Fréttablaðið - 13.03.2014, Síða 82

Fréttablaðið - 13.03.2014, Síða 82
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 Sýningin „Óli G. Jóhannsson - In Memoriam“ verður opnuð í Tveimur hröfnum listhúsi á Baldurs götu 12, í dag klukkan 17. Sýningin er haldin til heiðurs Óla G. Jóhannssyni myndlistar- manni, en hann lést í janúar árið 2011. „Þetta er dálítið persónuleg sýn- ing – hann var vinur okkar hjóna,“ segir galleríistinn Ágúst Skúlason. „Ég og konan mín, Halla Jóhanna, kynntumst Óla þegar hann var að sýna í Listasafni Akureyrar árið 2001, ásamt Kristjáni Davíðssyni,“ segir Ágúst, en Óli var að norðan og bjó þar alla tíð. „Þegar sýning- in stóð yfir kynntumst við hjón- in bæði myndlistinni og honum sjálfum. Það varð ekki aftur snúið,“ segir Ágúst, og bætir við að þau hjónin hafi safnað verk- um eftir hann og unnið mjög náið með honum eftir það. Óli fór ekki hefðbundnar leiðir í myndlistinni. „Hann þurfti að hafa fyrir lífinu og vinna mikið. Hann var líka á kafi í hestamennsku, en vann þess utan að ýmsu, var til dæmis til sjós og í blaðamennsku. En ég held að hann hafi alltaf stefnt, beint og óbeint, að því að eiga feril í mynd- list,“ segir Ágúst. Óli var einn af upphafsmönnum að stofnun Myndlistarskólans á Akureyri auk þess sem hann rak Gallerý Háhól ásamt eiginkonu sinni Lilju Sigurðardóttur en það var fyrsta einkarekna gall- eríið á Akureyri, stofnað 1974. Það var ekki fyrr en upp úr 1993 að Óli fór að helga sig myndlist- inni alfarið. „Hann lenti í slysi á sjó, féll útbyrðis, axlarbrotnaði og fékk vægt hjartaáfall – hann var þarna í jökulköldum sjónum í 20 mínútur, en bjargaðist. Það var þá sem hann ákvað að láta drauminn rætast.“ Ágúst segir Óla svo hafa verið uppgötvaðan alþjóðlega um 2006. „Fulltrúar frá galleríkeðjunni Opera-Gall- ery flugu norður og heimsóttu hann á vinnustofuna. Stuttu síðar gerðu þeir samning og hann hélt sína fyrstu einkasýningu, hjá þeim árið 2007 í London, en sú sýning seldist upp á opnuninni. Í framhaldinu sýndi Óli hjá Opera- Galleríinu víða um heim; í New York, Monte Carlo, Monaco, Miami, Seúl, Singapúr, Dúbaí og víðar og vann með þeim allar götur síðan, eða þar til hann lést fyrir aldur fram, í janúar 2011. Þegar að Óli lést var nýbúið að opna yfirgripsmikla sýningu á verkum hans í Listasafni Reykja- nesbæjar. „Eftir að Óli féll frá sögðu ýmsir að Akureyri væri bara hálfur bær, svo mikil var eftirsjáin að honum – hann var svo skemmtilegur og kraftmikill karakter.“ Á sýningunni verða verk úr dánarbúi listamannsins, ásamt verkum úr eigu þeirra hjóna. „Við höfum safnað verkum eftir Óla frá árinu 2001 og svo verður þetta rjóminn úr dánar- búinu,“ segir Ágúst að lokum. olof@frettabladid.is Féll útbyrðis og hóf myndlistarferilinn Sýning til minningar um myndlistarmanninn Óla G. Jóhannsson opnar í Tveimur hröfnum í dag. Sýnd verða verk í einkaeigu og rjóminn úr dánarbúinu. TVEIR HRAFNAR Ágúst og Halla Jóhanna hafa safnað verkum eftir Óla síðan árið 2001. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Söngkonurnar í Kvennakór Kópa- vogs halda tvenna tónleika í Hörpu á laugardaginn í takt við hækkandi sól. Þá fyrri klukkan 16 og þá síð- ari klukkan 20. Þar syngja þær gamlar og góðar dægurperlur enda hafa þær skírt dagskrána Perlur og pilsaþytur. Efnisskrá tónleikanna spannar tímabilið frá kreppuárum og vel fram yfir seinna stríð. Þar eru lög eins og Papermoon, Dream a little dream og Sugartime og einnig verður syrpa með lögum frá sjö- unda áratug síðustu aldar. Kórkonur ætla að klæðast sam- kvæmt tíðaranda efnisskrárinnar og hárgreiðslan verður í stíl. Það verður því líf í tuskunum og sjónar- spil í Kaldalóni ásamt ljúfum tónum. Stjórnandi kvennakórs Kópa- vogs er Gróa Hreinsdóttir og undir- leikarar á tónleikunum nú eru Árni Heiðar Karlsson á píanó og Birgir Bragason á bassa. Kvennakór Kópavogs er á 12. starfsári sínu. Hann hefur tekið virkan þátt í menningarlífi Kópa- vogs og ber þar hæst að undanfarin fimm ár hefur hann stutt mæðra- styrksnefndina þar bæði með fata- söfnun og tónleikahaldi. Hjá kórnum hefur líka skapast sú hefð að syngja á aðventumarkaði Ljóssins, endur- hæfingar-og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Í maí mun kórinn fjölmenna á landsmót kvennakóra sem verður haldið á Akureyri í ár. gun@frettabladid.is Klæða sig í takt við tíðarandann Kvennakór Kópavogs heldur tvenna vortónleika 15. mars í Kaldalóni í Hörpu. Þar fl ytur hann létt og sígild dægurlög undir yfi rskrift inni Perlur og pilsaþytur. PERLUR OG PILSAÞYTUR Kvennakór Kópavogs kann að bregða á leik bæði á sviðinu og utan þess. – Lifið heil ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 79 77 0 2/ 14 www.lyfja.is Fyrir þig í Lyfju Læg a verð í LyfjuNicorette Fruitmint Allar pakkningar og styrkleikar. 15% afsláttur Gildir út mars. Íslenskir hönnuðir í aðalhlutverki Lífsstíll er nýr þáttur um tísku, hönnun og lífsstíl sem hefst á Stöð 3 í kvöld. Hann verður í umsjá Theodóru Mjallar Skúladóttur Jack, sem gaf út metsölubókina Hárið 2012. Þátturinn verður í opinni dagskrá. Kl. 19:30 FIMMTUDAG 19:30 Í opinni dagskrá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.