Fréttablaðið - 05.04.2014, Qupperneq 64
ÚTBOÐ
LANDSPÍTALI FOSSVOGI
ÚTVEGGIR OG GLUGGAR A-ÁLMU
ÚTBOÐ NR. 15643
Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Landspítala, óskar eftir
tilboðum í framkvæmdir við allsherjar viðgerðir og
endurbætur á ytra byrði suðurhliðar A-álmu Landspítala
í Fossvogi.
Gera á við steypu- og múrskemmdir útveggja, brjóta
niður svalir og endursteypa að miklu leyti. Endursmíða
svalahandrið og setja upp. Gera á við harðviðarglugga og
hurðir, 42 stórum furugluggum þarf að skipta út fyrir nýja
litaða álglugga og gera við aðra, gler verður endurnýjað.
Þá verður sett jöfnunarlag á útveggi og þeir ásamt köntum
og svalaloftum, steinaðir í heild sinni.
Helstu magntölur eru:
• Algluggar 42 stk.
• Einangrunargler 500 m2
• Svalahandrið 76 m
• Endursteypa 10 m3
• Steining 650 m2
Vettvangsskoðun verður haldin föstudaginn 11. apríl
kl. 10:00 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa.
Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar
en 31. október 2014.
Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 hjá Ríkis-
kaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá og með þriðju-
deginum 8.apríl 2014. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkis-
kaupum þriðjudaginn 29. apríl kl. 14:00 að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
FRAMKVÆMDASÝSLA RÍKISINS
Orkuver Svartsengi
OV2-Afloftunarsúla nr.5 - Smíði
Útboð F0202001-004
HS Orka hf. óskar eftir tilboðum smíði á
aflof tunarturni við orkuverið í Svartsengi
Verkið fellst í að smíða, fly tja á verkstað, setja upp
og ganga að fullu frá aflof tunar turninum. Hann skal
set tur á steypta undirstöðu sem er fyrir hendi en
þarfnast minnihát tar lagfæringa. Þvermál turnsins
er 3,8 m og hæðin 19,2 m.
Verkinu skal að fullu lokið 1. nóvember 2014.
Vet tvangsskoðun verður fimmtudaginn 10. aprí l
2014 kl. 13.30.
Útboðsgögn er unnt að nálgast á heimasíðu HS
Orku, www.hsorka.is.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu HS Orku hf.
Brekkustíg 36, Reykjanesbæ, eigi síðar en
þriðjudaginn 29. aprí l 2014 kl. 10.00.
Innkaupadeild
Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg:
• Breiðholtsskóli, endurgerð lóðar 2014 – 1. áfangi,
útboð nr. 13183.
• Stakkaborg, endurgerð lóðar 2014, útboð nr. 13208.
Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod
Hótelíbúðir
Til sölu heil húseign í Reykjavík með möguleika á 22
hótelíbúðum. Ein íbúð er þegar tilbúin með öllu innbúi.
Rekstrarleyfi, heimasíða, góð lén o.fl.
Aðeins fyrir fjársterka aðila.
Fyrirspurnir sendist á: gog@hive.is
Til sölu / Óska eftir
Viljum selja; ný low profile 19“ dekk og álfelgur
undir Audi, verð: 160.000 kr. 13 feta skútu,
verð: 150.000 kr. 2 brúnkuklefa, verð: tilboð.
Viljum kaupa infra rauðan klefa.
Uppl. í síma: 892-0807
Sveitarfélagið Ölfus
FRAMKVÆMDALEYFI byggt á reglugerð nr. 772/2012.
Framkvæmdarleyfi fyrir efnistöku í Lambafelli, landi Breiðabólsstaðar í Sveitar félaginu Ölfusi.
Framkvæmdaraðili Eden Mining ehf.
Skipulagsnefnd Sveitar félagsins Ölfuss hefur samþykkt umsókn Eden Mining ehf um leyfi t il efnistöku
úr Lambafelli, landi Breiðabólsstaðar. Bæjarstjórn Ölfuss hefur staðfest skipulag og efnistökuna úr Lambafelli.
Framkvæmdarleyfið byggir á samþykktu deiliskipulagi og matsgögnum fyrir efnistökuna. Framkvæmdaleyfið
með fylgigögnum er á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is.
1. Framkvæmdin nær y fir afmarkað svæði til efnisvinnslu, samkvæmt mynd 2.3 í matsskýrslu.
2 . Framkvæmdaleyfið er byggt á deiliskipulagi sem unnið er í samræmi við staðfest aðalskipulag
Ölfuss samþykkt 21. desember 2012.
3. Álit Skipulagsstofnunar, um mat á umhverfisáhrifum námunnar, dagset t 22. júní 2009, liggur fyrir.
4 . Framkvæmdin sem framkvæmdaleyfið er veit t fyrir, skal samræmast samþykktum hönnunargögnum.
5. Verði brugðið út frá samþykktum hönnunargögnum við framkvæmdina, skal t ilkynna það leyfisveitanda
og einnig Skipulagsstofnun ef framkvæmd fellur undir lög um mat á umhverfisáhrifum.
Bæjarstjórn Ölfuss samþykki á grunni heimildar í skipulagslögum að gefa út framkvæmdaleyfi með þeim
skilmálum sem fram koma í álit i Skipulagsstofnunar við matskýrslu vegna efnistöku í Bolaöldum.
Matsgögnin unnin í maí 2009 um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku að heildarmagni um 12-15.000.000 m3
y fir 30 ára tímabil, eða um 4-5000 m3 á ári. Efnistakan hefur fengið meðferð skv. lögum um mat á umhverfis-
áhrifum nr. 106/2000. Álit Skipulagstofnunar liggur fyrir, dagset t 22. júní 2009.
Framkvæmdaleyfi bæjarstjórnar Ölfuss er kæranlegt til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála og
er kærufrestur einn mánuður frá bir tingu auglýsingar í landsmálablaði sem bir tist 5. aprí l 2014.
Meðferð er samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010. Afgreiðsla á framkvæmdaleyfinu er byggð á heimild
í aðalskipulagi.
Þorlákshöfn þann 1. aprí l 2014
Sigurður Ósmann Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Sveitarfélagið Ölfus
Sveitarfélagið Ölfus, auglýsing á breytingu á deiliskipulagi
og umhverfisskýrslu - Hverahlíðarvirkjun.
Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á fundi sínum 27. mars 2014 að heimila auglýsingu að tillögu á 2. brey tingu á
deiliskipulagi ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu fyrir Hverahlíðarvirkjun, í samræmi við 1. mgr. 4 3. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.
Erindi er frá Orku nát túrunnar um aðra brey tingu á deiliskipulagi sem upphaflega var samþykkt 29. mars 2007
og öðlaðist gildi 15. nóvember 2007. Gildandi deiliskipulag var samþykkt 26. mars 2009 og öðlaðist gildi 20. aprí l
2009. Umhverfisskýrslan er unnin í samræmi við lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Ekki verður farið í
sérstakar rannsóknir vegna umhverfismats heldur stuðst við þær upplýsingar sem liggja fyrir um grunnástand
umhverfis og upplýsinga sem fram komu í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum fyrir Hverahlíðarvirkjun sem unnin
var af VSÓ Ráðgjöf 2008, fyrir allt að 90 MWe jarðvarmavirkjun.
Brey tingin nær til 12 liða sem koma fram á uppdræt ti og í greinargerð. Fyrir utan þessar brey tingar gildir áfram
greinargerð deiliskipulags sem öðlaðist gildi 20. aprí l 2009. Deiliskipulagsgögn hafa verið kynnt á opnum fundi
og einnig til lögboðinna umsagnaraðila. Deiliskipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Ölfuss, 2010-2022.
Sveitarfélagið Ölfus, auglýsing á breytingu á deiliskipulagi
og umhverfisskýrslu - Hellisheiðarvirkjun.
Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á fundi sínum 27. mars 2014 að heimila auglýsingu að tillögu á 8. brey tingu á
deiliskipulagi og umhverfisskýrslu fyrir virkjun á Hellisheiði ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu, í samræmi
við 1. mgr. 4 3. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Erindi frá Orku nát túrunnar er um 8. brey tingu á deiliskipulagi sem upphaflega var samþykkt 26. aprí l 2004.
Gildandi deiliskipulag var samþykkt 28. október 2010 og öðlaðist gildi 20. desember 2010. Umhverfisskýrslan er
unnin í samræmi við lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Ekki verður farið í sérstakar rannsóknir vegna umhverfismats, heldur stuðst við þær upplýsingar sem liggja fyrir
um grunnástand umhverfis og upplýsinga sem fram komu í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum fyrir virkjun á
Hellisheiði, skýrslu frá 2003 um 120MW rafstöð og allt að 400 MW varmastöð, frá 2005 um stækkun Hellis
heiðarvirkjunar, frá 2008 um færslu á vélum 5 og 6 og frá 2008 um brey tingu á niðurrennslissvæðum Hellisheiðar-
virkjunar.
Fram kemur í umhverfisskýrslu, liður 2.7.3; “að ný ting jarðhita frá Hverahlíð í Hellisheiðarvirkjun eykur ekki magn
af fallsvatns sem losað verður í niðurrennslisholur. Framkvæmdin leiðir því ekki t il brey tinga á umhverfisáhrifum
af völdum niðurrennslis við Hellisheiðarvirkjun”. Fram kemur í kafla 2.7.4 í umhverfisskýrslunni að;
“lof tgæðamælingar sýna að styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslof ti hefur aukist á áhrifasvæði Hellisheiðar-
virkjunar frá gangsetningu virkjunarinnar. Framkvæmdaraðili vaktar útblástur frá virkjuninni og vinnur að því að
finna lausn á hreinsun brennisteinsvetnis úr útblæstri hennar. Nýting jarðhita í Hverahlíð eykur ekki útstreymi
jarðhitalof t tegunda frá Hellisheiðarvirkjun. Brey tingin felur í sér að gufu fyrir Hellisheiðarvirkjun verður aflað á
stærra svæði en áformað var. Fyrirhugaðar lagnir eru taldar hafa óveruleg áhrif á umhverfisþát tinn lof t”.
Brey tingin nær til 29 liða sem koma fram á uppdræt ti og í greinargerð. Fyrir utan þessar brey tingar gildir áfram
greinargerð deiliskipulags sem öðlaðist gildi 20. desember 2010. Deiliskipulagsgögn hafa verið kynnt á opnum
fundi og einnig til lögboðinna umsagnaraðila. Deiliskipulagsgögn hafa verið lagfærð ef tir ábendingar frá
Vegagerðinni um vegtengingu við Gígahnúkaveg. Deiliskipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Ölfuss, 2010-2022.
Tillaga að deiliskipulagsbrey tingum ásamt umhverfisskýrslum liggur frammi til kynningar í Ráðhúsi Ölfuss,
Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn á skrifstofutíma frá 9-12 og 13-16. Tillagan verður einnig á heimasíðu Ölfuss.
Tillagan er til kynningar frá 5. aprí l 2014 til 17. maí 2014. Ábendingar og athugasemdir skulu vera skriflegar
og hafa borist fyrir 17. maí 2014 til Sveitar félagsins Ölfuss, b.t . skipulags- og byggingarfulltrúa,
Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.
Sigurður Ósmann Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
www.hagvangur.is