Fréttablaðið - 05.04.2014, Side 6

Fréttablaðið - 05.04.2014, Side 6
5. apríl 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 Við höfum stofnað lögmannsstofu undir nafninu: VestNord lögmenn, Hverfisgötu 18 (gegnt Þjóðleikshúsinu), 101 Reykjavík, sími: 533 3050, fax 533 3055, vestnord@vestnord.is www.vestnord.is · facebook.com/ Vestnord Eyjólfur Ármannsson hdl. og LL.M. eyjolfur@vestnord.is Farsími: 777 1710 Gísli Tryggvason hdl. og MBA gt@vestnord.is Farsími: 897 3314 HÖNNUN FYRIR LÍFIÐ ÞÝSKÍSLENSKSAMVINNA Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is UU.IS/SOL/MADEIRAÚRVAL ÚTSÝN SÓL MADEIRA 22. – 30. apríl ALTO LIDO MADEIRA*** FRÁ 149.900 KR. á mann m.v. tvo fullorðna í tvíbýli með hliðarsjávarsýn og morgunverði. HLÍÐASMÁRA 19, KÓP. | S. 585 4000 | UU.IS KJARAMÁL „Það var lagt upp með að spóla aðeins til baka og hugsa út fyrir kassann,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flug- málastarfsmanna ríkisins, um fund í gær í kjaradeilu við Isavia. Það virðist því breyttur tónn í deilunni eftir nokkrar ýfingar undanfarna daga þar sem and- stæðar fullyrðingar um ánægju starfsmanna hjá Isavia hafa verið í forgrunni. „Menn reyndu að nálgast hvorir aðra með jákvæðum hætti og það tókst. Við ætlum að hittast aftur á mánudaginn og vonandi verður þá eitthvað lagt fram til að vinna úr. Ég ætla að leyfa mér að að vera bjart- sýnn þar til ég sé tillögur þeirra,“ segir Kristján. Félag flugmálastarfsmanna ásamt Stéttarfélagi í almannaþjón- ustu og Landssambandi slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna hefur boðað til þriggja vinnustöðv- ana félagsmanna sinna hjá Isavia í apríl. Fátt virðist geta komið í veg fyrir vinnustöðvun á þriðjudag. - gar Flugmálastarfsfólk og fulltrúar Isavia freista þess að ná saman um kjörin: Út fyrir kassann í flugvalladeilu Í KARPHÚSINU Samninganefnd frá flugvallastarfsmönnum réð ráðum sínum hjá ríkissáttasemjara í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNTAMÁL Kennsla í framhalds- skólum hefst aftur á mánudag en þá verður gert hlé á verkfalli fram- haldsskólakennara. Verkfallið hefur staðið yfir í þrjár vikur, frá miðnætti þann 17. mars. Skrifað var undir nýjan kjara- samning framhaldsskólakennara á fimmta tímanum í gær í húsnæði ríkissáttasemjara. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og ríkisins. Kennarar munu greiða atkvæði um samninginn þann 23. apríl. Verði samningurinn samþykktur mun hann gilda út september 2016. Nákvæm efnisatriði samningsins verða kynnt kennurum á næstunni. Eftir því sem næst verður komist hækka laun kennara í áföngum. Fyrst um 2,8 prósent, en samtals 6,8 prósent yfir samningstímann. Breytingar á vinnumati sem samn- ingarnir fela í sér gera kennurum þó kleift að fá allt að því 29 pró- senta hækkun á launum. „Þetta er merkur áfangi í umbót- um á skólastarfi í framhaldsskólum landsins,“ sagði Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkis- ins, eftir að samningarnir höfðu verið undirritaðir í gær. Hann sagði kostnað ríkisins við samningana ekki liggja fyrir. „Það liggur ekki ljóst fyrir hver kostnaðurinn verður nákvæmlega fyrir þjóðarbúið en til lengri tíma litið sjáum við verulegan ávinn- ing. Námið verður fjölbreyttara og meira svigrúm er til staðar til að stytta það eða lengja. Við erum ágætlega sátt við niðurstöðuna þó við höfum ekki náð fram öllu sem við vildum.“ Ólafur H. Sigurjónsson, formað- ur Félags stjórnenda í framhalds- skólum, tekur í svipaðan streng. „Þessir samningar verða okkur til heilla til mjög langs tíma en þeir marka tímamót í rekstri fram- haldsskólanna.“ Hann segir að líta megi svo á að í samningunum felist ákveðin umbun fyrir þá skóla sem kjósa að stytta námið til stúdentsprófs. „Í samningnum er ákveðið ákvæði sem gildir ef skólar kjósa að stytta námið í þrjú ár því þá þarf að þjappa því saman, en nýjar og mikilvægar breytingar á vinnu- lagi valda því að það skilar sér með hærri launum,“ segir Ólafur. „Þetta er alveg frábær dagur, það er frábær tilfinning að klára loksins verk sem staðið hefur í svo langan tíma,“ segir Guðríður Arn- ardóttir, formaður Félags fram- haldsskólakennara. Hún segir að ljóst verði á næstu dögum hverjar afleiðingar verk- fallsins hafa verið fyrir framhalds- skólanemendur. Stjórnendur hvers skóla verði að ákveða fyrir sinn skóla hvernig verði brugðist við því að nemendur hafi misst úr kennslu. „Til að koma til móts við 15 daga verkfall var samþykkt heim- ild um að kenna að minnsta kosti fimm auka kennsludaga í vor. Hvort kennt verði á laugardög- um eða námið lengist inn í vorið er útfærsluatriði sem hver skóli ákvarðar. Komi til þess að kenn- arar þurfi að vinna lengur en þessa fimm daga munu við þeir fá greitt fyrir alla umframvinnu sem verkfallið krefst af þeim.“ Guðríður segir að nú taki við nokkurra mánaða vinna við að skilgreina vinnu kennara. Þar verði tekið tillit til þátta á borð við hópastærðir, hvort kennari sé að kenna einn eða fleiri áfanga, hvort hann sé að kenna áfangann í fyrsta skipti, og fleira. „Þessi vegferð felur í sér að móta breytingarnar. Þær verða bornar undir kennara í atkvæða- greiðslu í febrúar á næsta ári, og verði þær felldar teljast kjara- samningar lausir á ný,“ segir Guðríður. julia@frettabladid.is Nemendurnir aftur í skólann á mánudag Framhaldsskólakennarar munu greiða atkvæði um nýjan kjarasamning, sem undirritaður var í gær, þann 23. apríl. Skólastjórnendur hvers skóla ákveða hvort, og þá hvernig nemendum verður bætt upp að hafa misst þrjár vikur úr námi. HANDSALAÐ Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar Félags framhalds- skólakennara, og Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, handsöluðu kjara- samninginn undir vökulu auga Magnúsar Péturssonar ríkissáttasemjara. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er ánægður með niðurstöðu kjarasamning- anna og segir að í þeim hafi verið stigið fyrsta skrefið í átt að styttingu náms til stúdentsprófs. Hann leggur áherslu á að við gerð samninganna hafi náðst kerfisbreytingar í framhaldsskólum sem feli í sér kjarabætur fyrir kennara og að samningurinn sé tíma- mótasamningur. Aðalsigurvegara nýrra samninga segir Illugi vera nemendur. „Stór hluti samningsins snýr að kerfisbreytingu í fram- haldsskólakerfinu, sem gerir okkur kleift að nútímavæða það. Þannig nýtum við betur tíma nemenda og þar með líka fjármuni, og með því rökstyðjum við þá hækkun sem kennararnir fá.“ Launin hækka en á móti verður skólakerfið betra, kennsludögum fjölgar og skil á milli prófa og kennslutíma verða afnumin. „Síðan er auðvitað gríðarstórt atriði sem snýr að breytingum á vinnumati kennara. Það er þannig búið um það í samkomulaginu, að fram þarf að fara samvinna á milli stjórnvalda og kennara sem lýkur svo með atkvæða- greiðslu kennara í febrúar.“ Illugi segir að breytingar á vinnumati komi til með að auka allan sveigjanleika í framhaldsskólakerfinu sem verði með þeim betra, og að þær muni fela í sér ávinning fyrir alla þjóðina. - hmp Nemendur eru aðalsigurvegararnir Til að koma til móts við 15 daga verkfallið má nýta þessa 5 daga heimild sem nýir samningar kveða á um að bæta megi inn í skóla- árið. Hvort kennt verði á laugardögum eða námið lengist inn í vorið er útfærsluatriði sem hver skóli ákvarðar. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. ILLUGI GUNNARSSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.