Fréttablaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 38
FÓLK|TÍSKA
HAUST Í MEXÍKÓ
TÍSKA Tískuvikunni í Mexíkó er nýlokið en hún fór fram í Mexíkóborg. Sýningin þótti
kraftmikil þótt hún væri smá í sniðum í samanburði við tískuvikurnar í London, París
eða New York, en tuttugu hönnuðir kynntu haust- og vetrarlínur sínar á pöllunum.
Ólíkt stóru tískuvikunum er vikan í Mexíkó bæði á skjön og í takt við alþjóðlegu
tískusenuna. Hönnuðirnir eru ekki í kapphlaupi við tískustrauma og
jafnvel frumlegri fyrir vikið.
Hönnuðurinn Hlín Reykdal og
Styrktarfélagið Göngum saman
hafa tekið höndum saman og
munu selja lyklakippu sem Hlín
hannaði fyrir félagið og mun ágóði
af sölunni renna í rannsóknasjóð
félagsins. Í dag verður hamingju-
stund í versluninni Kiosk
á Laugavegi 65 frá
klukkan fimm til
sjö þar sem
lyklakippan
verður
frumsýnd.
Lyklakipp-
an verður
í fram-
haldinu
til sölu í
verslun-
inni Kiosk
út apríl
eða á meðan
birgðir endast.
Hlín Reykdal
er óþarfi að kynna
svo þekkt er hún fyrir
hönnun ýmiss konar fylgihluta
svo sem hálsmena og armbanda. Í
tilefni af fimm ára afmæli Göngum
saman fyrir tveimur árum hann-
aði Hlín armbönd fyrir félagið.
„Það var stórkostlegt að koma að
styrkveitingu félagsins um haust-
ið þar sem ungur vísindamaður
fékk milljónina sem armböndin
mín gáfu af sér til að rannsaka
brjóstakrabbamein, rannsókn
sem einn daginn gæti stuðlað að
lækningu. Mig langaði því til að
endurtaka leikinn. Þetta er svo
skemmtilegt og gefandi verkefni
og dásamlegt að fá að vinna með
svona sterkum og dugmiklum
konum eins og eru í Göngum
saman,“ segir Hlín.
Styrktarfélagið Göngum saman
styrkir grunnrannsóknir á brjósta-
krabbameini og leggur áherslu
á mikilvægi hreyfingar bæði til
heilsueflingar og til að afla fjár í
styrktarsjóð félagsins.
Vikulegar göngur
félagsins eru
opnar öllum
áhugasöm-
um og upp-
lýsingar
um stað
og stund
er að
finna á
heima-
síðunni
gongum-
saman.is
og á Face-
book-síðu
félagsins.
Gunnhildur
Óskarsdóttir, formaður
Göngum saman, segir framlag
Hlínar mikils virði fyrir félagið.
„Það er heiður fyrir okkur að
svona góður hönnuður kjósi að
leggja okkur aftur lið með þessum
hætti. Við erum afskaplega hrifn-
ar af vörum Hlínar og lyklakippan,
sem einnig er hægt að nota sem
töskuskraut, er falleg og vönduð
gjöf. Það verður auk þess leikur
einn að finna lyklana í þeim frum-
skógi sem venjulegt kvenveski vill
stundum vera.“
Lyklakippan fæst í tveimur
litum. Hún er handmáluð, hönnuð
og framleidd á vinnustofu Hlínar
Reykdal í Reykjavík.
FALLEGAR
LYKLAKIPPUR Allur
ágóði af sölu lykla-
kippna Hlínar mun
renna í rannsókna-
sjóð Styrktarfélagsins
Göngum saman en
félagið styrkir rann-
sóknir á brjósta-
krabbameini.
LYKLAKIPPUR TIL GÓÐS
Hlín Reykdal hefur hannað fallegar lyklakippur fyrir
Göngum saman sem verða til sölu í apríl.
JORGE DUQUE
LORENA SARAVIA
SANDRA WEIL
TRISTA
TRISTA
PINK MAGNOLIA
*OFFER AVAILABLE FOR THE PURCHASE OF A 400ML HYDRA-NOURISHING BODY LOTION AT A SPECIAL PRICE WITH A FREEwww.sothys.com
Exclusively in
beauty institutes & spas.
Cherry blossom
and Lotus body scrub
100 ml FREE*+Body lotion400 mlFOR A
SPECIAL PRICE*