Fréttablaðið - 13.03.2014, Síða 62

Fréttablaðið - 13.03.2014, Síða 62
KYNNING − AUGLÝSINGFermingar FIMMTUDAGUR 13. MARS 201430 Í vor verða 70 ára síðan Sverrir Hermannsson, fyrrverandi ráðherra, þingmaður og banka- stjóri, fermdist ásamt fimm öðrum jafnöldrum sínum. Fermingin fór fram í Ögurkirkju í Ögurvík, sem er á milli Skötufjarðar og Mjóa- fjarðar við Ísafjarðardjúp. „Það var Óli Ketilsson sóknarprestur sem sá um fermingarundirbúninginn sem tók um tíu daga. Hann var ágætur maður og ágætur prestur sem var ekki að ónáða menn með messum í tíma og ótíma en tal- aði vel og lengi þegar hann hafði messur.“ Þrír drengir og þrjár stúlkur tóku þátt í fermingarundirbún- ingnum þetta árið en Óli Ketilsson dvaldi í Ögurvík á meðan hann stóð yfir. „Hann kenndi okkur meðal annars trúarjátninguna og við lásum úr Nýja testamentinu. Reyndar höfðum við lært ýmislegt heima hjá okkur, til dæmis vísur Hallgríms Péturssonar.“ Dýrmæt gjöf Athöfnin fór vel fram að sögn Sverris þótt hún væri alllöng og kirkjan var þéttsetin. Að henni lokinni var slegið upp veislu á heimili Sverris fyrir heimilisfólkið þar sem boðið var upp á súkkulaði og sætar kökur. Sverrir fékk arm- bandsúr frá foreldrum sínum í fermingargjöf sem honum þótti mjög vænt um. „Á þessum tíma voru fermingarbörn nýbyrjuð að fá dýrar gjafir. Úrið kostaði minn- ir mig 300 krónur og hafði stóran litla vísi. Mér þótti afskaplega vænt um þessa gjöf enda áttu ekki margir armbandsúr á þessum slóðum þegar ég var að alast upp.“ Engin fermingarmynd var tekin af Sverri og fermingarsystkinum hans enda enginn ljósmyndari á þessum slóðum á þeim tíma. Ári síðar f lutti fjölskylda Sverris til Ísafjarðar þar sem fjögur yngstu systkini hans fermdust. Mikil tímamót Margt hefur breyst á 70 árum varðandi fermingarundirbúning- inn, ferminguna sjálfa og veislu- höldin. Sverrir segir að þótt ferm- ingar séu meira umfangs en áður var sé hún þó mikil tímamót fyrir ungt fólk sem hugsi um trú sína og guð sinn. „Fyrir mitt leyti þá trúi ég og veit þannig að ég fer ekki í neinar grafgötur með þessa hluti. Það á alls ekki að gera lítið úr fermingum.“ Sverrir fæddist á bænum Svalbarði í Ögurvík og ólst þar upp ásamt stórum systkina- hópi. Hann segir að gott hafi verið að alast upp í Ögurvík en á þeim tíma var nokkuð þétt- býlt á þessum slóðum, til dæmis var barnaskóli og læknissetur þar öll bernskuár Sverris. „Kall- inn átti trillu og gerði hana út á vorin og haustin. Ég var sjóveikur í fyrstu og fór oft að æla áður en ég fór um borð. Svo lagaðist það síðar þegar ég fór á síldina. Ég sinnti líka kindunum heima en við áttum margar kindur og kú. Þar lærði ég að mjólka áður en ég fermdist. Svo passaði ég við ær- burð og missti bara eitt lamb á fjórum árum.“ Tímarnir breytast og siðirnir með Miklar breytingar hafa orðið á fermingum undanfarna áratugi. Sverrir Hermannsson fermdist fyrir 70 árum í Ögurkirkju í Ögurvík ásamt fimm jafnöldrum sínum. Fermingarundirbúningurinn tók tíu daga og veislan var eingöngu fyrir heimilisfólkið. „Það á alls ekki að gera lítið úr fermingum,“ segir Sverrir Hermannsson, fyrrverandi ráðherra, þingmaður og bankastjóri. MYND/VALLI Franskar makkarónur eru ekki aðeins bragðgóðar heldur einnig afar fallegar á að líta. Þær má útbúa í ýmsum litum og með margvíslegu bragði. Á vefsíðu sjónvarpskokksins Evu Laufeyjar Kjaran Hermannsdóttur, www. evalaufeykjaran.com, er að finna uppskrift að þessum bragðgóðu kökum. 3 eggjahvítur 210 g flórsykur 125 g möndlur, fínt hakkaðar. 30 g sykur Dálítill matarlitur Möndlurnar eru settar í matvinnsluvél og malaðar þar til þær eru orðnar að fínu mjöli. Þá er flór- sykrinum blandað saman við og þeytt í eina til tvær mínútur. Opnið mat- vinnsluvélina, skafið meðfram hliðunum, setjið lokið aftur á og þeytið í um það bil tvær mínútur. Möndlumjölið er sigtað og grófu möndlunum sem verða eftir í sigtinu er hent eða geymdar til betri tíma. Nú skal þeyta eggjahvíturnar, sykri er bætt út í í þremur pörtum og blandan þeytt þar til hún er stíf. Matarlit að eigin vali er bætt út í. Bætið þurrefnum saman við eggjahvíturnar í þremur skömmtum með sleif og hrærið vel á milli. Teiknið hringi á stærð við tíkalla á bökunarpappírinn. Sprautið deiginu í hringina. Sláið plötunni nokkrum sinnum í borðið svo kökurnar verði sléttar og fínar og látið þær síðan standa í um 25 til 30 mínútur. Bakið við 150°C í 10-12 mínútur. Rjómakrem 2 dl rjómi 1 msk. flórsykur 1/2 tsk. vanilla-extract Þeytið rjóma, bætið flórsykrinum og vanillu-extractinu saman við í lokin. Þetta krem er einfalt en möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að bragði og áferð kremsins. Mismunandi uppskriftir má finna víða á veraldarvefnum. Litfagrir unaðsbitar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.