Fréttablaðið - 05.04.2014, Síða 104

Fréttablaðið - 05.04.2014, Síða 104
5. apríl 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 68 visir.is Meira um leiki gærkvöldsins Eigum til á lager hinar vinsælu Robland sambyggðu vélar á góðum verðum. Grunnverð 1.189.834 bjóðum 15% afslátt á vélum og aukahlutum framm að páskum. Fullt að flottum vörum á góðu verði fyrir iðnaðinn og handverkið. Smiðshöfða 12 110 Reykjavík S: 586 8000 SPORT KÖRFUBOLTI „Þetta verður ansi langt sum- arfrí. Maður verður að finna sér eitthvað að gera,“ segir Jakob Örn Sigurðarson, lands- liðsmaður í körfubolta, í viðtali við Frétta- blaðið en Jakob og félagar hans í sænska úrvalsdeildarliðinu Sundsvall Dragons voru sendir í sumarfrí á miðvikudagskvöldið. Liðið tapaði þá í fjórða leik átta liða úrslita deildarinnar gegn Uppsala Basket en ein- vígið fór 3-1 fyrir Uppsala. „Við enduðum tveimur stigum fyrir ofan þá í deildinni en þeir voru mun betri en við í þessari seríu. Þeir voru betri í öllum leikjun- um. Við náðum eiginlega bara að stela einum sigri. Í heildina eru þeir með betri mann- skap og fleiri góða leikmenn,“ segir Jakob Örn, sem tapaði með Sundsvall í þriðja skiptið á fimm árum í átta liða úrslitum. „Þetta gerist alltaf annað hvert ár. Fyrsta árið töpuðum við í 8-liða, svo fórum við í úrslit og unnum, eftir það töpuðum við í 8-liða, svo fórum við aftur í úrslit í fyrra og nú þetta aftur. Ef við förum ekki alla leið finnst okkur greinilega bara betra að láta henda okkur út strax,“ segir Jakob Örn kátur í bragði og hrærir í súpu sem hann er að elda fyrir fjölskylduna. Mjög erfitt fyrir áramót Mikið gekk á hjá Drekunum á tímabilinu en félagið er í miklum fjárhagsvandræðum. Í lok október kom tilkynning frá sænska körfuknattleikssambandinu þar sem sagt var að Sundsvall fengi þrjá mánuði til að koma fjármálum sínum í lag ellegar fengi félagið ekki að taka þátt í deildinni næsta vetur. Með liðinu leika tveir aðrir Íslending- ar, Hlynur Bæringsson og Ægir Þór Stein- arsson. „Þetta er búið að vera bölvað strögl – jafnt innan sem utan vallar. Kaninn fór heim eftir fjóra leiki og við spiluðum þetta bara á okkur Íslendingunum og Svíum. Það var mikið af ungum strákum sem var hent í djúpu laugina. Miðað við það getum við verið sáttir við árangurinn í deildinni,“ segir Jakob Örn, en utan vallar áttu leik- mennirnir eðlilega erfitt. „Þetta var aðallega erfitt fyrir jól, svona fyrst þegar þetta gerðist og í svona einn og hálfan mánuð eftir það. Eftir jól komumst við yfir þetta og byrjuðum að spila vel. Þá voru menn hættir að spá í þetta en menn eru samt alltaf að tala um þetta sín á milli. Það var í gangi allt árið.“ Svikin loforð Þrátt fyrir erfiðleika í fjármálum stóðu for- svarsmenn Drekanna við sitt þegar kom að útborgun í hverjum mánuði en það skiptir fjölskyldumann eins og Jakob miklu máli. „Þeir borguðu alltaf sitt og ég gerði auðvitað mitt. Þegar maður er með fjölskyldu hugsar maður fyrst um hana,“ segir hann. Jakob er búinn að vera hjá Sundsvall í fimm ár og hefur liðið vel enda lykilmað- ur og algjör stjarna í deildinni. Samskipt- in hafa verið góð á milli hans og yfirmanna félagsins en breyting varð á þegar þeir sögðu ekki alltaf satt og rétt frá í tengslum við peningamál félagsins. „Það var nú stundum ekkert komið hreint og beint fram við mann. Það er svona það sem maður er helst svekktur með. Það var alltaf sagt að nú færi eitthvað að gerast eins og með styrktaraðila en það gerðist ekk- ert. Ég er búinn að vera hérna í fimm ár og fannst ég verðskulda meiri hreinskilni. Fyrstu árin hérna hafa verið fín en þetta er svona fyrsta árið sem mér fannst maður ekki vera að hugsa um alveg réttu hlutina. Maður var að láta hluti sem ekki eiga að hafa áhrif á mann gera það. Sérstaklega þar sem maður er með fjölskyldu,“ segir Jakob Örn. Verður samt áfram Þrátt fyrir samskiptabresti og erfiðleika utan vallar ætlar Jakob að vera áfram hjá Sundsvall á næsta tímabili hafi félagið áhuga og tök á því að halda honum. „Ég er með samn- ing út apríl núna og svo út næsta tímabil. Í rauninni verð ég áfram nema þeir geri ekki upp við mig. Ég er með klausu í samningnum um að ef þeir standi ekki við sitt innan ákveðins tíma geti ég farið. Eins og er þá verð ég áfram hjá liðinu – það er bara undir þeim komið hvað þeir gera. Ef þeir standa sig þá verð ég áfram,“ segir Jakob, sem hefur annars ekki miklar áhyggjur af því að finna sér nýtt lið í Sví- þjóð enda árlega kjörinn einn af bestu leik- mönnum deildarinnar. „Maður kíkir ekkert í kringum sig þegar maður er með samning í körfuboltanum. Þetta er kannski aðeins öðruvísi en í öðrum íþróttum. Ég er samt alveg rólegur og hef engar áhyggjur af því ef ég þarf að finna mér lið í Svíþjóð. Ég er held ég sé með alveg nógu gott orðspor hérna í Svíþjóð og ætti að geta fundið mér nýtt lið,“ segir Jakob Örn Sigurðarson. tom@frettabladid.is Komu ekki alltaf hreint fram við mig Jakob Örn Sigurðarson lauk sínu fi mmta tímabili með Sundsvall Dragons í vikunni. Mikið hefur gengið á hjá Drekunum en liðið er í mikl- um fj árhagsvandræðum og segir Jakob það hafa haft sín áhrif. Hann verður áfram hjá félaginu svo framarlega sem það stendur við sitt. „Það var rosalega gaman að fylgjast með honum,“ segir Jakob Örn um bróður sinn, Matthías Orra Sigurðarson, sem spilaði með ÍR í Dominos-deildinni í vetur og stóð sig frábærlega á sínu fyrsta ári sem byrjunarliðsmaður í efstu deild. Matthías Orri fékk stórt hlutverk í ÍR-liðinu sem leikstjórnandi en hann spilaði ríflega 35 mínútur í leik og skoraði 16,8 stig að meðaltali auk þess sem hann var 7. stoðsendingahæstur í deildinni með 6,7 slíkar að meðaltali í leik. „Ég er rosalega ánægður fyrir hans hönd. Hann var svolítið vonsvikinn í byrjun að geta ekki spilað fyrir KR en hann má vera stoltur af tímabilinu og ég held hann hafi komið mörgum á óvart. Mér finnst þetta mjög góð frammistaða á fyrsta tímabili,“ segir Jakob Örn um hinn 19 ára gamla bróður sinn. ÍR-liðið spilaði einstaklega vel eftir áramót og var með fjórða besta árangurinn í deildinni auk þess sem það fór alla leið í bikarúrslitin þar sem það tapaði fyrir Grindavík. „Hann fékk mikið traust og spilaði mikið fyrir áramót. Þetta var svona upp og niður hjá honum fyrir jól en af því hann fékk að spila mikið varð hann bara betri,“ segir Jakob Örn Sigurðarson. Rosalega ánægður fyrir hans hönd ERFITT Jakob Örn Sigurðarson er kominn í sumarfrí eftir erfitt tíma- bil utan vallar í Sundsvall. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÚRSLIT VINÁTTULANDSLEIKUR ÍSLAND - AUSTURRÍKI 37-34 (18-17) Mörk Íslands (skot): Aron Pálmarsson 10 (11), Guðjón Valur Sigurðsson 8/2 (10/2), Arnór Atlason 7 (7), Þórir Ólafsson 3 (5), Kári Kristján Kristjáns- son 2 (2), Bjarki Már Gunnarsson 2 (3), Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (5), Róbert Gunnarsson 1 (2), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (2), Snorri Steinn Guðjónsson 1 (3). DOMINO‘S-DEILD KARLA UNDANÚRSLIT, 1. LEIKUR GRINDAVÍK - NJARÐVÍK 73-81 (41-34) Grindavík: Ólafur Ólafsson 18/7 fráköst, Jóhann Á. Ólafsson 16/6 fráköst, Ómar Ö. Sævarsson 14/14 fráköst, Sigurður G. Þorsteinsson 10/14 fráköst, Lewis Clinch Jr. 10/5 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 3, Hilmir Kristjánsson 2. Njarðvík: Tracy Smith Jr. 19/18 fráköst, Elvar Már Friðriksson 18/10 stoðsendingar, Hjörtur H. Einarsson 16, Logi Gunnarsson 13/4 fráköst, Ólafur H. Jónsson 7/5 fráköst, Ágúst Orrason 6. FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið komst klakklaust á leiðar- enda eftir langt ferðalag til Ísra- els í vikunni en stelpurnar mæta Ísraelum í undankeppni HM 2015 klukkan 17.30 í dag. Þetta er þriðji leikur Íslands í undankeppninni og getur liðið skotist upp í annað sæti riðilsins með sigri. „Leikmenn hafa verið að ná úr sér mestu ferðaþreytunni en nú eru allir frískir fyrir leikinn,“ sagði Freyr í samtali við Frétta- blaðið í gær. „Það hefur komið á óvart hversu góðar aðstæðurnar eru. Við æfðum á velli í morgun sem er líklega sá besti sem ég hef stigið fæti á og þá er vel hugsað um okkur að öllu leyti,“ bætti hann við. Ísland er talsvert hærra skrifað en lið Ísraels en Freyr varar við vanmati. „Við göngum í þetta verk- efni með það fyrir augum að vinna þennan leik. Það verður ekki auð- velt enda liðið með sex stig í riðl- inum og hefur ýmislegt fram að færa,“ segir Freyr. „Við þurfum að nálgast leikinn með virðingu fyrir andstæðingnum. En ég trúi því að ef við höldum einbeitingu allan leikinn og höfum trú á okkar eigin getu þá munum við klára þetta verkefni.“ Stelpurnar mæta næst Möltu ytra á fimmtudaginn. - esá Við ætlum að vinna Ísland mætir Ísrael ytra í undankeppni HM 2015. GOTT Í ÍSRAEL Það fer vel um lands- liðið í hitanum í Ísrael. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Njarðvík komst í 1-0 forystu í einvíginu gegn Grinda- vík í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi með sigri á Íslands- og bikarmeisturunum í Röstinni, 81-73. Grindavík var mest 13 stigum yfir, 53-40, í þriðja leikhluta en Njarðvíkingar unnu upp muninn og komust yfir um miðjan síðasta fjórðunginn, 62-65. Þeir litu ekki um öxl eftir það og lönduðu sætum útisigri. Tracy Smith Jr. virðist vera að vakna undir körfunni hjá Njarðvík en hann bauð upp á tröllatvennu með 19 stigum og 18 fráköstum en Ólafur Ólafsson var stigahæstur heimamanna með 18 stig auk þess sem hann tók 7 fráköst. „Þetta er bara einn áfangi. Við ætlum ekki að tapa okkur. Það er virkilega sterkt að koma hingað og ná í þennan sigur en ef við ætlum að láta þetta telja þá verðum við að spila vel á mánudaginn,“ sagði Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur. - tom Húnarnir tóku forystuna HANDBOLTI Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta unnu þriggja marka sigur á Patreki Jóhannessyni og lærisveinum hans frá Austurríki, 37-34, í vináttulandsleik sem fram fór á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöld. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var mikið skorað og lítið um varnir og þ.a.l. lítið um markvörslu. Einbeitingarleysi gerði sér viðvart hjá báðum liðum og var stór hluti markanna skoraður úr hraðaupphlaupum. Ísland var marki yfir í hálfleik, 18-17, en byrjaði svo vel í síðari hálf- leik og náði fimm marka forskoti, 24-19. Austurríkismenn svöruðu því með fjórum mörkum í röð og þurfti Aron Kristjánsson að taka leikhlé. Forskotið var þó alltaf Íslendinga. Aron Pálmarsson var frábær í leiknum en hann skoraði 10 mörk úr 11 skotum. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk og Arnór Atlason skoraði 7 mörk úr 7 skotum. Fullkomin skotnýting. Liðin mætast öðru sinni í íþróttahúsinu í Ólafsvík á morgun. - tom Austurríkismenn lagðir að Ásvöllum FRÁBÆR Aron Pálmarsson skoraði 10 mörk í 11 skotum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.