Fréttablaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 54
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 „Ég tel þetta einn heitasta reitinn á Laugaveginum og er mjög ham- ingjusamur með það,“ segir mynd- listarmaðurinn Þorlákur Krist- insson, betur þekktur sem Tolli, sem opnar gallerí á Laugavegi 19 í dag, ásamt konunni sinni. „Þetta er rosalega fallegt rými sem ég er með og í skemmtilegu nágrenni við kaffihús og bókabúðir. Fyrir mig er þetta stórkostlegt tækifæri til að vera með myndirnar mínar sýnilegar,“ segir Tolli kampakát- ur og kveðst munu nota hvern fer- metra sem best. Tolli er með vinnustofu sína í Laugarnesinu en segir fólk almennt ekki vaða inn á vinnu- stofur til listamanna og skoða verkin þeirra. Því þyki það ókurt- eisi. „Fólk kvartar yfir því hvað aðgengi að listamönnum er lítið. En hér getur það gengið að mínum myndum vísum á ákveðnum stað, alltaf.“ Myndirnar í galleríinu verða bæði til sýnis og sölu, að sögn Tolla. „Nú get ég viðrað myndirn- ar áður en þær seljast. Auð vitað gengur leikurinn út á að selja, en stór hluti ánægjunnar við að vinna við listmálun er að geta sýnt myndirnar og átt eitthvert stefnu- mót við fólk yfir þeim. Hingað til hefur verið tilviljunum háð hvort fólk hefur getað séð verk eftir mig í galleríum.“ Tolli líkir því við að vera kom- inn í alþjóðlegt umhverfi að opna í miðborginni. „Laugavegurinn er fullur af ferðamönnum. Mér finnst það ferlega gaman. Ég fæ svo sterk viðbrögð við íslenska landslaginu í myndunum mínum hjá þeim sem eru gestkomandi.“ gun@frettabladid.is Sterk viðbrögð við íslenska landslaginu Tolli opnar gallerí á Laugavegi 19 í dag klukkan 17. Hann segir ánægju listmálar- ans felast í að geta sýnt verkin sín og eiga stefnumót við fólk yfi r þeim. LISTMÁLARINN „Hér getur fólk gengið að myndunum mínum vísum á ákveðnum stað, alltaf,“ segir Tolli í nýja galleríinu á Laugavegi 19 sem kona hans, Gunný Ísis, rekur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Djasspíanistinn Sunna Gunn- laugs fær Bergþór Pálsson söngv- ara til liðs við sig á hádegistón- leikum í Háteigskirkju á morgun. „Við Bergþór ætlum að flytja lögin mín við ljóð eftir Tómas Guðmundsson, Óskar Árna Ósk- arsson, Nínu Björk Árnadóttur og fleiri,“ segir hún og bætir við: „Tvö verkanna eru óútgefin en hin eru á hljómdiskinum Fagra veröld sem ég gaf út árið 2002,“ Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og taka um hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er 1.000 krónur - gun Leikur eigin tónsmíðar SUNNA Hún og Bergþór Páls verða í Háteigskirkju í hádeginu á morgun. MYND/ÚR EINKASAFNI „Það er skemmtileg tilbreyting að láta dramatískan tenór syngja Brynjólf biskup,“ segir Kristján Jóhannsson söngvari um hlutverk sitt í óperunni Skáldið og biskups- dóttirin. Tónlistin er eftir Alex- öndru Chernyshovu sem syngur hlutverk Ragnheiðar biskupsdótt- ur. Ásgeir Páll Ágústsson túlkar Hallgrím Pétursson en sýningin er samin og sett upp af Guðrúnu Ásmundsdóttur í tilefni 400 ára afmælis sálmaskáldsins. Hvernig líkar Kristjáni að vera í hlutverki Brynjólfs biskups, þess mikla harðjaxls? „Ég er búinn að fara í gegn- um hlutverkið með Guðrúnu Ásmundsdóttur og hún kveikti ljós hjá mér í sambandi við Brynj- ólf. Þegar hann er skoðaður ofan í kjölinn þá er hann fullur vænt- umþykju í garð dóttur sinnar, les henni bænirnar á hverju kvöldi sem barni og hlýjar henni á fót- unum. Hann er undir þvingunum þegar hann grípur til þeirra ráða að láta hana sverja eiðinn, telur sig verða að verja heiður kirkj- unnar. Svo blygðast hann sín fyrir það sem átti sér stað og tekur það óskaplega nærri sér.“ Kristján segir flytjendurna fara með talaðan texta auk söngs- ins og telur Guðrúnu Ásmunds vera snilldarsögumann. „Sjálfum finnst mér þetta vera sungið leik- húsverk,“ segir hann og bætir við: „Tónlistin skekur í manni hjarta- tuðruna og hljómar íslenskt í eyrum.“ Skáldið og biskupsdóttirin verð- ur frumflutt í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd annað kvöld klukkan 20. Önnur sýning er á laugardagskvöld á sama tíma. gun@frettabladid.is Tónlistin skekur í manni hjartatuðruna Kristján Jóhannsson fer með hlutverk Brynjólfs biskups í óperunni Skáldið og biskupsdóttirin sem frumsýnd er í Hallgrímskirkju í Saurbæ annað kvöld. Í HLUTVERKUM Kristján sem Brynjólfur biskup á milli Þorgerðar Sólar og Alexön- dru sem túlka Ragnheiði á ólíkum tímum. MYND/JÓN HILMAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.