Fréttablaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 10. apríl 2014 | SKOÐUN | 33
Komdu sæll, Illugi.
Fyrrverandi skólafélagi
minn, hann Haraldur Reyn-
isson, skrifaði þér opið bréf
þann 5. febrúar sl., eða fyrir
tæpum tveimur mánuðum,
þar sem hann lagði fyrir þig
ákveðnar spurningar vegna
útgáfu ráðuneytis þíns á
leyfisbréfum til valinna
einstaklinga. Þú hefur ekki
enn svarað bréfi hans og því
vildi ég fylgja því eftir hér.
Ég tilheyri, líkt og Haraldur, hópi
nemenda sem hóf kennaranám sitt
haustið 2009 og lauk því árið 2012.
Ég stundaði nám mitt við Háskóla
Íslands á Laugarvatni ásamt bestu
vinkonu minni. Við höfðum báðar
ætlað okkur að byrja í náminu
haustið 2007, en urðum báðar ófrísk-
ar og hættum því við. Munurinn var
sá að vinkona mín hafði innritað sig
í skólann áður en hún hætti við. Ég
íhugaði að innrita mig, en gerði það
ekki. Við hófum hins vegar hvorug-
ar nám haustið 2007 og hófst skóla-
gangan okkar ekki fyrr en haustið
2009.
Ég og umrædd vinkona mín
keyrðum saman frá Stokkseyri upp
á hvern einasta dag í þrjú ár. Við
tókum sömu námskeiðin, við skiluð-
um sömu verkefnunum og við lærð-
um saman undir próf. Við sóttum
líka báðar um leyfisbréf að lokinni
útskrift árið 2012 og fengum báðar
synjun. Ég fór áfram í meistaranám,
en vinkona mín hætti í námi.
Það kom síðan smám saman í ljós
að einhverjir aðilar, sem stundað
höfðu kennaranám á sama tíma og
við, höfðu fengið útgefið leyfisbréf
frá ráðuneytinu þínu. Það
gerist síðan í lok septem-
ber á síðasta ári, eða fyrir
um hálfu ári, að verkefna-
stjóri á skrifstofu mennta-
mála í ráðuneytinu þínu
fullyrðir við nemendur í
2012-árganginum að þeir
eigi allir rétt á leyfisbréfi.
Við glöddumst vitanlega
mjög og sendum flest inn
nýjar umsóknir um leyfis-
bréf sama dag. Sú gleði var
hins vegar skammvinn þar sem
viðkomandi verkefnastjóri sagðist
nokkru síðar hafa farið með rangt
mál og að við ættum í raun ekki rétt
á leyfisbréfi.
Fátækleg svör
Það sem kom okkur hins vegar
meira á óvart, og olli okkur meiri
vonbrigðum, er að nokkur þeirra
sem sóttu aftur um leyfisbréf sl.
haust vegna þessarar yfirlýsing-
ar verkefnastjórans, eftir að hafa
fengið synjun árið 2012, fengu nú
skyndilega útgefið leyfisbréf! Í
þeim hópi var einmitt besta vin-
kona mín, manstu Illugi, þessi sem
tók nákvæmlega sömu námskeið,
skilaði sömu verkefnum, lærði með
mér undir próf og keyrði með mér í
skólann í þrjú ár.
Hún er nú komin með leyfis-
bréf sem veitir henni réttindi til
kennslu. Mér er hins vegar synjað
um slíkt leyfisbréf og sagt að ég
þyrfti að klára meistarapróf til að
fá það útgefið. Það hefur sem betur
fer ekki slest upp á vinskap okkar
tveggja vegna þessa, en hitt get ég
sagt þér Illugi, að þetta hefur gert
það að verkum að ég hef misst allt
traust á ráðuneyti þínu.
Vegna þess með hvaða hætti ráðu-
neyti þitt hefur komið fram hefur
stór hópur nemenda, að mér með-
talinni, leitað til lögfræðings í þeirri
von að það megi leiðrétta það rang-
læti sem hefur átt sér stað. Þetta
veistu. Við höfum skrifað þér ítarleg
bréf, en fengið fátækleg svör. Við
höfum líkað kvartað vegna vinnu-
bragða ráðuneytis þíns til umboðs-
manns Alþingis. Þetta allt hefur
kostað okkur tíma og peninga, Ill-
ugi, og við gerum þetta ekki okkur
til skemmtunar.
Spurningar mínar til þín eru þær
sömu og hann Haraldur beindi til
þín fyrir tveimur mánuðum, enda
er þeim enn ósvarað af þinni hálfu:
1 Af hverju þarf ég að ljúka mastersnámi til að fá útgefið
leyfisbréf, en ekki besta vinkona
mín, eða þeir tugir aðila sem stund-
uðu sama nám á sama tíma og hafa
nú fengið útgefið slíkt bréf?
2 Telurðu þér heimilt að mis-muna fólki í þínum störfum eða
að taka ákvarðanir sem byggja á
geðþótta? Telurðu að þú sért haf-
inn yfir jafnræðisreglu stjórnar-
skrár og stjórnsýslulaga?
Með von um skjót svör.
Það var aldeilis áhuga-
verð frétt í Morgunblaðinu
sunnudaginn 29. mars um
bæjarstjórnarfundi á Sel-
tjarnarnesi en þar kemur
fram að fundirnir séu yfir-
leitt mjög stuttir. Þetta
er allt gott og blessað og
er það svo að bæjarmál
eru þess eðlis að meiri-
og minnihluti vinna sam-
eiginlega að hagsmunum
bæjarbúa og eins og fram
kemur þá fer mikið starf
fram innan nefndanna. Við
í Samfylkingunni fögnum því sem
vel er gert og vinnum svo sannar-
lega með hagsmuni bæjarbúa að
leiðarljósi.
Það er hins vegar ekki ávallt
þannig að við séum sammála um
málefni eða hvernig staðið er að
þeim og þykir mér þessi fréttaflutn-
ingur ákaflega einhliða og óneitan-
lega veltir maður fyrir sér hvort
tilgangurinn hefur verið sá einn
að hampa meirihluta bæjarstjórn-
ar Seltjarnarness, þ.e. Sjálfstæðis-
flokknum, þar sem ekkert var rætt
við minnihlutann við gerð þessarar
fréttar.
Það er í raun látið í það skína að
við séum sammála um allt og að
engin ágreiningsmál séu til stað-
ar. Það er nú ekki alveg svo enda er
berlega hægt að sjá það á fundar-
gerðum bæjarins að tekist er á um
hin ýmsu málefni bæjarins þegar
svo ber undir og má til dæmis benda
á að Samfylkingin sat hjá vegna
fjárhagsáætlunar bæjarins
2014 og einnig þriggja ára
fjárhagsáætlun og er hægt
að lesa bókanir þar um og
ótalmargt fleira.
Það er rétt sem kemur
fram í fréttinni að góð og
mikilvæg vinna fer fram í nefndum
bæjarins en þó er það svo að það
eru ekki allar ákvarðanir teknar á
nefndarfundum. Því miður hefur
borið á því að nefndir hafa verið
sniðgengnar um sum málefni og
ákvarðanir verið teknar án þess að
fyrir liggi samþykki nefnda þar um
og afgreiðslan eftir því.
Ég tel heillavænlegra að viðhafa
þannig vinnubrögð að ákvarðanir
séu byggðar á ígrunduðum fagleg-
um vinnubrögðum og allar upplýs-
ingar liggi fyrir til hagsbóta fyrir
bæjarfélagið.
Það er nefnilega svo margt sem
gerist á vettvangi bæjarstjórnar og
ætti umræðan að snúast um annað
og meira en stuttar fundarsetur. Við
sem störfum fyrir Samfylkinguna
á Seltjarnarnesi höfum ávallt hags-
muni bæjarbúa og starfsmanna
að leiðarljósi í öllu okkar starfi og
umfram allt að fagleg vinnubrögð
séu viðhöfð í hvívetna.
➜ Við höfum skrifað þér
ítarleg bréf, en fengið fá-
tækleg svör. Við höfum líka
kvartað vegna vinnubragða
ráðuneytis þíns til umboðs-
manns Alþingis.
➜ Því miður
hefur borið á því að
nefndir hafa verið
sniðgengnar um sum
málefni...
Af fundarsetu
bæjarstjórnar
á Seltjarnarnesi
Opið bréf til Illuga
menntamálaráðherra
STJÓRNMÁL
Margrét Lind
Ólafsdóttir
oddviti Samfylking-
arinnar á Seltjarnar-
nesi
MENNTUN
Eydís Hrönn
Tómasdóttir
kennaranemi
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Bílalán í stuttu máli er vefur sem allar um bílalán og það sem hafa þarf í huga
þegar keyptur er nýr bíll. Kynntu þér allt um bílalán á landsbankinn.is/istuttumali