Fréttablaðið - 10.04.2014, Side 31

Fréttablaðið - 10.04.2014, Side 31
FIMMTUDAGUR 10. apríl 2014 | SKOÐUN | 31 Þegar Samtök áhugamanna um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, voru stofnuð ollu þau straum- hvörfum í þjónustu og hugmyndum um fólk með fíknivanda. Þeirra tíma hugmyndir voru þær að alkó- hólistar sjálfir væru best til þess fallnir að hjálpa öðrum alkóhólist- um. Sú stefna var ríkjandi í með- ferðargeiranum frá því um miðja 20. öld, sérstaklega í Bandaríkj- unum og er í samræmi við hug- myndafræði AA-samtakanna sem stofnuð voru á fjórða áratugnum. Mikilvægt tæki í baráttu fyrir betri þjónustu við fólk með fíkni- vanda var svo sjúkdómsmódel- ið sem réttlætti það að fólk fengi þjónustu heilbrigðiskerfisins. Margir Íslendingar sem hafa fengið hjálp hjá SÁÁ eru samtök- unum þakklátir enda er það ekki lítils virði að komast út úr víta- hring fíknar og eignast eðlilegt líf. Fólki er því tamt að líta á samtökin sem góðgerðarsamtök og lítur ef til vill á alla gagnrýni á fyrirkomulag meðferðarmála sem árásir. Gallinn við fyrirkomulagið eins og það er nú er m.a. að Vogur er einkasjúkrahús, sjúklingarnir greina sig sjálfir, panta pláss og aðeins ein greining er í boði; lífs- hættulegur heilasjúkdómur. Þar að auki eru samtökin svo að segja með einokunarstöðu á markaði með áfengissjúklinga sem þurfa á afvötnun að halda. Þeir geta ekki leitað annað. Rannsóknir á áhrifum áfalla á heilsufar eru að gjörbylta hug- myndum um fíkn. Tölur um fjölda þeirra sem koma til meðferðar og eiga sér sögu um að hafa verið beittir ofbeldi ætti líka að vera hrópandi vísbending. Þessi til- tölulega nýja þekking hefur grafið undan heimsyfirráðum sjúkdóms- módelsins og langt í frá að það sé eining um það. Fjölbreyttra úrræða þörf Rótin vill að komið verði á fót virkri miðlægri innlagnarmið- stöð og skráningu eins og lagt er til í skýrslu heilbrigðisráðherra um þjónustu fyrir áfengis- og vímu- efnaneytendur á Íslandi sem lögð var fyrir Alþingi 2004-2005. Í til- lögum skýrslunnar segir um slíka miðstöð: „Það mundi gefa betri yfirsýn yfir þann hóp sem þarf á sérhæfðri áfengis- og vímuefna- meðferð að halda, nýtingu þeirra úrræða sem fyrir hendi eru og hugsanlega gefa möguleika á stýringu í úrræði við hæfi hverju sinni.“ Rótin leggur áherslu á fjölbreytt úrræði fyrir fólk með fíknivanda. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að vandinn er fjöl- breyttur, ekki gildir það sama fyrir alla, t.d. þurfa ekki allir að fara í afvötnun í tíu daga eða inn- lögn á meðferðarstöð. Það er mikil- vægt að notkun fjármuna í þessum málaflokki sé markviss og að fjár- munirnir nýtist þeim sem á þurfa að halda. Sem betur fer er fólk farið að taka fyrr á vanda sínum og þarf því annars konar úrræði en þau sem tíðkuðust í meðferð á átt- unda áratugnum. Sumir þurfa mjög mikla hjálp og í langan tíma á meðan öðrum nægir göngudeild- armeðferð til að leysa sinn vanda. Nákvæm greining í upphafi og heildræn nálgun, þar með talið með tilliti til áfallasögu, skipta höfuðmáli. Þá má ekki gleyma börnum og unglingum í vímuvanda, sem mikið hefur verið fjallað um undanfar- ið, en þessi ungmenni eiga ekkert erindi með langt gengnum vímu- efnasjúklingum í meðferð. Í þeim málum þarf grettistak. Á þessu ári eru liðin 140 ár frá því að fyrst var kosið til Alþingis sem löggjafar- þings. Jafnframt eru 110 ár síðan hlutfallskosningar voru innleiddar hér á landi. Engu atriði stjórnarskrár hefur jafn oft verið breytt og ákvæðum um kosningar til Alþingis og fá ef nokkur löggjöf hefur verið sömu breytingum undirorpin og kosningalög. Engu að síður er fyrirkomulag þingkosn- inga um margt úrelt. Kosningalög- in hafa aldrei verið yfirfarin í heild sinni og aðlöguð aðstæðum, hvað þá samræmd sívaxandi kröfum um full- an jöfnuð atkvæða og persónuval svo að tvö þungvæg atriði séu nefnd. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) fylgdist með fram- kvæmd alþingiskosninganna 2009 og 2013 og gaf út skýrslur með athugasemdum og aðfinnslum. Í skýrslunni um fyrri kosningarn- ar eru 13 ábendingar um það sem betur megi fara. Þar sem á engum þeirra var tekið milli kosninganna er upptalningin endurtekin og aukin í umfjölluninni um seinni kosning- arnar. Í skýrslunni 2013 eru dregin saman 15 tilmæli, þar af sex sett í sérstakan forgang. Ein mikilvægustu tilmæli ÖSE lúta að eftirfarandi: • Jöfnun kosningaréttar Verulegt ósamræmi er milli vægis atkvæða eftir búsetu. Sumir kjósendur hafa helm- ingi meira vægi en aðrir. ÖSE lagði á það ríka áherslu þegar í skýrslunni 2009 að ekki mætti lengur dragast að jafna kosn- ingaréttinn. Stofnunin heldur sig við sinn keip í skýrslu sinni 2013 og bendir á að ójafn kosninga- réttur stangist á við þá grund- vallarsamþykkt samtakanna frá árinu 1990 sem kennd er við Kaupmannahöfn. Jafnframt rifj- ar ÖSE upp að Feneyjanefndin svokallaða hafi fagnað því að í frumvarpi að nýrri stjórnarskrá sem lá fyrir Alþingi veturinn 2012-13, og ættað var frá Stjórn- lagaráði, hafi verið kveðið á um fulla jöfnun kosningaréttar. ÖSE harmar greinilega að þessari til- lögu hafi verið hafnað. • Samræming á framkvæmd kosninga ÖSE þykir glundroði ríkja í stjórn kosningamála þar sem við sögu koma innan- ríkisráðuneyti, landskjör- stjórn, yfirkjörstjórnir og mýgrútur undirkjör- stjórna. Boðvald er afar óskýrt. T.d. hefur lands- kjörstjórn ekkert yfir yfirkjörstjórnum að segja. Í skýrslu sinni 2009 segir ÖSE að veita eigi lands- kjörstjórn aukið umboð og fela henni stærra hlutverk. Undir þetta tók Stjórnlagaráð í frum- varpi sínu að nýrri stjórnar- skrá. • Um gildi kosninga Samkvæmt gildandi lögum er Alþingi dómari í eigin máli þar sem þingið úrskurðar sjálft um gildi þingkosninga. Eðlilega gerir ÖSE alvarlegar athuga- semdir við þetta fyrirkomulag og vill að dómstólar hafi loka- orðið um gildi kosninga svo og um allar kosningakærur. Bend- ir ÖSE á ákvæði í svonefndu Moskvu skjali stofnunarinnar frá 1991 þessa efnis. Stjórnlagaráð var sama sinnis og vildi færa úrskurðarvaldið frá Alþingi til landskjörstjórnar, en öllum úrskurðum hennar væri síðan hægt að skjóta til dómstóla. • Framboð liggi fyrir áður en kosning hefst Utankjörfundaratkvæða- greiðsla hefst áður en fram- boðsfresti lýkur. Kjörseðlar eru þá ekki tilbúnir. Þetta gerir kosningaathöfnina ómarkvissa og takmarkar mjög möguleika kjósenda til útstrikana svo eitthvað sé nefnt. Þetta ósam- ræmi þekkist ekki í löndunum í kringum okkur. Í skýrslunni 2009 segir ÖSE þetta ótækt en tjáir sig með hógværum hætti 2013 og segir fyrirkomulagið „óheppilegt“! • Um persónukjör Í þing- og sveitarstjórnarkosn- ingunum er skylt að bjóða fram lista. Kjósendur geta breytt röð frambjóðenda og strikað út nöfn á þeim listum sem þeir greiða atkvæði sitt. En áhrif slíkra breytinga hafa lengst af verið lítil sem engin. Þó var vald kjósenda talsvert aukið með kosningalögum árið 2000. Kjósendur hafa samt aldrei verið upplýstir að neinu gagni um þessa möguleika þrátt fyrir lagafyrirmæli þar að lútandi. Svo virðist sem stjórnvöld vilji hafa hljótt um þennan rétt kjósenda. ÖSE bendir á þessa grafarþögn í skýrslu sinni 2013 og mælist til þess að kjósend- ur verði betur upplýstir, m.a. í ríkissjónvarpinu. Stjórnlagaráð vildi ganga mun lengra og leyfa kjósendum alfarið að sjá um uppröðun á framboðslistum. En það er önnur og lengri saga. Athyglisvert er Stjórnlagaráð og ÖSE eru sammála um margt, ef ekki flest, í þeim umbótum sem gera þarf á kosningakerf- inu. Unnt er að verða við nær öllum tilmælum ÖSE með því einu að breyta kosningalög- um. Stjórnarskrárbreytinga er aðeins þörf í einu tilviki. Sama gildir raunar um breytingar þær sem Stjórnlagaráð lagði til. Þær rúmast langflestar innan gildandi stjórnarskrár. En í ljósi slæmrar reynslu af vilja og verklagi Alþingis í þessum efnum vildi Stjórnlagaráð að meginatriði í fyrirkomulagi kosninga yrðu negld niður í stjórnarskrá. Það er ekki seinna vænna að hrinda í framkvæmd þeim umbót- um á kosningakerfinu sem ÖSE leggur til, nú þegar brátt eru liðin fimm ár frá því að stofnunin bar fram tilmæli sín. Stjórnvöld geta ekki virt tilmæli þessarar alþjóða- stofnunar að vettugi. ➜ Rótin vill að komið verði á fót virkri miðlægri inn- lagnarmiðstöð og skráningu eins og lagt er til í skýrslu... ➜ Kosningalögin hafa aldrei verið yfi rfarin í heild sinni og aðlöguð aðstæðum. Krafa ÖSE um umbætur á fyrirkomulagi kosninga Breyttir tímar, ný þekking KOSNINGAR Þorkell Helgason hefur verið ráðgjafi um kosningamál í áratugi Sjá má lengri útgáfu greinarinnar á Vísi. visir.is HEILBRIGÐISMÁL Guðrún Ebba Ólafsdóttir Gunnhildur Bragadóttir Edda Arinbjarnar Kristín I. Pálsdóttir Þórlaug Sveinsdóttir sitja í ráði og vararáði Rótarinnar -10 krónur af bensín- og dísellítranum í dag, fimmtudag, hjá ÓB og Olís með lyklinum OG Afslátturinn gildir einnig með Staðgreiðslukorti og Tvennukorti Olís. 50%AFSLÁTTUR AF Quiz nos er á völd um O lís-st öðvu m, sjá o lis.is PI PA R\ TB W A - SÍ A - 14 11 00

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.