Fréttablaðið - 13.03.2014, Qupperneq 60
KYNNING − AUGLÝSINGFermingar FIMMTUDAGUR 13. MARS 201428
Hefðbundnar fermingarmyndir
sem teknar eru á ljósmyndastofum
komu fyrst til sögunnar hérlendis
snemma á síðustu öld að sögn Ingu
Láru Baldvinsdóttur, safnvarð-
ar myndasafns Þjóðminjasafns
Íslands. „Það er auðveldara að
þekkja fermingarmyndir af stúlk-
um því þær klæddust gjarnan hvít-
um kjólum og voru með hanska.
Það er erfiðara að greina ferm-
ingarmyndir af strákum því þeir
klæddust jakkafötum eins og al-
gengt var á þeim tíma.“ Það er fyrst
eftir seinni heimstyrjöld sem ferm-
ingarmyndatökur verða almennar
og hefðbundinn hluti af ferming-
um hérlendis. „Fermingarmynd-
ir voru eðlilega svarthvítar fyrstu
áratugina, raunar komu litmynd-
ir seint inn á ljósmyndastofur þar
sem verið var að taka svarthvítar
myndir jafnvel fram yfir 1970.“
Miklar breytingar hafa orðið á
uppstillingum og klæðnaði ferm-
ingarbarna. Helsta breytingin að
sögn Ingu Láru er sú að frá síðustu
aldamótum er orðið algengara að
teknar séu einnig myndir af ferm-
ingarbörnum í öðrum klæðnaði.
Þannig eru íþróttatreyjur vinsælar
og aðrar flíkur sem tengjast áhuga-
málum fermingarbarna.
Þrátt fyrir þessa þróun eru
fermingarmyndir nær undan-
tekningarlaust teknar á ljós-
myndastofum. „Í dag er ferming-
armyndin ein af fáum myndum
sem fólk á og er tekin af atvinnu-
ljósmyndara. Í augum flestra
eru þessar myndir reyndar hálf-
gert „disaster“ og margir fela þær.
Stelpur eru gjarnan með slöngu-
lokka sem mörgum finnst absúrd.
Í hugum flestra eru þær oft hræði-
lega agalegar myndir.“
Agalegar myndir
Ég hef farið nokkuð oft til London og í hverri ferð hef ég séð eitthvað sem mig
langar til að sýna Garpi,“ segir
Örlygur sem rekur Gistiheim-
ili Húsavíkur. „Þegar kom að því
að ákveða fermingargjöfina fyrir
Garp var því ferðalag til London
eitthvað sem mér datt f ljótlega í
hug,“ segir hann en þeir Garp-
ur eru afar nánir. „Garpur hefur
gríðarlegan áhuga á vísindum og
tækni, og margt er að sjá í þeim
efnum í London. Til dæmis söfn
á borð við Vísindasafnið, kon-
unglegu stjörnuathugunarstöð-
ina og breska náttúruminjasafn-
ið,“ segir Örlygur en þeir frændur
þræddu þessi söfn með miklum
áhuga.
Garpur var himinlifandi þegar
hann frétti af ferðinni en hana
fóru þeir í febrúar síðastliðnum.
„Mér fannst rosalega skemmtilegt
að fá að fara með Ölla,“ segir hann
en inntur eftir því hvað honum
hafi þótt merkilegast nefnir hann
neðanjarðarlestakerfi borgarinn-
ar. „Það er ótrúlegt hversu vel það
er byggt og hve auðvelt er að kom-
ast á milli staða,“ segir hann.
Af öllum þeim söfnum sem þeir
frændur heimsóttu í þessari viku-
ferð var Garpur hrifnastur af Vís-
indasafninu. „Þar var svo margt
hægt að gera. Stundum getur
nefnilega verið þreytandi að fara á
söfn þar sem bara má skoða. Þarna
gat ég fiktað og prófað.“
Leið Örlygs og Garps lá um ófáa
markaði. „Við fórum til dæmis
á markað í Camden og á Porto-
bello Road sem er nokkuð fræg
gata enda var myndin Notting Hill
tekin þar upp,“ segir Örlygur.
„Camden var eins og risastórt
Kolaport, bara betra. Þar voru fjöl-
margir matsölustaðir og margar
verslanir, til dæmis ein sem hét
Cyberdog sem var mjög flott neon-
pönkbúð,“ lýsir Garpur hrifinn.
Þeir frændur deildu sjaldan um
hvert skyldi halda enda með mjög
svipuð áhugamál. „Við erum eig-
inlega alveg eins þegar kemur að
áhugamálum. Það sem Garpur
hefur kannski sem ég hef ekki er
áhugi á japanskri menningu, svo
við fórum í nokkrar búðir sem sér-
hæfa sig í því,“ segir Örlygur sem lét
frænda sínum í té smávegis skot-
silfur til að eyða á mörkuðunum.
„Hann fékk sér aðallega vísinda-
bækur og eitthvað tölvutengt.“
Örlygur mælir með þessari upp-
lifun. „Það er virkilega gaman
að geta sýnt einhverjum svona
margt nýtt á stuttum tíma. Garp-
ur er líka rosalega hugsandi og ég
gleymi mér oft í löngum samræð-
um við hann um vísindi og heim-
speki áður en ég man hvað hann
er ungur.“
Garpur er í grunnskóla á Hólum í
Hjaltadal og fermist í vor í Hóladóm-
kirkju. „Ég er kannski ekkert sér-
staklega trúaður en það er gaman
að fermast hér mér krökkunum í
bekknum. Svo er bara fínt í ferming-
arfræðslunni,“ segir hann. Og hvers
óskar hann í fermingargjöf? „Ég er
að safna mér fyrir fartölvu svo pen-
ingar koma sér mjög vel.“
Frændur fóru í fermingarferð
Örlygur Hnefill Örlygsson gaf systursyni sínum, Garpi Hnefli Valssyni, ferðalag til London í fermingargjöf. Þeir frændur eru afar
nánir og eiga, þrátt fyrir nokkurn aldursmun, sömu áhugamál sem snúa að vísindum og tækni.
Fermingarstúlka úr Reykjavík frá upp-
hafi síðustu aldar.
MYND/ÞJÓÐMINJASAFNIÐ - PÉTUR BRYNJÓLFSSON
Stúlkur klæddust nær alltaf hvítum
fermingarkjólum upp úr 1900.
MYND/ÞJÓÐMINJASAFNIÐ - ÁRNI THORSTEINSSON
Garpur horfir út yfir bresku umferðina úr hótelherbergi sínu.Örlygur þræddi London með systursyni sínum.