Fréttablaðið - 05.04.2014, Qupperneq 52
| ATVINNA |
Vilt þú vinna við bíla en forðast að óhreinka hendurnar?
Við leitum að aðila í starf tjónamatsmanns ökutækjatjóna. Starfið
felst í að þjónusta viðskiptavini okkar sem lenda í ökutækjatjóni.
Í boði er krefjandi starf þar sem samstilltur hópur vinnur saman
að því að veita frábæra þjónustu.
Helstu verkefni:
· Samskipti við viðskiptavini og verkstæði
· Að yfirfara tjónamat frá verkstæðum
· Kaup og sala á ökutækjum eftir tjón
· Þátttaka í mótun verklags og þjónustu til viðskiptavina
Hæfniskröfur:
· Menntun á sviði bílgreina, s.s. bifreiðasmíði, bílamálun eða bifvélavirkjun
· Reynsla af tjónaviðgerðum og/eða vélaviðgerðum
· Reynsla eða þekking af viðskiptum með notuð ökutæki
· Rík þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
· Sjálfstæð vinnubrögð
· Góð tölvukunnátta og reynsla af Cabas tjónamatskerfinu er kostur
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Ingi Þorsteinsson, forstöðumaður
ökutækjatjóna, í síma 844 2075 eða gudmundur.thorsteinsson@sjova.is.
Umsókn skal fylla út á www.sjova.is og merkja „Tjónamatsmaður ökutækjatjón“
Umsóknarfrestur er til og með 13. apríl nk.
TJÓNAMATSMAÐUR
ÖKUTÆKJATJÓNA
Fjölbreytt verkefni
Góður starfsandi
Skemmtilegt
vinnuumhverfi
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
4
-0
9
1
1
Starfssvið:
• Mótun innkaupastefnu fyrir vöruflokka Marel
• Val og mat á birgjum og þjónustuaðilum
• Samningar og samskipti við birgja og þjónustuaðila og
eftirfylgni með samningum
• Greining á markaði og mat á framtíðarmöguleikum í innkaupum
• Þarfagreining og mat á gæðum aðkeyptrar vöru og þjónustu
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun eða tæknimenntun
• Reynsla af aðfanga - og innkaupastjórnun
er nauðsynleg
• Góð enskukunnátta er nauðsynleg
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Geta til að vinna í alþjóðlegu umhverfi
Aðfanga- og birgjastjóri (Strategic Purchaser)
Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl nk. Einungis er tekið við umsóknum á heimasíðu Marel, www.marel.com/jobs.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Tómas Örn Sigurbjörnsson, tomas.sigurbjornsson @marel.com, í síma 563 8000.
www.marel.com
Marel er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki í
fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja,
hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað.
Hjá fyrirtækinu starfa um 4000 manns í fimm
heimsálfum, þar af um 500 á Íslandi.
Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu,
skilvirka starfsþjálfun, sveigjanlegan
vinnutíma, mötuneyti, barnaherbergi,
framúrskarandi íþróttaaðstöðu og gott
félagslíf.
Aðfanga- og birgjastjóri tilheyrir alþjóðlegu teymi innkaupaaðila sem móta og viðhalda
aðfangakeðju Marel í samræmi við innkaupastefnu fyrirtækisins.
Starfið getur falið í sér talsverð ferðalög erlendis.
5. apríl 2014 LAUGARDAGUR8