Fréttablaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 102
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 54 „Á veturna er það heitt kakó, ég drekk ekki kaffi en finnst mjög kósý á kvöldin að setjast niður við arin- inn með heitt kakó sem er útbúið úr flóaðri mjólk. Á sumrin eru svo léttir ávaxtadrykkir í uppáhaldi og þá fá arininn og kakóið hvíld.“ Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir lögfræðingur DRYKKURINN „Ég kannast við fólk í Skáksam- bandi Íslands og fékk að hitta á kallinn. Hann valdi sér hring sem ég gaf honum ásamt lykla- kippu úr silfri með mynd af gömlu Íslandskorti,“ segir gullsmiðurinn Jóhannes Ottósson, maðurinn á bak við skartgripamerkið NOX. Hann gaf skákmeistaranum Garry Kaspa- rov hönnun sína enda hefur hann ávallt borið virðingu fyrir honum. „Ég átti ekki margar hetjur þegar ég var yngri en þetta er eitt af nöfn- unum sem ég þekkti. Ég er ekkert á kafi í skák en ég hef fylgst með honum reglulega í gegnum tíðina. Hann flutti til Bandaríkjunum fyrir tveimur árum og getur aldrei snúið aftur heim til Rússlands þannig að hann er pólitískur flóttamaður. Það kemur fyrir marga snillinga þegar þeir opna á sér munninn og grýta sér í kerfið. Ég ber mikla virðingu fyrir honum, bæði fyrir það sem hann er sem skákmeistari og líka vegna þess sem hann stendur fyrir sem aðgerðasinni,“ segir Jóhannes. Hann segir Kasparov hafa viljað fræðast mikið um land og þjóð sem og hringinn sem hann valdi sér sem er innblásinn af íslensku land- vættunum. „Hann var mjög hrifinn af sög- unni um íslensku landvættirnar og vildi fá útskýringar á hverjum hring. Hann vildi ekki drekann því hann stendur fyrir austur – hann vildi ekkert úr austri. Það endaði á því að hann valdi örninn sem stend- ur fyrir vestur. Hann var mjög hrif- inn af sögu Íslendinga og spurði mikið. Það var skemmtilegt að ræða við hann. Hann var ekki með neina stjörnustæla og gaf sér tíma til að spyrja út í hlutina þótt hann hefði í nægu að snúast.“ Aðspurður hvort þeir félagar hafi tekið skák segir Jóhannes það ekki vera. „Ég held að við hefðum ekki þurft að spyrja að leikslokum í þeirri skák,“ segir hann glaður í bragði. Jóhannes hefur líka komist í kynni við tónlistarmanninn og Íslandsvininn John Grant, sem einnig á hring eftir hann. „Ég var rosalega ánægður þegar ég heyrði að hann væri að þvæl- ast á Íslandi. Ég fór út að borða með honum, hann valdi sér hring og síðan hittumst við síðar á tón- leikum í Hörpu. Hann er mjög kúl persóna og bað meira að segja um að fá að koma heim á verkstæðið mitt og smíða eitthvað sjálfur,“ segir Jóhannes sem stefnir á að taka hann á orðinu í nánustu framtíð. „Akkúrat í augnablikinu hef ég ekki mikinn tíma til að leika mér á verkstæðinu,“ bætir Jóhannes við, enda nóg að gera hjá honum að undir búa sýningu á Hönnunar- mars sem fer fram í Hörpu síðustu helgina í mars. „Það verður skemmtilegt sam- spil þar sem 23 til 25 gullsmiðir taka þátt en þeir eru allir í Félagi íslenskra gullsmíða sem er fagfélag. Þar mun ég sýna risastóran módel- hlut úr nýju kvenmannslínunni minni Berg. Ég er að klára línuna núna og óvíst hvenær hún fer í sölu en það verður innan skamms. Ég vil að allt sem kemur frá mér sé 110 prósent. Ef ég er ekki ánægður þá verða viðskiptavinir mínir það ekki heldur.“ liljakatrin@frettabladid.is Heillaðist af íslensku landvættunum Gullsmiðurinn Jóhannes Ottósson gaf skákmeistaranum Garry Kasparov hring og lyklakippu úr skartgripalínu sinni þegar hann heimsótti landið í vikunni. SKÁKMAÐUR FÆR SÉR SKART Vel fór á með Garry Kasparov og Jóhannesi. MYND/EINKASAFN KÚL PERSÓNA John Grant vill ólmur fá að smíða sína eigin skartgripi hjá Jóhannesi einhvern tímann. Ég ber mikla virðingu fyrir honum, bæði fyrir það sem hann er sem skákmeistari og líka vegna þess sem hann stendur fyrir sem aðgerðasinni. Jóhannes Ottósson „Maður á að hugsa meira um mat sem áhrifavald á líkamann,“ segir hönnuðurinn Embla Vigfúsdóttir, sem ásamt kollega sínum, Auði Ösp Guðmundsdóttur, býður upp á nýstárlega upplifun á veitingastaðnum Satt í tengslum við Hönnunarmars dagana 25.-30. mars. Um er að ræða verkefni sem stöllurnar byrjuðu að þróa er þær stunduðu nám við Listaháskóla Íslands og hlutu Nýsköpunar- verðlaun forseta Íslands fyrir árið 2011. Verkefnið nefnist Pantið áhrifin og er svo- kallaður upplifunarmatseðill en í stað þess að panta mat út frá innihaldi eða bragði er valið út frá því hvernig áhrif maturinn hefur á líkamann. Til dæmis aðalrétt fyrir heilann og eftirrétt fyrir augun. Matseðill- inn er unninn í samvinnu við matreiðslu- menn og næringarfræðing. „Þetta er þriggja rétta matseðill plús lyst- auki. Við erum mjög ánægðar með að verk- efnið sé loksins að verða að veruleika,“ segir Auður Ösp, sem hlakkar til að sjá viðbrögð fólks við þessu. „Líkaminn er vél sem þarf að hugsa vel um og það er mikilvægt að vera meðvitaður um hvaða áhrif matur hefur því hann hefur mikið að segja fyrir okkur.“ Hægt er að finna upplýsingar um mat- seðilinn og verkefnið á heimasíðunni Satt- restaurant.is - áp Matseðill hannaður fyrir húð, hjarta og heila Embla Vigfúsdóttir og Auður Ösp Guðmundsdóttir hanna matseðil fyrir sérstaka líkamsparta. ÁHRIF MATAR Embla og Auður Ösp gefa gestum veitinga staðarins SATT tækifæri til að panta mat fyrir sérstaka líkamsparta. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Matseðill: FORRÉTTIR: Ónæmiskerfið Húð Hjarta AÐALRÉTTIR: Heili Vöðvar Blóðstyrkjandi DESERT: Sjón og augu Bein Fjölmargir erlendir blaðamenn hafa staðfest komu sín á tískuhátíðina Reykjavík Fashion Festival í ár. Meðal þeirra miðla sem senda blaðamenn hingað til lands í ár til að skoða strauma og stefnur íslenskrar fatahönnunar er þýska Vogue, Nowfashion.com, Grey Magazine og Interview Magazine. Hátíðin fer fram með pomp og pragt í fimmta sinn laugardaginn 29. mars næstkomandi. Skandinavía sendir einnig sína fulltrúa á hátíðina. Signy Fardal, ritstýra norska Elle, mætir ásamt kollega sínum fyrir sænska Elle, Hermine Coyet-Ohlen. Báðar voru þær á RFF í fyrra og hefur greinilega líkað vel. Einnig kemur tískuritstjóri danska blaðsins Euroman, Frederik Lentz Andersen. Átta fatahönnuðir sýna fatalínur sínar á hátíðinni en það eru Farmers Market, Sigga Maija, Rey, Ella, Magnea, Zizka, Jör by Guðmundur Jörundsson og Cintamani. - áp Vogue, Euroman og Elle á RFF Erlenda tískupressan fj ölmennir á Reykjavik Fashion Festival í lok mars. GÓÐIR GESTIR Erlendir blaðamenn ætla að fylgjast með nýjustu straumum og stefnum hjá þeim hönnuðum sem taka þátt í Reykjavík Fashion Festival. LEIKTÆKNISKÓLI Magnúsar Jónssonar & Þorsteins Bachmann Leiktækniskólinn er á Facebook, þar má nálgast frekari upplýsingar. Skráning og fyrirspurnir á leiktaekniskolinn@gmail.com. Námskeið í hagnýtri og skapandi leiklist Grunnnámskeið fyrir 16 til 18 ára 7. apríl til 12. maí frá kl. 17.00 til 20.00 Grunnnámskeið fyrir 18 ára og eldri 8. apríl til 13. maí frá kl. 19.30 til 23.00 Ert þú að glíma við einkenni streitu, depurðar eða kvíða? Hugarlausnir er námskeið sem byggir á hreyfingu, fræðslu og núvitund Hefst 17. mars Þjálfun 3x í viku kl. 13:00 Að námskeiðinu standa sálfræðingar, sjúkraþjálfari og heilsufræðingur www.heilsuborg.is Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.