Fréttablaðið - 13.03.2014, Side 84
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36
Þýsk kvikmyndaveisla hefst í dag í Bíói Paradís
á Hverfisgötu en hátíðin er haldin í samstarfi við
Goethe Institut og Þýska sendiráðið og stendur til 23.
mars.
Sex nýjar kvikmyndir verða kynntar til leiks að
þessu sinni. Opnunarkvikmynd hátíðarinnar er engin
önnur en hin marglofaða Zwei Leben en hún hefur
hlotið gífurlegt lof gagnrýnenda og farið sannkallaða
sigurför um heiminn og var meðal annars tilnefnd til
Óskarsverðlauna á dögunum.
Af öðrum eftirtektarverðum myndum að má nefna
kvikmyndina Finsterworld eftir leikstjórann Frauke
Finsterwalder, en í myndinni tekst hún á við þá til-
vistarkreppu sem þýskt þjóðarstolt stóð frammi fyrir
í kjölfarið á seinni heimsstyrjöldinni. Kvikmyndin
varpar bæði súrrealísku og kankvíslegu ljósi á þung-
bært ástand.
Einnig verður í sýningu heimildarmynd eftir leik-
stjórann David Sieveking en í myndinni sem ber
nafnið Vergiss mein nicht (Forget me not) fylgist
hann með alzheimersjúkri móður sinni og veitir inn-
sýn í heim alzheimersjúkdómsins og hvernig hann
birtist aðstandendum sjúklinga. Kvikmyndaveislan er
frábært tækifæri til að kynnast þýskri menningu og
rjómanum af þýskri kvikmyndagerð. Hægt verður að
kaupa tíu klippa klippikort sem gildir á kvikmynda-
hátíðina.
- jm
Fór sigurför um heiminn allan
Þýsk kvikmyndaveisla hefst í dag en kvikmyndin Zwei Leben opnar hátíðina.
➜ Í kvikmyndinni Vergiss mich nicht veitir kvikmyndagerða-
maðurinn David Seiveking innsýn í heim alzheimersjúkra með
því að fylgjast með móður sinni sem glímir við þann hvimleiða
sjúkdóm.
FIMMTU
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Sýningar
14.00 Í dag klukkan 14.00 býðst
foreldrum í fæðingarorlofi leiðsögn
um grunnsýningu Þjóðminjasafns-
ins, Þjóð verður til - Menning og
samfélag í 1200 ár. Víða eru starf-
ræktir svokallaðir foreldramorgnar
en með leiðsögn fyrir foreldra í
fæðingarorlofi vill Þjóðminjasafnið
taka þátt í þjónustu fyrir þennan
hóp fólks. Leiðsögnin er ókeypis
og allir foreldrar í fæðingarorlofi
boðnir velkomnir.
15.30 Í dag klukkan 15.30 opnar
sýning á kjólum eftir Aðalbjörgu
Jónsdóttur sem hefur í áratugi
prjónað kjóla úr íslenskri ull.
Kjólarnir eru hannaðir af miklu
listfengi og telja yfir eitt hundrað.
Hélène Magnússon textílhönnuður
vinnur nú að útgáfu bókar um verk
Aðalbjargar.
17.00 Velkomin á opnun á sýningu
til minningar um Óla G. Jóhanns-
son, í dag, á milli klukkan 17 og 19.
Íþróttir
11.15 Ókeypis tímI
í heilsu qi-gong í
boði Konfúsíusar-
stofnunarinnar
og Heilsudrek-
ans. Staður og
tími: Íþrótta-
hús HÍ alla
þriðjudaga og
fimmtudaga
kl. 11.15-
12.00.
Kynningar
14.00 Á Íslandi
eru töluð yfir
hundrað tungumál
af fólki sem hefur
annað mál en íslensku
að móðurmáli. Í dag klukkan
14.00, gefst tækifæri til að kynnast
hluta af þessum heimsmálum í
Café Lingua á Háskólatorgi Háskóla
Íslands, þar sem nemendur, sem eru
að læra íslensku sem annað mál,
og aðrir áhugasamir, munu kynna
tungumál sín á lifandi hátt. Kynn-
ingin fer fram á íslensku og gefst
gestum svo kostur á að spreyta sig
á tungumálum eins og rússnesku,
kínversku, frönsku, ítölsku, norsku,
sænsku, dönsku, úkraínsku, þýsku
og georgísku og kynnast um leið
fjölbreyttri menningu.
Tónlist
17.00 Sígildar, íslenskar dægur-
flugur munu hljóma á Bókasafni
Seltjarnarness þegar Gamlir Fóst-
bræður ásamt tenórnum Þorgeiri
Andréssyni halda þar tónleika, en
tónleikarnir eru liður í Tónstöfum,
samstarfi Bókasafnsins og Tónlistar-
skóla Seltjarnarness.
20.00 Í kvöld leiða saman hesta
sína böndin Slowsteps og Blær. Þó
ólík séu í eðli sínu þá spila þau
hlustendavæna tónlist sem allir
ættu að geta haft gaman af. Tón-
leikarnir byrja klukkan 20.00 og
það er ókeypis inn.
20.00 Í kvöld heldur kvennakórinn
Kyrjurnar tónleika í Seltjarnarnes-
kirkju klukkan 20.00. Gestur kórsins
Í GRAFARVOGI
J
A
N
Ú
A
R