Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 68
KYNNING − AUGLÝSINGFermingar FIMMTUDAGUR 13. MARS 201436
„Ég hef verið kallaður maðurinn með róluna,“ segir
Jón Páll og hlær en í stúdíóinu hans, sem hann flutti
nýlega í Síðumúla 3-5, er hann meðal annars með
gamaldags trérólu sem kemur vel út á mynd.
„Ég hef verið að þróa þennan stíl í nokkur ár en þar
spilar saman bakgrunnur, gólf, lýsing og eftirvinnsla.
Ég vinn svolítið útfrá húðlit og þannig næst þetta hlýja
yfirbragð sem kemur mjög vel út í stækkunum á vegg og striga.“
Jón Páll er þaulvanur fermingarmyndatökum. Hann segir f lesta
sækjast eftir hressilegum og skemmtilegum myndum og rúllar yfirleitt
ákveðnu prógrammi í gegn til að ná fram því besta. Hann segir
fermingarbörnin gjarnan koma með eitthvað sem tengist
áhugamálum í tökuna og að mörg láti mynda sig í mis-
munandi fatnaði; bæði spari og hversdags. „Eins nota
flestir tækifærið og taka fjölskyldumynd í leiðinni.
Þetta eru ákveðin tímamót í lífi hverrar fjölskyldu
og myndi ég ætla um það bil ⅔ geri það.“
Allar nánari upplýsingar er að finna á www.jon-
pall.com
Hlýlegar myndir sem fara vel á vegg
Ljósmyndarinn Jón Páll Vilhelmsson hefur markað sér nokkra sérstöðu í fermingarmyndatökum. Myndir hans hafa yfir sér hlýlegan
blæ og notar hann auk þess ýmsa leikmuni til að gefa þeim aukið líf.
Flestir vilja hressilegar og skemmtilegar myndir. Í stúdíóinu er Jón Páll með gamaldags trérólu sem kemur vel út á mynd.
Margir taka með sér fatnað eða fylgihluti sem tengjast áhugamálinu í tökuna. Jón Páll segir hlutfall stráka og stelpna sem láta mynda sig fyrir ferminguna alveg jafnt.
M oroccanoil-hárvörulínan er olíurík og nærandi blanda, gerir hárið mýkra
og gefur því aukinn glans,“ segir
Fríða Rut Heimisdóttir hjá Regalo,
sem er umboðsaðili MOROCCAN-
OIL á Íslandi.
Moroccanoil-hárvörulínan er
heimsþekkt vörumerki sem ein-
kennist af blágrænum, appelsínu-
gulum og bláum litum, innblásn-
um frá Miðjarðarhafinu.
Argan-olían sem notuð er í
vörurnar hefur vakið heimsathygli
en hún á uppruna sinn að rekja til
Marokkó.
„Margir rugla saman vöru-
merkinu og olíunni,“ segir Fríða.
„Í raun er ekkert til sem heitir
Moroccanolía, heldur er það vöru-
merkið. Vörumerkið inniheldur
hins vegar tvær olíur sem eru
mjög nærandi og styrkjandi fyrir
allt hár. Eini munurinn á þeim er
að light-olían hentar fíngerðu, af-
lituðu hári betur.“
Olíurnar má nota einar og sér
eða blanda útí djúpnæringar-
maska frá merkinu, til að fá enn
meiri árangur en þessar ein-
stöku olíur unnu til 17 verð-
launa um allan heim árið 2013
og hafa í raun umbylt hárvöru-
iðnaðinum.
„Merkið hefur einnig verið
áberandi á tískuvikum um allan
heim og nú er fagteymi á vegum
Moroccanoil-hárvörumerkisins
á leiðinni hingað til lands til að
vinna með f lottum íslenskum
fagmönnum sem sjá um hárið á
Reykjavík Fashion Festival nú í
mars.“
Moroccanoil l ínan fæst á
hágæða h ársnyrtistofum.
Styrkjandi hárvörur
Moroccanoil-hárvörulínan er heimsþekkt vörumerki innblásið af
Miðjarðarhafinu. Moroccanoil-vörurnar næra og styrkja hárið og hafa unnið
til verðlauna um allan heim.
Sextíu ár eru liðin
síðan íslensk ferming-
arbörn klæddust fyrst
hvítum kyrtlum. Það
var vorið 1954, fyrir
tilstuðlan séra Jóns M.
Guðjónssonar á Akra-
nesi. Hugmynd Jóns
var að öll fermingar-
börn klæddust eins
til að enginn munur
sæist á efnahag fjöl-
skyldna þeirra.
Eftir að fermingar-
börn séra Jóns klædd-
ust hvítum kyrtli á
fermingardaginn
breiddist siðurinn fljótt
út meðal fermingar-
barna á Ísland. Fram
að því hafði ferming-
artískan frá því um
1920 verið á þann veg að stúlkur klæddust hvítum síðkjólum og
drengir dökkum jakkafötum.
Þegar líða tók á 20. öldina fór slíkur klæðaburður að þykja
hallærislegur og tóku stúlkur upp á því að lita fermingarkjóla
sína og nota sem ballkjóla. Spruttu fljótt upp háværar raddir sem
sögðu nánast helgispjöll að nota fermingarkjólinn á dansleik
og færðist mjög í vöxt að börn fengju þá einnig eftirfermingar-
föt, sem þýddi tvöföld útgjöld fyrir foreldra. Hvítur kyrtill var því
kærkomin og falleg lausn á miklum merkis degi og er kyrtillinn
boðberi þess að allir séu jafnir fyrir guði.
Allir jafnir fyrir guði
Moroccanoil-hárvörulínan er olíurík og nærandi blanda sem gerir hárið mýkra og gefur
aukinn glans.