Fréttablaðið - 13.03.2014, Síða 94

Fréttablaðið - 13.03.2014, Síða 94
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46 BAKÞANKAR Bergs Ebba Benediktssonar EITT hef ég lært. Mannskepnan býr yfir mikilli þrá eftir vitneskju. Það er óumdeild staðreynd hvar sem maður kemur niður. Það nægir að skoða könnunarsögu veraldar- innar. Allir heimsins krókar og kimar hafa verið kortlagðir og menn voru búnir að því löngu áður en hægt var að taka myndir úr flugvélum eða gervihnöttum. Menn hrein- lega börðu sér leið gegnum frumskóga, yfir eyðimerkur og upp á fjallstinda til að eyða óvissunni. Á kortinu mátti ekki vera nein gloppa. HEIMURINN er þó enn fullur af leyndar dómum. Við vitum ekki einu sinni fyrir víst af hverju kettir mala. En það er önnur saga. EN ÞÓ þrá mannsins eftir vitneskju sé óumdeild þá er þráin eftir leyndar- dómum jafnvel enn sterkari. Þetta virkar þversagnarkennt, en gefum þessu séns. ÞRÁTT fyrir að vera alinn upp af vísindalega þenkjandi fólki þá hverfðust allar sögurnar sem ég heyrði í barnæsku um leyndar- dóma. Allt var gert að leyndardómi: týndir lyklar, opnunartími banka, heimsókn frá ættingjum. Þegar hverfisbúðin fór á hausinn (líklega vegna þess að keðjur eins og Bónus voru að ryðja sér til rúms) var það presen- terað eins og ráðgáta. Eins og líklegri skýr- ing væri að eigandi búðarinnar væri haldinn illum anda eða að einhver úr hverfinu hefði móðgað hann. Engum datt í hug að spyrja eigandann. Það hefði skemmt leyndar- dóminn. VIÐ þráum leyndardóma. Stundum hjálpa þeir okkur að sættast við erfið skilyrði. Í fleiri áratugi var verðbólga, hátt vöruverð og háir vextir leyndardómur íslensks sam- félags. Eitthvað sem ekki var hægt að gera neitt í. Nú vitum við flest að okkar litla efna- hagskerfi með sína handstýrðu örmynt, sem verndar fyrst og fremst sérhagsmunahópa og braskara, er um að kenna. Verðbólgan er ekki meiri leyndardómur en það. ÉG er undir sömu sök seldur. Stundum finnst mér heimurinn of upplýstur. Ég þrái leyndardóma, leyndardóma sem vekja upp ímyndunaraflið, sefa hugann og syngja mig í svefn. Ég þrái þá jafn mikið og hver annar. Þráin eft ir leyndardómum 300: RISE OF AN EMPIRE 3D 300: RISE OF AN EMPIRE 3DLÚXUS Ý Í ÍÆVINT RI HR. PBODYS SL. TAL 2D ÆVINTÝRI HR. PÍBODYS ÍSL. TAL 3D THE MONUMENTS MEN RIDE ALONG ROBOCOP SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM 2 2D SAVING MR. BANKS ÆVINTÝRI HR. PÍBODYS 2D Ý ÍÆVINT RI HR. PBODYS 3D 3 DAYS TO KILL THE MONUMENTS MEN NYMPHOMANIAC PART 1 AUGUST OSAGE COUNTY KL. 5.40 - 8 - 10.20 KL. 5.40 - 8 - 10.20 KL. 3.30 - 5.45 KL. 3.30 - 5.45 KL. 8 - 10.35 KL. 5.45 - 8 - 10.15 KL. 8 - 10.35 KL. 3.30 Miðasala á: og KL. 6 - 9 KL. 5.50 KL.5.50 KL. 8 - 10.30 KL. 8 - 10.30 KL. 8 - 10.30 KL. 5.30 NÁNAR Á MIÐI.IS 3 DAYS TO KILL ÆVINTÝRI HR. PÍBODYS 3D THE MONUMENTS MEN RIDE ALONG KL. 8 - 10.10 KL. 6 KL. 10.10 KL. 6 - 8 ENTERTAINMENT WEEKLY EMPIRE THE CONGRESS DARK TOUCH SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas 3 DAYS TO KILL 8, 10:20 THE MONUMENTS MEN 8, 10:25 RIDE ALONG 6, 10:25 ÆVINTÝRI HR. PÍBODYS 3D 6 DALLAS BUYERS CLUB 5:45, 8 ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK AFTENBLADET EXPRESSEN VARIETY ENTERTAINMENT WEEKLY Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Óskarsverðlaunahafinn Lupita Nyong‘o hefur verið að deita sóm- alska rapparann K‘Naan síðan í september samkvæmt heimildum tímaritsins Us Weekly. K‘Naan á tvo syni með fyrr- verandi konu sinni, Deqa Warsame, en að sögn vina Lupitu fara þau K‘Naan hægt í sakirnar. „Hún hefur ekki hitt börnin hans,“ segir vinur Lupitu sem hlaut Óskarinn fyrir stuttu fyrir leik sinn í kvikmyndinni 12 Years a Slave. - lkg Deitar rappara Á UPPLEIÐ Lupita er ein skærasta stjarna heims um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY „Við viljum koma því til skila að okkar skipulag hefur komið mjög vel út og viljum að svipuðu skipulagi verði komið á í fleiri skólum,“ segir Ásta Laufey Aðal- steinsdóttir, framhaldsskóla- kennari og forvarna- og félags- málafulltrúi Borgarholtsskóla. Borgarholtsskóli hefur endur- skipulagt dansleikjamál skólans og hefur nýja skipulagið komið ákaflega vel út á þessu skólaári. „Á árshátíðinni hjá okkur var húsið opnað klukkan 19.00 og húsinu var lokað klukkan 20.30. Nemendur fengu ekki að fara út og koma aftur inn eftir klukkan 20.30. Þetta gerir það að verkum að nemendur eru ekki að fara í partí á milli matar og balls til þess að drekka áfengi,“ útskýrir Ásta Laufey. Það hefur tíðkast í sumum skólum, og þá helst á árshátíð- um skólanna, að nemendur mæta í matinn og fara svo í partí þar sem gjarnan er drukkið eins mikið magn áfengis og hægt er fyrir ballið, sem hefst síðar sama kvöld. Það verður til þess að nemendur mæta gjarnan mjög drukknir og við vitum öll hverjir fylgifiskar ofneyslu áfengis geta verið, líkt og ofbeldi og önnur brot. Aðstandendur dansleikja í Borgarholtsskóla nota áfengis- mæla til þess að láta þá blása sem grunaðir eru um ölvun. „Við byrjuðum að nota áfengis- mæla árið 2009 og notuðum þá mjög mikið. Þá var fólk látið blása þegar það mætti á ballið. Við lentum í þeim vandræðum að sjúkraherbergið varð fullt af fólki,“ segir Ásta Laufey. Í dag eru þeir sem grunaðir eru um ölvun látnir blása. „Það voru fimm nemendur á árshátíðinni sem voru látnir blása og þá var hringt í foreldra þeirra og nem- endurnir sóttir. Ef upp kemst um ölvun nemenda á balli hjá okkur fær sá aðili ekki aðgang að næsta balli,“ útskýrir Ásta Laufey. Hún segir ástandið aldrei hafa verið eins gott og í vetur í Borgar holtsskóla. „Á busaballinu í haust komu upp tíu tilvik á 700 manna balli. Það voru svo bara fjórir einstaklingar með vesen og voru þeir aðilar ekki einu sinni í skólanum.“ Borgarholtsskól i kaupir öryggisgæslu hjá fyrirtækinu Go Security og ber því vel sög- una. „Starfsmenn fyrirtækis- ins hafa flestir reynslu og hafa margir hverjir unnið í tengslum við áfengisráðgjöf. Þeir fylla út skýrslu með upplýsingum um ölvaða einstaklinginn. Foreldrar barnanna kvitta svo undir þegar þeir sækja ölvaða einstaklinginn. Eins og fyrr segir fær sá aðili ekki aðgang að næsta balli.“ Ásta Laufey vill gjarnan að fleiri skólar taki upp skipu- lag Borgarholtsskóla og banni partíin sem eru á milli matar og balls á árshátíðum og biðji for- eldra vinsamlega um að leyfa ekki eftirlitslaus partí í kringum skólaböllin. „Margir foreldrar unglinga hafa áhyggjur af því að börnin þeirra hefji áfengis- drykkju í framhaldsskóla. Við viljum minnka líkurnar á því að það gerist og halda þeim góða árangri sem náðst hefur í grunn- skólum og samræma reglur í framhaldsskólum í tengslum við áfengisneyslu,“ segir Ásta Laufey og bætir við að ástandið hafi ekki alltaf verið svona gott í Borgar- holtsskóla. gunnarleo@frettabladid.is Ekkert ballbann í Borgó Borgarholtsskóli hefur á undanförnu ári endurskipulagt dansleikjamál skólans. Einungis tíu tilvik um ölvun komu upp á 700 manna dansleik fyrir skömmu. Ásta vill samræma reglur í tengslum við áfengisneyslu. GAMAN SAMAN Hér er Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir önnur frá hægri, og Guðný María Jónsdóttir önnur frá vinstri, með hressa nemendur með sér. Þær eru félagsmálafull- trúar Borgarholtsskóla ásamt Sigurði Þóri Þorsteinssyni. MYND/EINKASAFN BORGARHOLTSSKÓLI Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa stjórnendur Mennta- skólans við Sund sett á dans- leikjabann. „Ástæðan fyrir þessu dansleikjabanni er að okkur hefur fundist hlutirnir ekki hafa gengið nógu vel og það hefur verið allt of mikið um ölvun,“ sagði Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, í viðtali við Fréttablaðið. Mikil drykkja og önnur brot á árshátíð MS sem fram fór í Gullhömrum fyrir skömmu fylltu mælinn og hefur því verið sett á svokallað dans- leikjabann. ➜ Ölvun nemenda á skólaböllum er mikið vandamál
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.