Fréttablaðið - 05.04.2014, Page 18
5. apríl 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18
Seinni hluti
Íslenski framhaldsskólinn er bæði
góður og mjög sveigjanlegur þar
sem nemendum býðst að velja um
fjölbreyttar námsleiðir sem henta
hverjum og einum. Ég vil minnast á
áfangakerfið við Menntaskólann við
Hamrahlíð sem olli straumhvörfum
á sínum tíma og síðustu ár hafa
fleiri skólar bæst við sem bjóða upp
á námsleiðir með styttri námstíma
eins og t.d. Kvennaskólinn í Reykja-
vík. Þannig gefst nemendum kostur
á styttri námstíma standi hugur
þeirra til þess.
Hafa þarf í huga að stytting fram-
haldsskólans hefur væntanlega í för
með sér lengingu skólaársins og
aukið álag á nemendur, sem án vafa
kemur niður á félagslífi þeirra. Það
tel ég afleitt því að virkni í félags-
lífi stuðlar ekki hvað síst að þroska
einstaklingsins. Annað atriði sem
vert er að huga sérstaklega að eru
námskröfur erlendra háskóla. Nú
þegar hafa nemendur sem hyggj-
ast stunda nám erlendis lent í vand-
ræðum vegna ónógs undirbúnings,
t.d. vegna háskólanáms í Danmörku
og Svíþjóð. Samtök framhaldsskóla-
nema þurfa að vera á varðbergi fyrir
því að nýtt skipulag námsins festi
ekki nemendur í nokkurs konar átt-
hagafjötrum þannig að þeir standist
ekki lengur kröfur erlendra háskóla.
Nú innleiðir hver deild Háskóla
Íslands á fætur annarri inntöku-
próf. Það er gert vegna þess að stúd-
entspróf er ekki lengur sú trygg-
ing fyrir nægilegum undirbúningi
undir háskólanám sem hún áður
var. Í nýjasta tölublaði Tímarits um
menntarannsóknir sem Háskólaút-
gáfan gefur út er sagt frá rannsókn
Önnu Helgu Jónsdóttur og
fleiri háskólakennara um
gengi nýnema í stærðfræði
á Verkfræði- og náttúruvís-
indasviði Háskóla Íslands.
Sú rannsókn gefur til kynna
að þau áhrif, sem fyrirhug-
aðar breytingar geta haft
á tækninám í landinu, eru
verulega mikið áhyggju-
efni. Vart þarf að deila um
mikilvægi tæknimenntunar
í ljósi væntinga þjóðarinnar
til aukinnar hagsældar á Íslandi.
Skólar þrói eigin námskrár
Ég tel farsælast að skólar fái, eins
og reyndar nýju framhaldsskóla-
lögin gera ráð fyrir, að þróa eigin
námskrár, rækta sína styrkleika og
bjóða nemendum upp á skýrt val.
Hingað til hef ég talið að það væri
pólitískur vilji á Alþingi fyrir því að
þingmenn beiti sér fyrir að standa
gegn allri miðstýringu í tilhögun
náms en styddu í stað þess við sjálf-
stæði, sveigjanleika og val í námi.
A.m.k. virtist mér slíkur vilji koma
fram í aðdraganda lagasetninga á
Alþingi um heildstæð lög fyrir öll
skólastigin árið 2008.
Í samtölum mínum um kerfis-
breytingu námsins við nemendur
mína og foreldra þeirra er oftast
bent á að beinast liggi við að stokka
upp námið í efstu bekkjum grunn-
skólans. Eins og ég hef áður sagt eru
öll rök sem mæla með því að hafa
kerfið sveigjanlegt og opið. Það er
brýn þörf í slíkri uppstokkun náms-
ins á að bjóða nemendum upp á að
velja nám til undirbúnings verk-
námi í framhaldsskóla.
Á árunum 2007 og 2008 vann
Menntaskólinn í Reykjavík
að þróunarverkefni þar sem
nemendum úr 9. bekk bauðst
að taka námsefni 10. bekkj-
ar grunnskólans og fyrsta
bekk framhaldsskólans á
sama árinu. Þessi tilraun
gekk afar vel og var það
samdóma álit nemenda og foreldra
sem tóku þátt að vel hefði tekist til.
Í haust sótti ég, fyrir hönd skólans,
um leyfi til mennta- og menningar-
málaráðuneytis til þess að halda
þróunarverkefninu áfram með því
að bjóða nemendum úr 9. bekk að
þreyta inntökupróf og taka þannig
þátt í þróunarverkefni skólans. Með
þessu móti gæfist þeim nemendum
möguleiki á því að stytta námstíma
sinn til stúdentsprófs um eitt ár.
Að lokum vil ég leggja áherslu á
að það er skýr afstaða Menntaskól-
ans í Reykjavík að með tilliti til far-
sæls ferils nemenda í háskólanámi
sé ekki rétt – heldur beinlínis rangt
– að svipta nemendur bestu hugsan-
legu möguleikunum til þess að öðl-
ast þann undirbúning sem opnar
þeim sem flestar dyr inn til framtíð-
ar. Ég hvet stjórnmálamenn til þess
að huga að skólakerfinu í heild sinni
allt frá leikskóla til háskóla í þeim
kerfisbreytingum sem fyrirhugað-
ar eru. Með framtíð þjóðarinnar í
huga er mikilvægt að hlúa að æsku
landsins og vonandi berum við gæfu
til þess að láta nemendur njóta for-
gangs í ákvörðun um menntastefnu
þjóðarinnar.
➜ Þannig gefst
nemendum kostur
á styttri námstíma …
Er stytting náms til stúdentsprófs
til hagsbóta fyrir nemendur?
MENNTUN
Yngvi Pétursson
rektor Mennta-
skólans í Reykjavík
BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
11
4
3
Less emissions. More driving pleasure.
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is