Fréttablaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 46
KYNNING − AUGLÝSINGFermingar FIMMTUDAGUR 13. MARS 201414 Jakob Fjólar Gunnsteinsson fermist hinn 6. apríl næstkomandi. Honum finnst líklegt að það verði einhver óvænt skemmtiatriði í fermingarveisl- unni sem verður væntanlega skemmtileg fyrir fullorðna fólkið. Hann býst við að þurfa að heilsa einhverjum sem hann hefur aldrei hitt. Í hvaða kirkju ferm- ist þú? Ég fermist í Bessa- staðakirkju á Álftanesi Hvar verður veislan haldin? Ég er ekki alveg búinn að ákveða það en það verður örugglega heima Hvernig verður veisl- an? Hún verður örugg- lega skemmtileg fyrir full- orðna, en litlu krökkun- um mun líklega fara að leiðast á meðan ég heilsa einhverjum sem ég hef aldrei hitt. Koma margir í veisl- una? Já, ég held það komi svona 50 manns eða fleiri. Verða skemmtiatriði? Það verða örugglega ein- hver óvænt skemmtiat- riði þar. Hvernig eru ferming- arfötin? Ég er ekki kom- inn með fermingarföt en fæ þau fljótlega, allavega held ég að ég þurfi kannski fermingarföt. Hvað langar þig í í fermingargjöf? Mig langar í borðtölvu, PS4- leikjatölvu og iPad. Og svolítið af peningum líka. Hvernig hefur fermingarfræðslan verið? Hún hefur verið skemmti- leg, gaman að hitta krakkana og presturinn okkar er alveg æðislega skemmtilegur. Tekurðu þátt í undirbúningnum fyrir ferminguna? Auðvitað geri ég það. Ég held að allir vilji það. Maður fermist nú aðeins einu sinni. Ertu stressaður fyrir stóra daginn? Svolítið, en þetta er dálítið líkt afmæli ef maður hugsar um það. Af hverju ætlarðu að fermast? Ja, flestallir krakkar fermast, svo af hverju ætti ég ekki að gera það? Ég trúi á Guð og Jesú en ég fatta ekki af hverju maður þarf að sanna það með því að fermast. Ég þekki nokkra sem trúa ekki á Guð en eru samt að fermast. Það er skrýtið, finnst mér. Örugglega óvænt skemmtiatriði Jakob tekur fullan þátt í fermingarundirbúningnum. Það er áskorun að mynda ung-linga. Fermingarmyndir skrá-setja mikilvæg tímamót í lífi fermingarbarnsins og kúnst að ná fram einstöku samspili sakleysis í að- draganda fullorðinsára. ❖ Takið myndirnar þegar ungling- urinn er ánægður, vel nærð- ur og sofinn. Sé fermingarbarnið taugaóstyrkt og trekkt birtist það í neikvæðni og tregðu framan við myndavélina. Skapið því þægilegt andrúmsloft þar sem barninu líður vel og nýtur sín óþvingað. ❖ Leyfið fermingarbarninu að velja hverju það klæðist. Unglingar eru á viðkvæmum aldri og mjög með- vitaðir um sjálfa sig. Íklæddir uppá- haldsfötunum sínum verða þeir sjálfsöruggari í framkomu. ❖ Gott er að hafa hugfast að ungling- ar sýna gjarnan á sér aðrar hliðar þegar foreldrarnir eru fjarri og því verða viðbrögð þeirra í myndatök- unni afslappaðri. ❖ Unglingar hafa sterkar skoðanir á því hvernig þeir birtast á myndum. Þeir vilja fá að vera þeir sjálfir og ekki breyta sér fyrir myndatökuna. Reynið því að ná fermingarbarninu eins og það er í stað falskrar mynd- ar sem sýnir annan mann. ❖ Komið fram við táninginn eins og hann sé fullorðinn. Sýnið honum hvatningu og virðingu sem eykur honum sjálfstraust. Myndatak- an verður þá bæði auðveldari og ánægjulegri. ❖ Spjallið við fermingarbarnið áður en myndataka fer fram. Hvert er áhugamál þess? Er það kannski fót- bolti eða að hangsa með vinum í al- menningsgarðinum? Farið þá með út á fótboltavöll eða í garðinn og fáið unglinginn til að klifra í trjám eða leggjast í grasið. Því afslappaðra sem umhverfið er því meiri verður orkan og tjáningin. ❖ Sumir eru hræddir við myndavélar og vitaskuld óþarfi að allar mynd- ir sýni bros og gleði. Frábær leið til að virkja táninga er að ná mynd þar sem þeir dunda við áhugamál sitt og vita ekki af myndavélinni. Þegar óvænt útkoman kemur í ljós verða þeir vísast til í enn frekari mynda- tökur. ❖ Nú til dags eru börn mynduð oftar en eldri kynslóðir því nær allir símar eru búnir myndavélum. Enn er þó mikill munur á Instagram- mynd og myndum úr alvöru ljós- myndavélum sem geta stýrt hraða, dýpt og urmul annarra atriða. ❖ Unglingar elska fjör og framan við myndavélina gefst frábært tækifæri til að ná því á mynd. Hleypið pers- ónuleika þeirra út og leyfið þeim að grínast og glensa en munið þó að taka líka alvarlegri portrett sem sýna önnur svipbrigði. Minning um sakleysi og fjör Fermingarmyndin er dýrmætur minnisvarði um æskuljóma og æviskeið þegar barnslegt sakleysi er enn við lýði en fermingarbarnið er þó að komast nær því að verða fullorðið. Eftirfarandi heilræði gagnast vel þegar teknar eru ljósmyndir af fermingarbarninu. Er fermingarbarnið kannski náttúruunnandi eða á sér einhvern uppáhaldsstað? Þá er tilvalið að taka fermingarmyndirnar líka á þeim stað því það sýnir vel persónuleika barnsins. Okkar bakarí í Garðabæ er bakarí í stöðugri þróun sem byggir á gömlum grunni. Bakaríið hefur alla tíða lagt mikla áherslu á vandað og gott vöruúrval þegar kemur að fermingarveislum auk persónu- legrar þjónustu. Að sögn Árna Þorvarðarsonar, bakara í Okkar bakaríi, er eftirspurnin sífellt að aukast eftir vörum og þjónustu þeirra þegar fermingarveislur eru skipulagðar. „Við bjóðum upp á ýmsar tegundir af kökum og tert- um, í öllum stærðum og gerðum. Kransahornið okkar er til dæmis mjög vinsælt, Rice Crispies-turn- inn vekur alltaf lukku hjá yngstu kynslóðinni og síðan bjóðum við upp á skúffubita en þar er búið að skera stærri tertur í smærri bita sem eru þægilegir í uppstillingu og snyrtilegir á borði.“ Af öðrum vörum nefnir Árni marsípanbók- ina sem er marsípanterta sem hægt er að fá með letri og mynd, franska súkkulaðitertu og hefð- bundna súkkulaðitertu. Að sögn Árna leggur Okkar bakarí mikla áherslu á persónu- lega þjónustu. „Við veitum við- skiptavinum okkar góð ráð og hlustum á hugmyndir þeirra. Þeir sem leita til okkar hafa ólík- ar þarfir og skoðanir en stundum þarf líka að hlusta á fagmennina. Við vitum oft betur hvað pass- ar saman og ekki saman enda komið nálægt skipulagningu margra veislna. Stundum kemur fyrir að viðskiptavinir velja eitt- hvað sem þeim þykir gott en höfðar ef til vill ekki til breiðs hóps gesta. Þá er það okkar að koma með aðrar tillögur.“ Það er misjafnt að sögn Árna hversu mikið er keypt í ferming- arveislurnar. Hann segir f lesta útbúa einhvern mat heima fyrir en kökur og tertur sem sé tíma- frekt að baka, og jafnvel f lóknari í framleiðslu, séu frekar keyptar hjá þeim. „Það er auðvitað allur gangur í því. Sumar kaupa allar veitingar hjá okkur á meðan aðrir láta duga að kaupa tvær til þrjár kökur, til dæmis kransahornið og marsípankökuna.“ Nánari upplýsingar má finna á www.okkarbakari.is og á Face- book-síðu bakarísins. Persónuleg þjónusta Vandað vöruúrval og góð þjónusta einkennir Okkar bakarí. Þótt margir útbúi einhverjar veitingar sjálfir kjósa þeir að kaupa stærri og betri kökur og tertur. ND/GVA „Við veitum viðskiptavinum okkar góð ráð og hlustum á hugmyndir þeirra,“ segir Árni Þorvarðarson hjá Okkar bakaríi. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.