Fréttablaðið - 05.04.2014, Síða 88
5. apríl 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 52TÍMAMÓT
Elskuleg eiginkona mín og systir okkar,
ÁSA TULINIUS
til heimilis í Álftamýri 40
verður jarðsungin í Dómkirkjunni
þann 9. apríl kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Elís Björnsson
Magnús J. Tulinius
Agla Tulinius
og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
SVÖVU ÞORBJARNARDÓTTUR
Öldugötu 33 í Reykjavík.
Kærar þakkir til Heimahjúkrunar og
Félagslegrar heimaþjónustu Reykjavikur.
Guðný Bernhard Reynir Bjarnason
Þorbjörg Bernhard
Helga Kristín Bernhard Gísli Jón Magnússon
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
551 3485 • udo.is
Óli Pétur
út fararstjóri
Jóhanna Erla
guðfræðingur
út fararþjónusta
Davíð
út fararstjóri
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýju við andlát og útför
okkar ástkæra
EIRÍKS YNGVA SIGURGEIRSSONAR
Miðteigi 7, Akureyri.
Sérstakar þakkir til Heimahlynningar á
Akureyri og starfsfólks Sjúkrahússins á
Akureyri fyrir einstaka umönnun og alúð.
Lísa Björk Sigurðardóttir
Lára Halldóra Eiríksdóttir Jón Torfi Halldórsson
Margrét Eiríksdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir Jón Valgeir Halldórsson
Berglind Hermannsdóttir Rolf Hauritz
og barnabörn.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Elskulegur bróðir okkar og mágur,
BJARNI HINRIK JÓNASSON
áður til heimilis í Hátúni 10a,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn
21. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til starfsfólks í Hátúni og á
Hrafnistu fyrir góða umönnun og hlýhug.
Sigríður Inga Jónasdóttir
Erla Jónasdóttir Þórarinn Guðjónsson
Helga Jónasdóttir Emil Wilhelmsson
Ragnar Þór Jónasson Sigríður Sigurgeirsdóttir
MERKISATBURÐIR
1940 Alþingi samþykkir að taka upp hægri umferð á Íslandi
þann 1. janúar 1941 en horfið var frá þeim áformum vegna her-
náms Breta sem óku vinstra megin og gera enn.
1948 Lög eru sett um vísindalega verndun fiskimiða landgrunns-
ins. Á þeim byggðist útfærsla fiskveiðilögsögunnar.
1955 Sir Winston Churchill segir af sér sem forsætisráðherra
Breta og dregur sig í hlé frá stjórnmálum vegna heilsubrests, átt-
ræður að aldri.
1968 Kosningaréttur er lækkaður úr 21 ári í 20 ár.
1971 Söngleikurinn Hárið er frumsýndur í Glaumbæ.
1986 Flugvél á leið frá Ísafirði til Reykjavíkur ferst í Ljósufjöllum
á Snæfellsnesi og með henni fimm manns, en tveir lifa af.
1992 Bosnía og Hersegóvína lýsa yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu.
„Það er víst komið að þessu þótt ótrú-
legt sé. Svona líður tíminn ef maður
lifir af,“ segir Jón Stefánsson um 50
ára starfsafmæli sitt við Langholts-
kirkju. Hann tekur vel beiðni um
símaviðtal og segir best að hespa því
af. Vitnar í gamla sögu. „Það var karl
í Mývatnssveitinni að leggja af stað í
göngur og sagði: „Það er best að byrja
á því að éta nestið, það er þá eitthvað
frá.“
„Já, það eru fimmtíu ár frá því ég
settist fyrst á orgelbekk hér. Það var
4. apríl 1964. Hann fékk hjartaáfall
hann Helgi Þorláksson skólastjóri sem
var hér organisti á þeim tíma. Þá var
hringt í doktor Róbert Abraham Ott-
ósson, söngmálastjóra þjóðkirkjunn-
ar, og hann beðinn að bjarga málum.
Það voru tvær fermingarmessur dag-
inn eftir. Ég var á fyrsta ári í Tónskóla
þjóðkirkjunnar og Tónlistarskólanum
en var reyndar orðinn nokkuð vanur
orgelleik því þegar ég var í fornámi
spilaði ég hálfsmánaðarlega í messum
hjá Óháða söfnuðinum um eins og hálfs
árs skeið. Var líka alinn upp við orgel-
leik norður í Mývatnssveit, afi var þar
organisti. Svo ég sló til þegar til mín
var leitað.“
Jón kveðst hafa leyst af í Lang-
holtskirkju þar til hann fór norður í
Mývatnsveit í sína sumarvinnu. „Ég
var oft að vinna í kaupfélaginu en
eitt besta sumarið mitt var ég að sjá
um netaveiðina fyrir búið í Vogum
– meðan veiðiskapur í Mývatni var
hlunnindi. Þá var ég oft sex til átta
klukkutíma á dag úti á vatni og kom
með um 200 bleikjur að landi,“ rifjar
hann upp.
Í ágúst 1964 fékk Jón upphringingu
af sóknarnefndarfundi í Langholts-
sókn, honum var boðin organistastað-
an og þáði hana með þökkum. „Hér hef
ég svo verið síðan nema tvívegis farið
í framhaldsnám, fyrst til München og
svo til Vínarborgar.“
Skyldi Jón ætla að halda veglega upp
á þessi tímamót? „Já, við ætlum að
vera með tilstand í messunni á morg-
un af þessu tilefni. Kórarnir þrír sem
ég stjórna fá allir hlutverk í messunni,
Gradualekór Langholtskirkju, Gra-
duale Nobili með stóru stelpunum og
Kór Langholtskirkju. Aðalhátíðin verð-
ur samt í maí þegar tveir síðarnefndu
kórarnir flytja Mattheusarpassíuna
ásamt tveimur hljómsveitum. Passían
er með stærri bitum.“
Það er sem sagt ekkert slegið af.
„Ekki í bili. Ég hef alltaf haft gaman
af því að umgangast fólk og meðan ég
er svo heppinn að hafa orku og ánægju
af starfinu þá held ég áfram.“
gun@frettabladid.is
Við orgelið í hálfa öld
Jón Stefánsson organisti hefur verið stórt númer í starfsemi Langholtskirkju í Reykjavík í
hálfa öld. Þar hefur hann óþreytandi leikið við athafnir, stofnað kóra og stjórnað þeim.
ORGANISTINN „Ég hef alltaf haft gaman af því að umgangast fólk og meðan ég er svo heppinn að hafa orku og ánægju af starfinu þá held ég
áfram,“ segir Jón Stefánsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Alþjóðadómstóllinn í Haag dæmdi
Dönum yfirráð yfir öllu Grænlandi þenn-
an dag árið 1933 en Norðmenn höfðu
reynt að helga sér hluta þess undir heit-
inu Land Eiríks rauða.
Land Eiríks rauða var landsvæði á
austurströnd Grænlands sem Norðmenn
gerðu tilkall til og hernámu 27. júní 1931
í kjölfar deilunnar milli Danmerkur og
Noregs um yfirráð Dana yfir Grænlandi.
Norðmenn vildu meina að þeir gætu gert
tilkall til strandlengju Austur-Grænlands
þar sem landið hefði verið einskismanns-
land þegar þeir hófu landkönnun og
byggingu veiðistöðva þar undir lok 19.
aldar.
Noregur sætti sig við dóm Alþjóðadóm-
stólsins og lét landsvæðið eftir. Eftir það
nefndu Danir svæðið Land Kristjáns 10.
Það er nú hluti af þjóðgarði Grænlands.
ÞETTA GERÐIST: 5. APRÍL 1933
Dönum dæmd yfi rráð yfi r öllu Grænlandi