Fréttablaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 60
KYNNING − AUGLÝSINGFermingar FIMMTUDAGUR 13. MARS 201428 Hefðbundnar fermingarmyndir sem teknar eru á ljósmyndastofum komu fyrst til sögunnar hérlendis snemma á síðustu öld að sögn Ingu Láru Baldvinsdóttur, safnvarð- ar myndasafns Þjóðminjasafns Íslands. „Það er auðveldara að þekkja fermingarmyndir af stúlk- um því þær klæddust gjarnan hvít- um kjólum og voru með hanska. Það er erfiðara að greina ferm- ingarmyndir af strákum því þeir klæddust jakkafötum eins og al- gengt var á þeim tíma.“ Það er fyrst eftir seinni heimstyrjöld sem ferm- ingarmyndatökur verða almennar og hefðbundinn hluti af ferming- um hérlendis. „Fermingarmynd- ir voru eðlilega svarthvítar fyrstu áratugina, raunar komu litmynd- ir seint inn á ljósmyndastofur þar sem verið var að taka svarthvítar myndir jafnvel fram yfir 1970.“ Miklar breytingar hafa orðið á uppstillingum og klæðnaði ferm- ingarbarna. Helsta breytingin að sögn Ingu Láru er sú að frá síðustu aldamótum er orðið algengara að teknar séu einnig myndir af ferm- ingarbörnum í öðrum klæðnaði. Þannig eru íþróttatreyjur vinsælar og aðrar flíkur sem tengjast áhuga- málum fermingarbarna. Þrátt fyrir þessa þróun eru fermingarmyndir nær undan- tekningarlaust teknar á ljós- myndastofum. „Í dag er ferming- armyndin ein af fáum myndum sem fólk á og er tekin af atvinnu- ljósmyndara. Í augum flestra eru þessar myndir reyndar hálf- gert „disaster“ og margir fela þær. Stelpur eru gjarnan með slöngu- lokka sem mörgum finnst absúrd. Í hugum flestra eru þær oft hræði- lega agalegar myndir.“ Agalegar myndir Ég hef farið nokkuð oft til London og í hverri ferð hef ég séð eitthvað sem mig langar til að sýna Garpi,“ segir Örlygur sem rekur Gistiheim- ili Húsavíkur. „Þegar kom að því að ákveða fermingargjöfina fyrir Garp var því ferðalag til London eitthvað sem mér datt f ljótlega í hug,“ segir hann en þeir Garp- ur eru afar nánir. „Garpur hefur gríðarlegan áhuga á vísindum og tækni, og margt er að sjá í þeim efnum í London. Til dæmis söfn á borð við Vísindasafnið, kon- unglegu stjörnuathugunarstöð- ina og breska náttúruminjasafn- ið,“ segir Örlygur en þeir frændur þræddu þessi söfn með miklum áhuga. Garpur var himinlifandi þegar hann frétti af ferðinni en hana fóru þeir í febrúar síðastliðnum. „Mér fannst rosalega skemmtilegt að fá að fara með Ölla,“ segir hann en inntur eftir því hvað honum hafi þótt merkilegast nefnir hann neðanjarðarlestakerfi borgarinn- ar. „Það er ótrúlegt hversu vel það er byggt og hve auðvelt er að kom- ast á milli staða,“ segir hann. Af öllum þeim söfnum sem þeir frændur heimsóttu í þessari viku- ferð var Garpur hrifnastur af Vís- indasafninu. „Þar var svo margt hægt að gera. Stundum getur nefnilega verið þreytandi að fara á söfn þar sem bara má skoða. Þarna gat ég fiktað og prófað.“ Leið Örlygs og Garps lá um ófáa markaði. „Við fórum til dæmis á markað í Camden og á Porto- bello Road sem er nokkuð fræg gata enda var myndin Notting Hill tekin þar upp,“ segir Örlygur. „Camden var eins og risastórt Kolaport, bara betra. Þar voru fjöl- margir matsölustaðir og margar verslanir, til dæmis ein sem hét Cyberdog sem var mjög flott neon- pönkbúð,“ lýsir Garpur hrifinn. Þeir frændur deildu sjaldan um hvert skyldi halda enda með mjög svipuð áhugamál. „Við erum eig- inlega alveg eins þegar kemur að áhugamálum. Það sem Garpur hefur kannski sem ég hef ekki er áhugi á japanskri menningu, svo við fórum í nokkrar búðir sem sér- hæfa sig í því,“ segir Örlygur sem lét frænda sínum í té smávegis skot- silfur til að eyða á mörkuðunum. „Hann fékk sér aðallega vísinda- bækur og eitthvað tölvutengt.“ Örlygur mælir með þessari upp- lifun. „Það er virkilega gaman að geta sýnt einhverjum svona margt nýtt á stuttum tíma. Garp- ur er líka rosalega hugsandi og ég gleymi mér oft í löngum samræð- um við hann um vísindi og heim- speki áður en ég man hvað hann er ungur.“ Garpur er í grunnskóla á Hólum í Hjaltadal og fermist í vor í Hóladóm- kirkju. „Ég er kannski ekkert sér- staklega trúaður en það er gaman að fermast hér mér krökkunum í bekknum. Svo er bara fínt í ferming- arfræðslunni,“ segir hann. Og hvers óskar hann í fermingargjöf? „Ég er að safna mér fyrir fartölvu svo pen- ingar koma sér mjög vel.“ Frændur fóru í fermingarferð Örlygur Hnefill Örlygsson gaf systursyni sínum, Garpi Hnefli Valssyni, ferðalag til London í fermingargjöf. Þeir frændur eru afar nánir og eiga, þrátt fyrir nokkurn aldursmun, sömu áhugamál sem snúa að vísindum og tækni. Fermingarstúlka úr Reykjavík frá upp- hafi síðustu aldar. MYND/ÞJÓÐMINJASAFNIÐ - PÉTUR BRYNJÓLFSSON Stúlkur klæddust nær alltaf hvítum fermingarkjólum upp úr 1900. MYND/ÞJÓÐMINJASAFNIÐ - ÁRNI THORSTEINSSON Garpur horfir út yfir bresku umferðina úr hótelherbergi sínu.Örlygur þræddi London með systursyni sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.