Fréttablaðið - 13.03.2014, Side 72
KYNNING − AUGLÝSINGFermingar FIMMTUDAGUR 13. MARS 201440
KORNFLEX FYRIR KRAKKA
Ef það eru einhverjar kökur sem
mælast alltaf vel fyrir hjá krökkum
í veislum eru það kornflex/Rice
Krispies-kökur. Annar stór kostur
er hve auðvelt er að búa þær til. Til
dæmis mætti nýta krafta fermingar-
barnsins í þessu verkefni.
75 g ósaltað smjör
150 g suðusúkkulaði
6 msk. síróp
¼ tsk. gott sjávarsalt
5 bollar kornflex eða Rice Krispies
Súkkulaði, smjör og síróp brætt
saman í potti við vægan hita.
Kornflexi eða Rice Krispies blandað
saman við með sleif. Sett í form og
látið kólna í ísskáp. Þessa uppskrift
má líka nota til að gera til dæmis
kökubotn.
GÓÐIR OSTAR ERU
ÓMISSANDI
Ostar eru alltaf vinsælir. Ef boðið
er upp á nokkra rétti í veislunni
er frábært að hafa osta með, sér-
staklega ef veislan er í hádeginu
eða á kaffitíma. Raðið mis-
munandi ostum á fallegan bakka
og skreytið með jarðarberjum og
vínberjum. Þetta gæti verið brie,
camembert, gráðostur, til dæmis
ítalskur
gorgonzola,
geitaostur
og parmesan
eða aðrir eftir
smekk.
Með
ostunum
er yfirleitt
borið fram
niðursneitt
snittubrauð og
sykurlaust kex og góð sulta eða
hunang. Þar sem margir réttir eru
í boði má reikna með um 80 g af
osti á mann. Þá finnst mörgum
ómissandi að hafa álegg með
eins og salami eða parmaskinku.
Öðrum finnst best að hafa hnetur
með ostunum.
Takið ostana úr kæliskáp minnst
klukkutíma áður en veislan hefst.
Hafið einn hníf fyrir hvern ost svo
bragðmikill ostur smiti ekki þá
sem eru mildari.
KOMIST TIL MANNS
Að fermast er stór atburður í lífi ungrar manneskju. Þar mætist margt
í sama brennidepli: barnið er á tímamótum, að breytast úr barni í
ungling og ferming er yfirlýsing um lífsstefnu og að fermingarbarnið
vilji leitast við að fylgja í fótspor Jesú Krists.
Ferming er líka hátíð ættarinnar. Unga manneskjan stígur fyrstu
sporin í átt að því verða fullorðin og sjálfráða og fjölskyldan kemur
saman í þeim tilgangi að styðja hana og styrkja í því verki að komast
til manns. Af öllum þessum ástæðum er eðlilegt að koma saman, gera
sér glaðan dag og nesta barnið á hófstilltan hátt til fararinnar út í lífið.
Fyrir foreldra er ferming tækifæri til að eiga samræður við fermingar-
barnið um það sem gerist í fermingarundirbúningnum, um kristinn
arf og hvaða sess hann skipar í lífi okkar, og um stóru spurningar
lífsins: hvernig manneskja vil ég vera og hvernig vil ég lifa lífinu.
Heimild: Þjóðkirkjan (ferming.is)
Gefðu sparnað
í fermingargjöf
Gjafakort Landsbankans er góður kostur fyrir þá sem vilja
gefa sparnað í fermingargjöf. Landsbankinn greiðir 6.000
króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000
krónur eða meira inn á Framtíðargrunn.
Kortið er gjöf sem getur lagt grunn að traustum árhag í framtíðinni. Það er í fallegum gjafaumbúðum og fæst án
endurgjalds í útibúum Landsbankans.
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn