Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 80
þarf
frekari
orða
við?
KOMIN
Í KILJU
Þjóðminjasafnið opnar í dag sýningu á einstökum
kjólum sem Aðalbjörg Jónsdóttir prjónaði fyrir
nokkrum áratugum. Þeir eru allir úr eingirni. Á sýn-
ingunni eru líka kjólar sem Héléne Magnússon textíl-
hönnuður hefur prjónað eftir kjólum Aðalbjargar úr
annars konar efniviði, meðal annars silkiblandaðri
japanskri ull og lambsull sem unnin er í Frakklandi.
„Þó aðferð og mynstur sé það sama og í kjólum Aðal-
bjargar þá er áferðin allt önnur,“ segir Héléne um
sína kjóla og segir ekki lengur hægt að fá eingirni
hér á landi, eða annað sambærilegt ullarband.
Sýningin er við hlið kaffihússins á jarðhæð Þjóð-
minjasafnsins. Þær Aðalbjörg sem nú er 97 ára og
Héléne verða báðar viðstaddar þegar hún verður
opnuð. - gun
Einstakir kjólar Aðalbjargar
Kjólar prjónaðir af Aðalbjörgu Jónsdóttur og eft ir fyrirmyndum hennar eru á
sýningu sem opnuð verður í dag klukkan 15.30 í Þjóðminjasafninu.
KJÓLASÝNINGIN Fínleg mynstrin njóta sín vel í fisléttri
ullinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
EKKERT SLOR Hver kjóll er
módel. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
„Markmiðið var að öðlast skilning
á því hvað gerir börn að lestrar-
hestum,“ segir Herdís Anna Frið-
finnsdóttir leikskólakennari um
rannsókn sem gerð var af Barna-
bókasetri Íslands á Akureyri. Hún
segir niðurstöðurnar gefa mikil-
vægar vísbendingar um hvernig
efla megi áhuga barna á lestri og
mun gera grein fyrir þeim á ráð-
stefnunni Kveikjum eld í Gerðu-
bergi á laugardaginn.
Sjálf starfar Herdís Anna í
barnabókadeild Amtsbókasafns-
ins á Akureyri sem hefur staðið
fyrir sumarlestri barna. Rann-
sóknin náði til barna úr slíku
sumarlestrar námskeiði og við-
miðunarhópurinn var í öðru tóm-
stundastarfi. „Munurinn milli
þessara hópa var einkum fólginn
í fyrirmyndum á heimilunum,“
segir Herdís Anna. „Bókaormar-
nir sjá foreldra og systkini lesa
sér til ánægju og foreldrarnir lásu
báðir fyrir börnin sem fóru síðan
að lesa fyrir sjálfa sig og aðra.“
Anna Herdís telur unga bóka-
orma lítið tjá sig um bækur og
lestur við önnur börn. „Börn sem
lesa mikið telja að það sé ekki töff
að vera bókaormur.“
Herdís Anna segir börnin
kvarta undan skorti á nýjum
bókum á skólabókasöfnum. Þeim
finnist líka vanta auglýsingar á
barnabókum. „Sú hugmynd kom
upp að börn kynntu bækur fyrir
öðrum börnum í skólunum. Það
hefur verið prófað hér á Akureyri
og komið vel út.“
Bókaormar eru meðvitaðir um
að lesturinn hjálpi þeim í námi,
að sögn Herdísar Önnu. Hún
segir þá oft velja bækur af kost-
gæfni. „Þeir óvönu velja frekar
bækur af handahófi og flokka
þær eftir kynjum, yfirleitt er það
kápan sem kemur inn hugmynd-
um hjá þeim. Bleik kápa fælir til
dæmis stráka frá. Öllum krökkum
finnst nauðsynlegt að bækur séu
skemmtilegar og helst vilja þeir
framhald því þá er eitthvað sem
bíður. Mörg börn segja mikil vægt
að gefast ekki strax upp heldur
lesa fleiri blaðsíður en allt gerist
svo hratt í öðrum miðlum að sum
mega ekki vera að því að bíða eftir
að sagan grípi þau.“
Ráðstefnan í Gerðubergi
stendur frá 10.30 til 13.30 á
laugar daginn. Auk Herdísar
Önnu halda rithöfundarnir Yrsa
Sigurðar dóttir, Davíð Stefáns-
son, Marta Hlín Magnadóttir
og Birgitta Elín Hassell erindi.
Aðgangur er ókeypis.
gun@frettabladid.is
Ungir bókaormar tala
lítið um sinn lestur
Herdís Anna Friðfi nnsdóttir leikskólakennari lýsir rannsókn á lestrarvenjum
ungra bókaorma á barnabókaráðstefnunni Kveikjum eld í Gerðubergi á laugar-
daginn. Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um hvernig efl a megi áhuga á lestri.
FYRIRLESARI
„Mörg börn segja
mikilvægt að
gefast ekki strax
upp heldur lesa
fleiri blaðsíður en
allt gerist svo hratt
í öðrum miðlum
að sum mega ekki
vera að því að
bíða eftir að sagan
grípi þau,“ segir
Anna Herdís.
MYND/AUÐUNN NÍELSSON
HÖNNUÐIR
Hélén
og Aðalbjörg
ná vel saman.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
MENNING
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR