Fréttablaðið - 05.04.2014, Page 8
5. apríl 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I volvo.is
Volvo V40 D2 115 hö, tog 285 Nm, 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 3,4 l/100 km. CO2 88 g/km.
Volvo V40 D2 115 hö, tog 285 Nm, 6 þrepa sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 3,9 l/100 km. CO2 102 g/km.
Volvo V40 búinn D2 dísilvél uppfyllir þau skilyrði sem þarf til að fá frítt í stæði í miðbæ Reykjavíkur í 90 mínútur í senn.
Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
VOLVO V40 FÉKK HÆSTU EINKUNN SEM HEFUR VERIÐ GEFIN Í ÖRYGGISPRÓFUNUM Euro NCAP.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17 OG LAUGARDAGA KL. 12-16.
Save the Children á Íslandi
LÍFRÍKI Meðlimir í Fuglaverndar-
félagi Íslands ætla að fjölmenna í
friðlandinu í Vatnsmýrinni í dag
og tína þar rusl og fleira.
„Hluti af friðlandinu er að breyt-
ast í skóglendi. Það þarf að klippa
runna og fjarlægja trjáplöntur af
hluta svæðisins. Þetta á að vera
votlendi, ekki skógur. Síðan eru
síkin og bakkarnir hálffull af
rusli,“ segir Ólafur Karl Nielsen,
fuglafræðingur við Náttúrufræði-
stofnun Íslands, aðspurður.
„Ég held að mikilvægið í þess-
um litla viðburði sé að vekja fólk
til vitundar um að framtak þess
skiptir máli. Það eiga allir að bera
hag Tjarnarinnar í brjósti. Ekki
sitja bara þegjandi heldur, ef þeir
mögulega geta, að taka til hend-
inni og láta sig málið varða,“ segir
Ólafur Karl.
Fuglavernd stofnaði í fyrra með
Norræna húsinu hópinn Hollvini
Tjarnarinnar sem hefur þann til-
gang að hlúa að lífríki Reykjavík-
urtjarnar. „Við áttum ágæta stund
í fyrra. Ef þetta heldur áfram eru
menn að hugsa stærra en bara að
hirða rusl. Eitt af þeim verkum er
að eyða hvönninni í Torfinnshólmi.
Kríurnar verpa þar en hvönnin er
nokkurn veginn að úthýsa henni,“
segir Ólafur.
Í nýlegri skýrslu kom fram
að aldrei frá upphafi mælinga
á fuglalífi Tjarnarinnar hafa
andapör verið jafn fá og í fyrra.
„Ástandið hefur verið mjög dapur-
legt en það eru metnaðarfull plön
í gangi. Borgin hefur verið eins og
sofandi risi gagnvart Tjörninni en
núna er eins og hún sé að fara að
rumska.“ - fb
Fuglaverndarfélag Íslands tínir rusl í Vatnsmýri:
Bera hag Tjarnar-
innar fyrir brjósti
VATNSMÝRIN Meðlimir í Fuglaverndarfélagi Íslands hittast í Vatnsmýrinni í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
PI
PA
R\
TB
W
A
S
ÍA
14
06
29
Flottar
fermingargjafir
- okkar hönnun og smíði
jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind