Fréttablaðið - 13.03.2014, Side 48

Fréttablaðið - 13.03.2014, Side 48
KYNNING − AUGLÝSINGFerming FIMMTUDAGUR 13. MARS 201416 Glæsileg fermingartilboð eru nú í gangi hjá Dún og fiðri á sængum og öllum sængurverasettum. Dún og fiður framleiðir flest- allar söluvörur sínar svo sem sængur, kodda, púða og pullur. „Ég get stað- fest það að við erum með sængur í hæsta gæða- flokki,“ segir Anna Bára Ólafsdóttir, einn af eig- endum Dúns og fiðurs. „Sængurnar okkar eru með þúsund gramma fyllingar og er meðalaldur sænganna átján til tuttugu ár. Við end- urnýjum einnig sængurnar og erum þau einu í Evrópu sem gerum það. Meðallíftími dúnsins í sængum er um það bil átján til tutt- ugu ár. Verið dugar hins vegar í tíu til tólf ár. Því er gott að skipta um ver og bæta við dúninn eftir þann tíma. Þannig endist sæng- in mun lengur. Erlendis er ætlast til þess að ný sæng sé keypt á um það bil sex ára fresti. Allar sængur er hægt að endurnýja hjá okkur þegar verin eru orðin slitin og þá endist sængin mun lengur. Því dýrari sem dúnninn er því frekar borgar sig að endurnýja hann.“ „Ástæðan fyrir því að sængurnar okkar eru með þúsund grömm af dúni er einfaldlega sú að þá verður endingin meiri.“ Dún og fiður er fjölskyldufyrirtæki sem hefur starfað í 55 ár. Á þessum tíma hefur safnast saman mjög mikilvæg þekking og reynsla á öllu sem lýtur að dúni og fiðri, efnum því tengdum og meðhöndlun sængurfatnaðar. Dún og fiður framleiðir vörur sínar úr mismunandi dúni og fiðri, það er æðardúni, snjógæsadúni, svana dúni, andardúni og eru gæðin í þeirri röð sem hér er talið. „Sæng frá okkur er fjárfesting til framtíðar og erum við með frábær fermingartilboð þessa dagana. Snjógæsadúnsæng er á 49.800 krónur, svanadúnssæng á 33 þúsund krónur og andadúnssæng á 21 þúsund. Einnig erum við með tilboð á öllum sængurverum,“ segir Anna Bára. Fjárfesting til framtíðar Malen Þorsteinsdóttir, kjólaklæð- skeri hjá Eðalklæðum, segir að alltaf séu nokkrar fermingar- stúlkur sem vilji láta sérsauma á sig kjólinn. „Ástæðurnar geta verið margvíslegar,“ segir Malen. „Stundum er það stærðin sem verður þess valdandi að kjóll- inn þarf að vera sérsaumaður, oft langar fermingarstúlkuna í eitt- hvað annað en fæst í búðum eða hún vill láta búa til sinn eigin draumakjól. Margar hafa eytt miklum tíma á netinu í að spá og spekúlera hvað sé f lottast. Þær hafa ákveðn- ar hugmyndir um snið og liti,“ segir Malen sem hefur s a u m a ð m a r g a fermingarkjóla og ek k i síður brúðar- kjóla. Leita á netinu „Sumar ferm- ingarstúlk- ur hafa mjög sterkar skoð- anir og það er mjög gaman að sauma fyrir þær. Svo eru aðrar sem hafa engar hug- myndir og biðja um hjálp sem er sjálfsagt að veita og skemmtilegt fyrir okkur. Þetta er því fjölbreytt starf,“ segir Malen. Kjóllinn sem hún saumaði fyrir Dagbjörtu er „sixties“-kjóll. „Hún var búin að leita að svona kjól á net- inu og kom með full- mótaðar hugmynd- ir. Einnig var hún með ákveðinn lit í huga, kóralrauðan. Oftast vilja ferming- arstúlkur ljósa kjóla og ömmur hafa gjarnan áhrif á að kjóllinn eigi að vera með hv ít r i blúndu,“ segir hún. „Við leitumst við að gera kjólana úr vönduðum efnum og sér- saumaður kjóll er því dýr- ari en sá sem er keyptur í búð. Í staðinn er engin önnur stúlka í eins kjól. Stúlkurnar koma líka með hug my nd i r að efnum sem við síðan út- vegum ef með þarf.“ Ekki of stutt eða flegið Þegar Malen er spurð um sídd á kjólum segist hún vilja hafa þá langleiðina niður að hnjám. „Auðvitað fá þær að ráða hversu stuttur kjóllinn er en ég reyni að hafa áhrif. Það er leiðinlegt ef fermingarstúlkan beygir sig og það sést í nærbuxurnar. Mér finnst fermingarkjóll ekki eiga að vera of f leginn né heldur of stuttur.“ Malen segir að margar mæður fermingarbarna láti einnig sauma á sig kjól. Þegar fermingum lýkur taka brúðkaupin við hjá Eðal- klæðum og þau standa fram á haustið, greinir hún frá. „Þá taka vorlitirnir við hjá mæðrunum.“ Ánægð með kjólinn Dagbjört Lilja er nemandi í Voga- skóla en hún segist vera mjög ánægð með sérsaumaða kjólinn. „Þetta er kjóllinn sem mig hefur dreymt um,“ segir hún og nú er hann tilbúinn fyrir ferminguna 13. apríl sem fram fer í Langholts- kirkju. Dagbjört segist hlakka mikið til dagsins en hún ætlar að bjóða gestum í kvöldmat. „Ég var virkilega ánægð þegar ég var komin í kjólinn minn,“ segir hún. Fékk draumakjólinn Margar fermingarstúlkur hafa sjálfstæðan smekk og vilja ráða sjálfar hvernig fermingarkjóllinn eigi að líta út. Dagbjört Lilja Magnúsdóttir er ein þeirra. Lokahönd hefur verið lögð á kjólinn. Kjólameistararnir og eigendur Eðalklæða, Ása Lára Axelsdóttir og Malen Þorsteinsdóttir. MYND/GVA Snyrtivörurnar frá Kardashian Beauty er komin til landsins Kíktu www.verdia.is Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution AKUREYRARAPÓTEK, Kaupangi - LYFJAVER, Suðurlandsbraut 22 BORGARAPÓTEK, Borgartúni 28 - GARÐSAPÓTEK, Sogavegi 108 URÐARAPÓTEK, Grafarholti - ÁRBÆJARAPÓTEK, Hraunbæ 115 APÓTEK GARÐABÆJAR, Litlatúni 3 - REYKJAVÍKURAPÓTEK, Seljavegi 2, APÓTEK HAFNARFJARÐAR, Tjarnarvöllum 11 Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, heilsubudin@heilsubudin.is Í Proactiv® Solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.