Fréttablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 82
5. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 46 „Stóru málin hjá okkur eru skólamál, húsnæðismál og velferðarmál í víðum skilningi þessa orðs. Við leggjum einnig alltaf mikla áherslu á rekstrarmál. Borgarbúar reikna með því að reksturinn sé í lagi og vilja kannski ekki hafa hann sem kosningamál. En auðvitað er mark- miðið að halda gjöldum í lágmarki og lækka skatta. Sé það möguleiki þá eigum við alltaf að stefna að því. Það á að vera stefna Sjálfstæðisflokksins að lækka skatta. Það eru 18 sveitarfélög á Íslandi sem ekki eru að nýta hámarks- útsvarið og af hverju ætti þá langstærsta sveitarfélagið, þar sem hægt er ná mikilli rekstrarhagkvæmni, ekki að geta lækkað útsvarið? Ég sé ekki annað en að það eigi að vera hægt og það þarf engan blóðugan niðurskurð í rekstri til að gera það. Tækifærin í því liggja mjög víða að mínu mati,“ segir Halldór. Auka lóðaframboð Halldór vill bregðast við húsnæðisvandanum með því að auka lóðaframboð. „Vinstri menn bjuggu til lóðaskort. Þeir hafa verið með skortstefnu í lóðamálum sem hefur haft þær afleðingar í för með sér að lóðakostnaður sem hlut- fall af verði íbúðar í fjölbýli hefur farið úr 4 prósentum í 17 prósent. Það hækkar auðvitað kaupverð og leiguverð. Við viljum auka lóðaframboð allverulega og setja meira í hendur einkaðila bæði hvað varðar leigu og íbúðafram- kvæmdir,“ segir Halldór. Hann segir að borgin eigi ekki að sjá um þessa hluti. „Það er ekki til verri leigusali og rekstraraðili heldur en sveitarfélag. Ég hef séð það í gegn- um tíðina. Auðvitað verður borgin að sinna sínum félags- legu skyldum í gegnum félagsbústaði en það hefur hún reyndar ekki gert á þessu kjörtíambili. Við sjáum þarna mikil tækifæri til að virkja einkamarkaðinn og auka lóða- framboð til að lækka verð.“ Betri valkosti fyrir borgarbúa Sjálfstæðismenn vilja beita sér fyrir auknu íbúalýðræði. „Grunnurinn að Betri Reykjavík þar sem fólk er að kjósa kemur frá tíð sjálfstæðismanna og við erum auðvitað áhugasöm um aukið íbúalýðræði. En mér sýnist margt af því sem borgarbúar eru að kjósa um í hverfum sé eitthvað sem ætti að vera sjálfsögð og eðlileg mál. Eitthvað sem borgin ætti bara að sinna og íbúar þyrftu ekki að kjósa um. Af hverju þarf fólk að kjósa um að fjarlægja ónýta girðingu á Geldinganesi ef það býr í Grafarvoginum? Ég myndi vilja sjá betri valkosti fyrir borgarbúa og mér finnst áhugavert að setja meira fjármagn í þetta þar sem íbúar geta forgangsraðað,“ segir Halldór. Bæta umhirðu Halldór vill bæta hreinsun og umhirðu í borginni. „Borg- in er skítug. Það er ekki brugðist við nógu snemma, t.d. að sópa götur. Það var hér einn dagur um daginn þar sem mengunin var fjórum sinnum meiri en í Peking. Það mætti gera betur í grasslætti og svona almennri umhirðu. Stundum eru þetta kölluð smáu málin en eru auðvitað í augum borgarbúa risastór mál. Við ætlum að gera miklu betur í þessum málum.“ Halldór segir að hægt sé að virkja þá sem nú þiggja fjárhagsaðstoð og bjóða þeim vinnu við hreinsunarstörf. „Við erum með þá stefnu í velferðarmál- um að við viljum hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Við sjáum fyrir okkur að geta boðið vinnufæru fólki sem þiggur fjár- hagsaðstoð einhvers konar vinnu í staðinn fyrir að vera á fjárhagsaðstoð. Það er mjög mikilvægt. Reisn einstak- lingsins verður meiri og fólki líður betur. Kostnaðurinn við að halda borginni hreinni mun þá aukast en það kemur út í minni kostnaði annars staðar,“ segir Halldór. Vill lækka skatta á borgarbúa og halda gjöldum í lágmarki Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir að bjóða þurfi borgarbúum upp á raunverulega valkosti þegar kemur að íbúalýðræði. Hann telur raunhæft að lækka skatta og gjöld án þess að grípa til blóðugs niðurskurðar. SAMEINING SKÓLA Við finnum fyrir sárindum hjá íbúum þar sem þetta hefur verið gert. Fólk er ennþá að tala um þetta og þetta situr í fólki. Þarna var íbúasamráðið ekki nægilegt. Þar var bara eitthvert sýndarsamráð í gangi.“ REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Ég hef lagt áherslu á að höfuðborgin hafi innan- landsflugvöll. Borgin verður að vera með tengingu við landsbyggðina og 72 prósent Reykvíkinga taka undir það og sögðu líka að völlurinn ætti að vera í Vatns- mýrinni.“ FYRSTA VERK SEM BORGARSTJÓRI Það væri að fara ítarlega yfir allan rekstur borg- arinnar og byrja strax á þeirri vinnu að leita leiða til að hagræða í rekstri og finna leiðir til að lækka álögur á borgarbúa. Svo myndi ég vilja taka upp aðalskipulagið vegna þess að það eru ákveðnir þættir í því sem við viljum endurskoða.“ 1980-1996 1991 1994-1996 2006 1998-2010 2012 2013 STJÓRNMÁLAÞÁTTTAKA FYRRI STÖRF OG MENNTUN Rekstur eigin fyrirtækja Verkamaður í vegagerð og fiskvinnslu Sjúkraflutningamaður Lögreglumaður Verkstjóri í fiskvinnslu Sjómaður 1991 Stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1994-1996 Bæjarstjórn Grindavíkur 1998-2010 Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar 2013 MS í mannauðsstjórnun frá HÍ 2006 Formaður stjórnar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga 2012 Viðskiptafræðingur MBA frá HÍ Viðtalið við Þorleif er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á visir.is visir.is Höskuldur Kári Schram hoskuldur.schram@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.