Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 98

Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 98
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 50 FÓTBOLTI „Við getum ekki verið mikið léttari á því en eftir svona sigur,“ sagði Dóra María Lárus- dóttir, landsliðskona í knattspyrnu, kampakát við Fréttablaðið í gær eftir að stelpurnar okkar lögðu Svíþjóð, 2-1, í leiknum um brons- verðlaunin á Algarve-mótinu. Sara Björk Gunnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir skoruðu mörk Íslands á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik en þetta er í annað skiptið sem Ísland vinnur til verð- launa á mótinu (silfur 2011). „Við settum á þær grimma hápressu sem kom þeim á óvart. Þér héngu meira á boltanum en við en við náðum að skora eftir góða pressu og annað mark fylgdi svo í kjölfarið. Þær sköpuðu sér eiginlega ekkert fyrir utan þetta mark. Mér fannst sigurinn aldrei í hættu,“ sagði Dóra María sem bar fyrirliðabandið í leiknum í sínum 100. A-landsleik. Dóra María viðurkennir fúslega að stelpunum leiddist nákvæmlega ekki neitt að leggja Svíþjóð að velli eftir flenginguna sem þær fengu í 8 liða úrslitum EM í fyrra þar sem Svíarnir völtuðu yfir okkar stelpur, 4-0. Í heildina vann Svíþjóð lið Íslands þrisvar sinnum á síðasta ári. „Það var yndislegt að þagga aðeins niður í þeim. Nógu kok- hraustar eru þær sænsku eftir að hafa flengt okkur þrisvar á síðasta ári. Þær urðu svo pirraðar þegar við skoruðum fyrsta markið að þær komust aldrei yfir það. Þetta var afskaplega ljúfur sigur,“ sagði Dóra María alsæl. Leikmenn nýtt tækifærin Ísland byrjaði Algarve-mótið ekki vel og tapaði fyrir Evrópumeist- urum Þýskalands, 5-0. Stelpurnar voru fljótar að hrista það af sér og unnu þrjá leiki í röð og hirtu bronsið. „Eins furðulegt og er að segja frá því gekk margt upp sem við lögðum upp með taktískt gegn Þýskalandi. Það er náttúrlega fullt af nýjungum sem við erum að læra inn á með fleiri leikjum og meiri tíma sem við eyðum saman,“ sagði Dóra María. Hún er ánægð með dvölina á Algarve og hvernig nýir og yngri leikmenn liðsins hafa komið sterkir inn. Þjálfarinn lofaði þeim spiltíma og ábyrgðinni fögnuðu þeir. „Það er mjög mikilvægt að stækka hópinn og gefa fleirum tækifæri. Leikmenn hafa líka nýtt þetta tækifæri mjög vel. Við höfum æft tvisvar á dag fyrir utan að spila leikina og farið mikið í taktík. Svo er þessi íslenska geðveiki og liðs- heildin alltaf til staðar,“ sagði hún. Aðspurð hvort þessar ungu stelpur í dag séu betri eða öðru- vísi leikmenn en Dóra og fleiri á hennar aldri þegar þær komu inn í liðið sagði hún: „Það er erfitt að leggja mat á það hvort þær séu betri en margar þarna eru rosalega öflugar. Þær koma sterkar inn og eru alveg ófeimnar. Þessar stelpur í dag hafa að meiru að stefna. Landsliðið er núna búið að fara tvisvar á stór- mót og fleiri stelpur fara í atvinnu- mennsku núna og góða háskóla. Þetta var ekki alveg svona þegar ég var að byrja.“ Stolt af metinu Dóra María er sú yngsta í sögunni sem nær að spila 100 A-landsleiki. „Ég hef ekkert verið að spá í þessu en svo þegar maður er búinn að ná þessu er maður stoltur og þakk- látur. Það hefur hvarflað að mér stundum hvort það sé ekki tími til að leggja knattspyrnuferilinn til hliðar en guð minn almáttugur hvað ég er fegin núna að hafa ekki gert það. Nú vil ég halda áfram endalaust á meðan líkaminn leyfir,“ sagði hún en Dóra er þó meðvituð um að metið gæti fallið á næstu árum. Sara Björk Gunn- arsdóttir spilaði t.a.m. sinn 69. landsleik í gær, 24 ára gömul. „Ég nýt þessa Íslandsmets á meðan ég á það.“ Íslenska liðið fór ekki vel af stað í haust í undankeppni HM og tapaði illa fyrir Sviss á heima- velli. Smá bölsýni var komin í liðið, viður kennir Dóra, en hún er á bak og burt. „Ég viðurkenni það alveg að við vorum örlítið svartsýnar. Það voru breytingar á hópnum og þjálfar- inn fékk auðvitað skamman tíma. Okkur vantar marga sterka leik- menn líka og svona. En þessir leik- ir á Algarve hafa kennt okkur það að við getum alveg staðið okkur gegn þeim bestu sem er mikilvægt upp á sjálfstraustið,“ sagði Dóra María Lárusdóttir, 100 leikja kona. tom@frettabladid.is Nýt metsins á meðan ég á það Dóra María Lárusdóttir spilaði sinn 100. landsleik fyrir Ísland er liðið lagði Svíþjóð, 2-1, í leiknum um bronsið á Algarve-mótinu í gær. Dóra viðurkennir að smá svartsýni hafi verið í stelpunum eft ir fyrstu leikina í undankeppni HM í haust en nú er allt annað upp á teningnum. FÓTBOLTI „Ég er mjög sáttur. Þetta er frábær árangur og svo erum við búin að vinna svo marga litla sigra á leiðinni sem eru ekki síður mikilvægir,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðs- þjálfari kvenna í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið. Hann stýrði stelpunum okkar til sigurs gegn Svíþjóð í leiknum um þriðja sæti á Algarve-mótinu í gær og vann því til bronsverð- launa í sinni fyrstu ferð á þetta sterka mót sem þjálfari. „Það sem ég tek fyrst og fremst með okkur út úr þessu móti er að við náðum tökum á leikfræðilegum atriðum eins og hápressunni sem er búin að skila okkur gríðarlega miklu. Við náðum einnig tökum á sóknar- leiknum og héldum boltanum betur. Þá lesum við veikleika andstæðinga okkar betur og nýtum okkur þá, sem ég er mjög ánægður með. Svo er alltaf í þessu liði þessi íslenska geðveiki og samkennd sem er svo gaman að vera hluti af,“ segir Freyr. Hann fór inn í mótið með mjög markvissar hugmynd um hvað hann vildi gera. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir fyrsta leik sagðist hann líta á riðlakeppnina sem þrjú verkefni. Eins ætlaði hann að gefa fleiri leikmönnum tækifæri sem hann og gerði. „Í fljótu bragði held ég að allt sem við lögðum upp með hafi heppnast. Öll þau markmið sem við settum okkur gengu eftir og svo bættum við ofan á það. Þessi árangur sem við náum er ekki það sem við einbeittum okkur að. Hann er bara risabónus,“ segir Freyr sem hóf ferilinn sem landsliðsþjálfari með vondu tapi gegn Sviss eftir að vera með liðið í stuttan tíma. „Sviss-leikinn upplifði ég sem erfitt verkefni, ég get alveg við- urkennt það. Það var búið að vera langt ár hjá stelpunum og í raun alveg ómarktækt enda mikið gengið á. Við þjálfara- teymið vitum alveg hvert við ætlum með hópinn og trúum að það sem við erum að gera sé rétt.“ - tom Þessi góði árangur okkar er bara risabónus Freyr Alexandersson náði í bronsverðlaun í sinni fyrstu ferð sem landsliðsþjálfari á Algarve-mótinu. BRONS Í FYRSTU TILRAUN Freyr Alexandersson fagnar góðum úrslitum ásamt Hallberu Gíslasdóttur. MYND/KSÍ ÍSLENSKI 100 LANDSLEIKJA KLÚBBURINN FÓTBOLTI Það eru enn 477 dagar þangað til Dóra María Lárus- dóttir heldur upp á þrítugsafmælið sitt og ætti því að eiga mörg ár eftir í viðbót til að bæta við landsleikina hundrað sem hún hefur spilað með kvennalandsliði Íslands. Dóra María lék sinn fyrsta landsleik í 10-0 sigri á Póllandi 13. september 2003 og var búin að skora sitt fyrsta mark fimm mínútum eftir að flautað var til leiks. Síðan hefur íslenska kvennalandsliðið spilað 107 landsleiki og Dóra María hefur komið við sögu í 100 þeirra auk þess að sitja á vara- mannabekknum í þremur til viðbótar. Í raun hefur ekki verið valinn íslenskur landsliðshópur án Dóru Maríu Lárusdóttur síðan fyrir vináttulandsleik við Bandaríkin 24. júlí 2005 en hún var þá ásamt fleiri A-landsliðskonum upptekin á Norður- landamóti með 21 árs landsliðinu. Síðasti landsliðsþjálfarinn sem leit fram hjá Dóru Maríu í vali á A-landsliðshópi kvenna var Helena Ólafsdóttir, núverandi þjálfari hennar hjá Val, sem valdi hana ekki í hópinn fyrir leik í Póllandi 27. september. Dóra María missti þá sætið sitt til Eddu Garðarsdóttur sem lék ekki leikinn á undan, fyrsta A-landsleik Dóru Maríu, þar sem hún var upptekin í námi í Bandaríkjunum. Dóra María lék í gær sinn 36. landsleik í röð og einu tveir leikirnir sem hún hefur misst af frá og með árinu 2007 (af 83) voru tveir fyrstu leikirnir á Algarve-mótinu en hún glímdi þá við meiðsli. Dóra María spilaði þriðja leikinn og skoraði þá sigurmarkið sem tryggði íslenska liðinu sæti í úrslitaleiknum. - óój DÓRA MARÍA FYRST ÍSLENSKRA KNATTSPYRNUMANNA TIL AÐ SPILA HUNDRAÐ A-LANDSLEIKI FYRIR ÞRÍTUGT DÓRA MARÍA LÁRUSDÓTTIR 28 ÁRA - 8 MÁNAÐA - 10 DAGA Fædd: 2. júlí 1985 Hundraðasti leikurinn 12. mars 2014 2-1 sigur á Svíþjóð í Portúgal RÚNAR KRISTINSSON 33 ÁRA - 9 MÁNAÐA - 6 DAGA Fæddur 5. september 1969 Hundraðasti leikurinn 11. júní 2003 3-0 sigur á Litháen í Vilnius EDDA GARÐARSDÓTTIR 33 ÁRA - 7 MÁNAÐA - 24 DAGA Fædd 15. júlí 1979 Hundraðasti leikurinn 11. mars 2013 0-1 tap fyrir Kína í Portúgal KATRÍN JÓNSDÓTTIR 35 ÁRA - 22 DAGA Fædd 31. maí 1977 Hundraðasti leikurinn 22. júní 2010 3-0 sigur á Króatíu á Laugardals- vellinum. Sú eina sem hefur skorað mark í hundraðasta leiknum. ÞÓRA BJÖRG HELGADÓTTIR 32 ÁRA - 10 MÁNAÐA - 2 DAGA Fædd: 5. maí 1981 Hundraðasti leikurinn 7. mars 2014 2-1 sigur á Noregi í Portúgal
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.