirkju fermist þú? Í Lindakirkju í Kópavogi Hvar verður veislan haldin? Veislan verður haldin heima hjá okkur. Hvernig verður veislan? Veisl- an verður seinnipartinn og við verðum með smárétti, pinnamat og kökur. Koma margir í veisluna? Já, ég á stóra fjölskyldu, það eru 125 á gestalistanum. Verða skemmtiatriði? Nei, það verða engin skemmtiatriði Hvernig eru fermingarfötin? Við erum ekki búin að kaupa ferm- ingarfötin en mig langar í hvítan kjól og ballerínuskó. Hvað langar þig í í fermingar- gjöf? Foreldrar mínir gefa mér utanlandsferð með vinkonum mínum. Annars er ekkert sér- stakt á óskalistanum. Hvernig hefur fermingarfræðsl- an verið? Fermingarfræðslan hefur verið ágæt, við mætum í hverri viku í kirkjuna og svo var skemmtileg ferð í Vatnaskóg síð- asta haust. Tekur þú þátt í undirbúningn- um fyrir ferminguna? Ég tek smá þátt en pabbi og mamma sjá um þetta að mestu leyti. Ertu stressuð fyrir stóra dag- inn? Nei, ekkert sérstaklega. Af hverju ætlar þú að fermast? Það er orðin hefð að 8. bekkingar fermist. Alveg eins og það er ekk- ert spurt að því hvort þú viljir fara í 8. bekk þá er ekkert endilega spurt að því hvort þú viljir ferm- ast, það fermast bara allir. Utanlandsferð með vinkonum í fermingargjöf Sunna Hlín Eggertsdóttir fermist í Lindakirkju í Kópavogi. Veislan verður fjölmenn enda fjölskyldan stór. Sunna fær utanlandsferð með vinkonum í fermingargjöf frá foreldrum sínum. Sunna Hlín verður með fermingar- veisluna heima og býður upp á smá- rétti og kökur. MYND/DANÍEL SÆTUR BITI Í BUDDUNA Spenna og fiðringur getur komið í veg fyrir góða matarlyst á fermingardaginn. Í marg- menni getur orðið heitt og loftlaust í kirkjunni og ferming- arathöfnin dregist á langinn. Því er mikilvægt að fermingarbarn- ið nærist og drekki vel áður en stóra stundin rennur upp. Gott er að hafa meðferðis vatnsbrúsa og léttan millibita í kirkjuna og á hátíðisdegi sem þessum má alveg bjóða upp á ljúffengt og sætt nesti undir tönn sem gefur tafarlausa orku í kroppinn. Verndarengill Fermingargjöf sem gefur Fermingarskeyti eða gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar er gjöf sem heldur áfram að gefa. Fermingarbarnið fær skeytið eða bréfið í hendurnar en andvirðið rennur til jafnaldra fermingar- barnsins sem býr við fátækt. Sendu skeyti, það kostar 1.990 kr. Eða gefðu fermingargjafabréf að upphæð 5.000 kr. Þú færð skeytin og gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is eða pantar þau á skrifstofunni okkar, 528 4400. Þú prentar út, sækir til okkar – eða við sendum fyrir þig. Einfalt og gleðilegt. Óskalistinn minn: Rúm Myndavél Svefnpoki iPod Vefmyndavél Teppi Orðabók Hálsmen Svo væri gaman að fá pening og „Gjöf sem gefur“. Mig langar til að einhver sem er ekki eins heppinn og ég fái að njóta með mér. www.gjofsemgefur.is Við systkinin erum munaðarlaus. 1.990 kr. fermingarskeyti á Íslandi dugar fyrir 3 hænum. Þær gefa okkur fullt af eggjum. 5.000 kr. gjafabréf á Íslandi myndi gefa okkur geit. Eða kannski reiðhjól. Þá kæmist ég á markað með uppskeruna okkar og við fengjum pening. Óskalistinn minn:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.