Fréttablaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 54
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42
„Ég tel þetta einn heitasta reitinn
á Laugaveginum og er mjög ham-
ingjusamur með það,“ segir mynd-
listarmaðurinn Þorlákur Krist-
insson, betur þekktur sem Tolli,
sem opnar gallerí á Laugavegi 19
í dag, ásamt konunni sinni. „Þetta
er rosalega fallegt rými sem ég er
með og í skemmtilegu nágrenni
við kaffihús og bókabúðir. Fyrir
mig er þetta stórkostlegt tækifæri
til að vera með myndirnar mínar
sýnilegar,“ segir Tolli kampakát-
ur og kveðst munu nota hvern fer-
metra sem best.
Tolli er með vinnustofu sína
í Laugarnesinu en segir fólk
almennt ekki vaða inn á vinnu-
stofur til listamanna og skoða
verkin þeirra. Því þyki það ókurt-
eisi. „Fólk kvartar yfir því hvað
aðgengi að listamönnum er lítið.
En hér getur það gengið að mínum
myndum vísum á ákveðnum stað,
alltaf.“
Myndirnar í galleríinu verða
bæði til sýnis og sölu, að sögn
Tolla. „Nú get ég viðrað myndirn-
ar áður en þær seljast. Auð vitað
gengur leikurinn út á að selja,
en stór hluti ánægjunnar við að
vinna við listmálun er að geta sýnt
myndirnar og átt eitthvert stefnu-
mót við fólk yfir þeim. Hingað til
hefur verið tilviljunum háð hvort
fólk hefur getað séð verk eftir mig
í galleríum.“
Tolli líkir því við að vera kom-
inn í alþjóðlegt umhverfi að opna
í miðborginni. „Laugavegurinn er
fullur af ferðamönnum. Mér finnst
það ferlega gaman. Ég fæ svo sterk
viðbrögð við íslenska landslaginu
í myndunum mínum hjá þeim sem
eru gestkomandi.“ gun@frettabladid.is
Sterk viðbrögð við
íslenska landslaginu
Tolli opnar gallerí á Laugavegi 19 í dag klukkan 17. Hann segir ánægju listmálar-
ans felast í að geta sýnt verkin sín og eiga stefnumót við fólk yfi r þeim.
LISTMÁLARINN „Hér getur fólk gengið að myndunum mínum vísum á ákveðnum stað, alltaf,“ segir Tolli í nýja galleríinu á
Laugavegi 19 sem kona hans, Gunný Ísis, rekur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Djasspíanistinn Sunna Gunn-
laugs fær Bergþór Pálsson söngv-
ara til liðs við sig á hádegistón-
leikum í Háteigskirkju á morgun.
„Við Bergþór ætlum að flytja
lögin mín við ljóð eftir Tómas
Guðmundsson, Óskar Árna Ósk-
arsson, Nínu Björk Árnadóttur
og fleiri,“ segir hún og bætir við:
„Tvö verkanna eru óútgefin en
hin eru á hljómdiskinum Fagra
veröld sem ég gaf út árið 2002,“
Tónleikarnir hefjast klukkan
12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.000 krónur
- gun
Leikur eigin
tónsmíðar
SUNNA Hún og Bergþór Páls verða í
Háteigskirkju í hádeginu á morgun.
MYND/ÚR EINKASAFNI
„Það er skemmtileg tilbreyting
að láta dramatískan tenór syngja
Brynjólf biskup,“ segir Kristján
Jóhannsson söngvari um hlutverk
sitt í óperunni Skáldið og biskups-
dóttirin. Tónlistin er eftir Alex-
öndru Chernyshovu sem syngur
hlutverk Ragnheiðar biskupsdótt-
ur. Ásgeir Páll Ágústsson túlkar
Hallgrím Pétursson en sýningin
er samin og sett upp af Guðrúnu
Ásmundsdóttur í tilefni 400 ára
afmælis sálmaskáldsins.
Hvernig líkar Kristjáni að vera
í hlutverki Brynjólfs biskups, þess
mikla harðjaxls?
„Ég er búinn að fara í gegn-
um hlutverkið með Guðrúnu
Ásmundsdóttur og hún kveikti
ljós hjá mér í sambandi við Brynj-
ólf. Þegar hann er skoðaður ofan
í kjölinn þá er hann fullur vænt-
umþykju í garð dóttur sinnar, les
henni bænirnar á hverju kvöldi
sem barni og hlýjar henni á fót-
unum. Hann er undir þvingunum
þegar hann grípur til þeirra ráða
að láta hana sverja eiðinn, telur
sig verða að verja heiður kirkj-
unnar. Svo blygðast hann sín fyrir
það sem átti sér stað og tekur það
óskaplega nærri sér.“
Kristján segir flytjendurna
fara með talaðan texta auk söngs-
ins og telur Guðrúnu Ásmunds
vera snilldarsögumann. „Sjálfum
finnst mér þetta vera sungið leik-
húsverk,“ segir hann og bætir við:
„Tónlistin skekur í manni hjarta-
tuðruna og hljómar íslenskt í
eyrum.“
Skáldið og biskupsdóttirin verð-
ur frumflutt í Hallgrímskirkju
í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd
annað kvöld klukkan 20. Önnur
sýning er á laugardagskvöld á
sama tíma.
gun@frettabladid.is
Tónlistin skekur í
manni hjartatuðruna
Kristján Jóhannsson fer með hlutverk Brynjólfs
biskups í óperunni Skáldið og biskupsdóttirin sem
frumsýnd er í Hallgrímskirkju í Saurbæ annað kvöld.
Í HLUTVERKUM Kristján sem Brynjólfur biskup á milli Þorgerðar Sólar og Alexön-
dru sem túlka Ragnheiði á ólíkum tímum. MYND/JÓN HILMAR