Fréttablaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 8
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Minnislaus maður í vanda staddur
1 NOREGUR Lögreglan í Noregi reynir að bera kennsl á mann sem skilur fimm tungumál en segist hvorki
muna nafn sitt né hvaðan hann kemur. Hún hefur birt ljós-
mynd af manninum, sem fannst í slæmu ásigkomulagi úti í
kuldanum í Ósló í desember án nokkurra skilríkja. Að sögn
lögreglu er maðurinn á þrítugsaldri, talar góða ensku með
austur-evrópskum hreimi og skilur tékknesku, slóvensku,
pólsku og rússnesku. Hann er 187 sentimetrar á hæð,
með blá augu og er skolhærður. Reynt hefur verið að bera
kennsl á hann í gegnum alþjóðalögregluna, Interpol, án árangurs.
Áfall fyrir aðskilnaðarsinna
2 KANADA Aðskilnaðarflokkur kanadíska héraðsins Québec varð fyrir áfalli í nýlegum héraðskosningum þegar kjósendur höfnuðu meginmarkmiði
hans sem felur í sér sjálfstæði frá Kanada. Québécois-flokkurinn hlaut aðeins
25 prósent atkvæða í kosningunum og hefur því verið hrakinn frá völdum.
Þetta eru verstu kosningaúrslit flokksins síðan hann bauð fyrst fram árið 1970.
Hann varð hluti af minnihlutastjórn Québec fyrir aðeins átján mánuðum.
Áttatíu prósent íbúa í Québec tala frönsku og sjálfstæði héraðsins er þegar
orðið umtalsvert. Það innheimtir eigin tekjuskatt, heldur úti eigin innflytj-
endalögum sem eru hliðholl frönskumælandi fólki og hefur sett lög þar sem
frönsk tunga er tekin fram yfir þá ensku.
Refsiaðgerðir gegn öfgasamtökum
3 EGYPTALAND Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að beita refsi-aðgerðum gegn öfgasamtökum í Egyptalandi sem hafa lýst yfir ábyrgð á
hendur sér vegna árása á egypska ráðamenn, ísraelskar byggingar og erlenda
ferðamenn í höfuðborginni Kaíró og á Sínaí-skaganum. Samtökin Ansar Bayit
al-Maqdis hafa nú verið skilgreind sem erlend hryðjuverkasamtök. Það þýðir
að hægt er að frysta allar eignir þeirra í lögsögu Bandaríkjanna og að Banda-
ríkjamenn mega ekki veita samtökunum fjárhagslegan stuðning. Samkvæmt
bandaríska utanríkisráðuneytinu eru samtökin hliðholl stefnu al-Kaída-sam-
takanna en eru ekki opinber hluti af þeim.
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.bilahusid.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
17
7
7
SUBARU ER EINN ÖRUGGASTI BÍLL SEM ÞÚ GETUR K EYPT
SUBARU XV
FJÓRHJÓLADRIFINN – SJÁLFSKIPTUR
Subaru XV 2.0i, sjálfskiptur
Verð: 5.290.000 kr.
6,6 l / 100 km
í blönduðum akstri
Rekstraröryggi og gott endursöluverð er það sem allir þekkja og kemur fyrst upp í hugann. Lágur þyngdarpunktur,
þverliggjandi BOXER vél og sítengt f jórhjóladrif með tölvustýrðri stöðugleikastýringu er lykillinn að akstursöryggi.
Allir Subaru eru með 5 stjörnur í árekstrarprófunum EuroNCAP.
GERÐU ÖRUGG BÍLAKAUP – KAUPTU SUBARU!
Óöldin heldur áfram í Sýrlandi
EFTIRMÁL BÍLSPRENGJUTILRÆÐIS Særðum manni er hjálpað á vettvangi sprengjutilræðis í al-Khudary-stræti í Karm al-Loz-
hverfi í borginni Homs í Sýrlandi í gær. Þar var bíll sprengdur í loft upp. Hálftíma síðar var annar bíll sprengdur í borginni, að
því er ríkisfréttastofa landsins segir. 25 eru sagðir hafa látið lífið í sprengingunum í gær, þar á meðal konur og börn. Hundrað
og sjö eru sagðir sárir. Frá því átök hófust í landinu í mars 2011 hafa meira en 150 þúsund manns látið þar lífið, hefur franska
fréttaveitan AFP eftir hjálparsamtökum sem halda utan um þá tölfræði. NORDICPHOTOS/AFP
HEIMURINN
12
3