Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 95

Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 95
FIMMTUDAGUR 13. mars 2014 | LÍFIÐ | 47 ➜ Dröfn er gift fjögurra barna móðir. Hún er geislafræðingur og með meistaragráðu í bóka- safns- og upplýsingafræði. Kjúklingaréttur og bragðgóð berjabaka Dröfn Vilhjálmsdóttir heldur úti matarblogginu Eldhússögur og deilir tveimur uppskrift um með lesendum Fréttablaðsins. Annars vegar uppskrift að einföldum kjúklingarétti með sætkartöfl umús og hins vegar eft irrétti sem gleður í þessu grámyglulega veðri. Kjúklingur í satay-sósu með sætkartöflumús 700 g kjúklingur (ég notaði úrbeinuð læri frá Rose Poultry), skorinn í bita smjör eða olía til steikingar 1 dós satay-sósa (440 g) 1 stór rauð paprika, skorin í bita 1 meðalstór rauðlaukur, saxaður smátt 100 g ferskt spínat 150 g fetaostur í olíu ca. 1 dl salthnetur, grófsaxaðar Laukur og paprika steikt á pönnu þar til laukurinn er orðin mjúkur. Þá er kjúklingnum bætt út á pönnuna og hann steiktur þar til bitarnir hafa brúnast. Því næst er sósunni bætt út á pönnuna og látið malla í 15 mínútur. Þá er spínatinu hrært út í og látið malla í 5 mínútur til viðbótar. Áður en rétturinn er borinn fram er fetaosti (án olíunnar) og salt- hnetum dreift yfir. Borið fram með sætkartöflumús. Sætkartöflumús ca. 800 g sætar kartöflur 3 msk. smjör salt & pipar chili-flögur (ég notaði chili explosion krydd) Sætu kartöflurnar eru afhýddar og skornar í bita. Bitarnir eru því næst soðnir í 10-15 mínútur eða þar til kart- öflurnar eru soðnar í gegn. Þá eru þær stappaðar saman við smjör og krydd í potti við lágan hita. Stökk berjabaka með vanillusósu 500 g frosin berjablanda 1 dl sykur 2 msk. kartöflumjöl 100 g smjör 1 1/2 dl hveiti 1 dl haframjöl 1 dl kókosmjöl 1 dl púðursykur eða sykur 1/2 tsk. lyftiduft 1 tsk. vanillusykur Ofn hitaður í 200 gráður. Byrjað er á því að þíða berin og setja þau í eldfast mót. Því næst er sykri og kartöflumjöli stráð yfir. Kókosmjöl og haframjöl ristað á þurri pönnu í stutta stund þar til það hefur tekið smá lit. Smjör brætt í potti og kókosmjöli, haframjöli, púðursykri, lyftidufti og vanillusykri blandað út í. Blöndunni er síðan dreift jafnt yfir berin. Bakað í ofni við 200 gráður í 20-30 mínútur eða þar til bakan hefur tekið góðan lit. Borið fram með þeyttum rjóma, ís eða vanillusósu. Vanillusósa 1 vanillustöng 4 dl mjólk 1 dl sykur 4 eggjarauður 1 tsk. maizenamjöl eða kartöflumjöl 2 dl þeyttur rjómi (mældur eftir að hann er þeyttur) Eggjarauður, sykur og maizenamjöl (eða kartöflumjöl) þeytt vel saman þar til blandan verður létt og ljós. Á meðan er vanillustöngin klofin og fræin skafin innan úr henni. Mjólk sett í pott ásamt vanillufræjunum og sjálfri vanillustönginni. Mjólkin látin ná suðu (má ekki brenna við botn- inn), potturinn tekinn af hellunni og látinn standa í nokkrar mínútur til að kólna lítillega. Vanillustöngin veidd upp úr. Þegar eggjablandan er til- búin er henni blandað út í mjólkina. Potturinn er settur aftur á helluna við meðalhita og hrært í á meðan þar til að blandan þykknar og verður fremur kremkennd. Blandan má alls ekki sjóða og ef maður vill er hægt að fylgjast með henni með hitamæli, hitinn má ekki fara yfir 74 gráður. Þegar sósan er passlega þykk er hún tekin af hellunni og látin kólna alveg áður en þeytta rjómanum er bætt út í. Borin strax fram með heitri berjabökunni. liljakatrin@frettabladid.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.