Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 54

Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 54
KYNNING − AUGLÝSINGFermingar FIMMTUDAGUR 13. MARS 201422 Matreiðsla og matarmenning er mikið áhugamál Berg-lindar Ólafsdóttur og segja má að svo hafi verið frá því að hún var ung. Tólf ára gömul réð hún sig í sveit þar sem hún sá um matreiðslu, heimilisstörf og barnapössun. „Þar lærði ég ákveðinn grunn sem ég bý að enn þann dag í dag,“ segir Berg- lind sem naut þess að starfa í sveit- inni í nokkur sumur. „Seinna réð ég mig hjá Úlfari Jakobsen ferðamála- frömuði, ferðaðist um hálendið og eldaði fyrir erlenda ferðamenn í eld- húsbílum og -tjöldum,“ lýsir Berg- lind. „Það má segja að matreiðsl- an sé mín hugleiðsla,“ segir Berg- lind sem hefur lengi fylgst með matarbloggi Nönnu Rögnvaldar, læknisins í eldhúsinu og fleirum slíkra. „Yngri dóttur minni fannst galið að móðir hennar væri ekki þarna á meðal og skoraði á mig að stofna mitt eigið matarblogg,“ segir Berglind sem tók áskorun- inni og hefur nú í tæpt ár bloggað á síðunni Krydd og krásir. „Síðan er skemmtileg samvinna fjölskyld- unnar og átti bara að vera fyrir okkur, hálfgert fjölskyldugrín. Allir hafa skoðun á hvað eigi að fara inn á hana og hálpast að við að taka myndir.“ Berglind á tvær dætur og eru þær báðar fermdar. „Þegar haft var samband við mig vegna upp- skriftar fyrir Fermingarblaðið ræddi ég það við þær og þá kom ekkert annað til greina en upp- skrift að súkkulaðibitum sem við köllum Þrefalda súkkulaðisælu. Þessa sælu hef ég bakað bæði fyrir fermingarveislu yngri dótturinnar og brúðkaupsveislu þeirrar eldri,“ útskýrir Berglind. Uppskriftin er fremur einföld að sögn Berglindar. „Hún kemur upphaflega frá Nigellu en ég hef aðeins breytt henni og þróað,“ segir hún en Berglindi finnst gaman að leika sér með skreyt- ingu kökunnar. „Á sumrin rækt- um við æt blóm í garðinum okkar. Til dæmis fjólur, morgunfrúr og skjaldfléttu. Mér finnst gaman að nota þær til skreytingar. Annars er hefðbundið að skreyta með fersk- um berjum eins og ég geri hér.“ Þreföld súkkulaðisæla 300 g suðusúkkulaði 100 g rjómasúkkulaði 350 g smjör 6 egg 350 g sykur 1 msk. vanilludropar (heimagerðir eru bestir) 200 g hveiti (sigtað) 300 g hvítt súkkulaði Bræðið saman suðusúkkulaði, rjómasúkkulaði og smjör við mjög lágan hita eða yfir vatnsbaði. Hrærið egg og sykur vel saman eða þar til sykurinn er vel uppleyst- ur. Bætið vanilludropunum út í og hrærið síðan súkkulaði-smjör- blönduna rólega saman við. Sigtað hveiti er þá hrært saman við. Hvíta súkkulaðið saxað gróft, gott er að hafa bitana stóra svo þeir bráðni ekki við bakstur. Hvíta súkkulaðinu er að lokum bætt í blönduna. Þekið skúffukökuform með bök- unarpappír og hellið blöndunni í – formið sem ég nota er 26x32 cm. At- hugið að bökunarpappírinn skipt- ir miklu máli upp á að ná kökunni á einfaldan hátt úr forminu. Bakið við 180°C í 35-45 mín. Skerið kökuna í hæfilega bita og skreytið að vild, t.d. með því að sigta flórsykur yfir bit- ana og skreyta með berjum eða fal- legum ætum blómum s.s. fjólum, morgunfrúm eða lavender. Margföld sæla Berglind Ólafsdóttir byrjaði ung að elda. Hún er einarður áhugamaður um matarblogg og að áeggjan yngstu dóttur sinnar stofnaði hún sitt eigið blogg, Krydd og krásir, sem er nokkurs konar samstarfsverkefni allrar fjölskyldunnar. Hún gefur uppskrift að góðgæti á fermingarborðið. Berglind lumar á upp- skrift að Þrefaldri súkkul- aðisælu. Fleiri uppskriftir úr ranni Berglindar má sjá á kryddogkrasir.com. MYND/GVA Eflaust hafa margir heyrt setningunni: „Ég þoli ekki fermingarveisl- ur,“ fleygt. Mörgum þykir það beinlínis kvöð að mæta í slíkar veislur því þeim finnst þær svo leiðinlegar. Auðvelt ætti að vera að ráða bót á þessu vandamáli og gera fermingarveisluna aðeins hressilegri. Oft þarf ekki meira til en að einhver frændi eða amma taki sig til og haldi smá tölu um fermingarbarnið. Það brýtur veisluna upp og bryddar upp á nýjum umræðuefnum. Einföld leið er líka að safna saman myndum af fermingarbarninu, fjölskyldu þess og vinum, setja þær í tölvu og láta þær rúlla á skjá á meðan veislan stendur. Fólk getur þá skemmt sér við að finna hvað annað og rifja upp gamla og góða daga. Það er líka sniðugt ef fermingarbarnið hefur einhverja sérstaka hæfileika að leyfa því að láta ljós sitt skína. Söngur eða annar tón- listarflutningur, töfrabrögð og annað álíka vekur alltaf áhuga gesta og gefur veislunni skemmtilegan svip. Ef fermingarbarn- ið sjálft er ekki til í eitthvert uppistand er kannski einhver annar fjölskyldumeðlimur eða veislugestur til í slíkt. Ef veislugestir eru ekkert sérstaklega hæfileikaríkir má hrista þá saman í einhverjum skemmtilegum og einföldum partíleik. Sem dæmi má nefna eins konar orðaleik. Þá eru gestir látnir hafa nælu, teygju eða eitthvað annað sem þeir geta fest á sig þegar komið er í veisluna. Reglur leiksins eru skýrðar í byrjun veislunnar og leik- urinn svo látinn ganga allan tímann. Nokkur bannorð eru fundin sem veislugestir nota alla jafna mikið, til dæmis nafn fermingar- barnsins eða orðið ferming. Ef svo einhver segir bannorðin þá má sá sem heyrir það taka næluna/teygjuna af viðkomandi og festa á sig. Leikurinn gengur svo út á að safna sem flestum nælum/teygj- um í gegnum alla veisluna þegar fólk er að spjalla saman og sigur- vegari fær svo jafnvel einhver verðlaun. Góð veisla gerð betri Það er skemmtilegt þegar eitthvað er gert til að gera fermingarveislur aðeins hressilegri. Ef einhverjir gestanna spila á hljóðfæri er tilvalið að setja saman í smá atriði. MYND/GETTY Ljósmyndavörur – Skipholti 31 ljosmyndavorur.is FERMINGARTILBOÐ! FUJIFILM INSTAX 210 MEÐ 2X10 MYNDUM KR. 15.300
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.