Fréttablaðið - 10.04.2014, Side 6

Fréttablaðið - 10.04.2014, Side 6
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 300 aðjunktar, lektorar og dósentar ÞESSIR HAFA BOÐAÐ VERKFALL VIÐ HÍ 260 sérfræðingar, fræðimenn og vísindamenn 250 starfsmenn sem vinna við stjórnsýslu Háskólans 30 starfsmenn Árnastofnunar 30 starfsmenn á Háskólabókasafni 30 starfsmenn Raunvísindastofnunar 8 Starfsmenn á Keldum Verkfallið myndi bitna á 14.000 nemendum Háskóla Íslands ALÞINGI Boðaðar gjaldskrárlækk- anir ríkisins í tengslum við kjara- samninga í desember eru ekki enn komnar til framkvæmda. Frum- varp fjármálaráðherra þar að lút- andi er til umsagnar í efnahags- og viðskiptanefnd. Í því er lagt til að bensíngjald, olíugjald, kílómetra- gjald og gjald af áfengi og tóbaki auk umhverfis- og auðlindaskatta lækki um eitt prósent. Sjö umsagnir hafa borist um frumvarpið, meðal annars frá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ). ASÍ gagnrýnir mjög þá töf sem hefur orðið á málinu og telur að end- urskoða hefði átt miklar hækkanir á gjaldskrám í heilbrigðisþjónustu. Í sama streng tekur Starfs- greinasambandið sem segir að gjaldskrárhækkanir í heilbrigðis- þjónustu komi harðast niður á þeim sem hafa lágar tekjur. Félag atvinnurekenda fagn- ar frumvarpinu og því að hluti hækkunar ýmissa gjalda um ára- mót verði dreginn til baka og sömu skoðun lýsa Neytendasamtökin. Samtök atvinnulífsins segja að frumvarpið sé mikilvægur liður í að lækka verðbólgu og verðbólgu- væntingar til lengri tíma og stuðla að efnahagslegum stöðugleika sem sé forsenda aukins kaupmáttar. Félag íslenskra bifreiðaeigenda fagnar því að gjaldskrárlækkun verði á eldsneyti. FÍB lýsir þó vonbrigðum sínum með að lækkunin er aðeins um eitt prósent en um síðustu áramót hækkuðu þessi gjöld um þrjú pró- sent. - jme Frumvarp fjármálaráðherra um gjaldskrárlækkanir enn til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd: Eins prósents lækkun eldsneytisgjalda LÆKKAR Bensíngjald lækkar um eitt prósent verði frumvarp fjármálaráðherra að lögum. FÍB telur að lækkunin hefði átt að vera meiri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1. Hvað krefjast háskólakennarar mik- illar hækkunar mánaðarlauna? 2. Hvað stefna Íslandshótel á að bæta við mörgum hótelherbergjum? 3. Hvar stendur til að opna nýja Ham- borgarabúllu? SVÖRIN VINNUMARKAÐUR „Stúdentum þykir óvissan verst,“ segir María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúd- entaráðs Háskóla Íslands. Fram á síðustu stundu vonuð- ust stúdentar eftir því að Félag háskólakennara næði samningum við ríkið og hætt yrði við formlega verkfallsboðun. Til að verkfall sé löglega boðað þarf að boða til þess með tveggja vikna fyrirvara. Sá frestur rann út í gær. Takist ekki að semja fara háskólakennar- ar í verkfall 25. apríl til 10. maí að báðum dögum meðtöldum. Þetta er á prófa- tíma háskólans. „Það fylgir prófatíma mikið álag, það bætir ekki úr skák að vita ekki hvenær próf verða hald- in. Fólk hefur miklar áhyggjur. Margir eru áhyggjufullir yfir námslánum sínum því námslán eru ekki greidd út fyrr en að lokn- um prófum,“ segir María Rut og bætir við að fólk sé búið að ráða sig í vinnu, eða ætli að fara í nám til útlanda í sumar og svo framveg- is. Allar áætlanir fari úr skorðum. „Það eru allir búnir að skipu- leggja tíma sinn eftir 10. maí,“ segir hún. Á fjórða þúsund háskólastúd- enta hafa skrifað undir áskorun á netinu til þingmanna um að þeir leggi sitt lóð á vogarskálarnar til að koma í veg fyrir verkfall Félags háskólakennara. „Verkfall það sem vofir yfir Háskóla Íslands á prófatímum er mikið áfall fyrir 14.000 stúd- enta, 4.400 starfsmenn skólans og samfélagið allt,“ segir í áskorun- inni. Þá segir að veruleikinn sem blasi við stúdentum sé napur og Stúdentum við HÍ þykir óvissan verst Félag háskólakennara tilkynnti formlega verkfallsboðun í gær. Náist ekki samningar falla próf niður. Formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir nemendur áhyggju- fulla því að allar áætlanir þeirra fari úr skorðum verði af verkfalli kennara. MARÍA RUT KRISTINSDÓTTIR VERKFALL YFIRVOFANDI Félag háskólakennara boðaði í gær formlega til verkfalls á prófatíma HÍ. Stúdentar eru afar áhyggjufullir yfir gangi mála. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EFNAHAGSMÁL Skatttekjur af ferða- þjónustu jukust aðeins um rúm 20 prósent á sama tíma og erlendum ferðamönnum hingað til lands fjölgaði um tæp 40 prósent á árun- um 2008 til 2012. Þetta kom fram í máli Sigríðar Mogensen hagfræð- ings á fundi efnahagssviðs Sam- taka atvinnulífsins í gær. Meðfram því sem sviðið birti nýja hagspá sína kynnti Sigríður athugun þess á framleiðni og lífs- kjörum innan ferðaþjónustunnar. Í máli Sigríðar kom einnig fram að skatttekjur á hvern ferðamann hefðu dregist saman um ellefu prósent að raunvirði á sama tíma og greiðslukortanotkun erlendra ferðamanna hefur vaxið um rúm þrjátíu prósent. Þetta telja samtök- in gefa vísbendingar um að mikið sé um svarta atvinnustarfsemi í greininni. „Þetta segir okkur að skatttekj- urnar fylgja ekki aukinni neyslu ferðamanna og er ein stærsta vís- bending þess efnis að mikið sé um svarta atvinnustarfsemi í grein- inni,“ segir Sigríður í samtali við Fréttablaðið. Hún segir enn fremur að þetta sé mikið áhyggjuefni þar sem ekki hafi verið gerðar neinar stórvægi- legar breytingar á skattkerfinu á sama tíma. - fbj SA segja að þrátt fyrir fjölgun ferðamanna skili þeir minni skatttekjum: Segja mikið af svartri starfsemi ÁHYGGJUEFNI Sigríður segir vísbendingar um umfangsmikla svarta atvinnustarfsemi í ferðaþjónustunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA afleiðingarnar yrðu hörmuleg- ar; verkfall eyðileggi prófatíma- bil stúdenta, útborgun námslána, sumarvinnu og kostnaðarsamar ferðaáætlanir. María Rut segir að stúdentar ætli ekki að láta þar við sitja. „Við ætlum að boða til aðgerða og þrýsta á að menn semji. Ég held að allir leggi kapp á að samningar náist fyrir 25. apríl svo hægt verði að halda próf á réttum tíma,“ segir hún. Samni nga nefndir Félags háskólakennara og ríkisins hittust á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í gær og áfram verður fundað næstu daga. Háskólakennarar krefjast þess að laun þeirra verði leiðrétt og telja að þau eigi að hækka um 10 til 14 prósent. Auk þess vilja þeir sömu kauphækkanir og önnur félög BHM koma til með að semja um. johanna@frettabladid.is 1. Sextíu og átta þúsund króna. 2. Átta hundr- uð tuttugu og fi mm. 3. Í Kaupmannahöfn. VEISTU SVARIÐ? Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.