Fréttablaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 60
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 48
➜ Já sæll!
Hvað er í snyrtibuddu leikkonunnar Emmu Roberts?
LÍFIÐ
2048 er tölvuleikur en einnig
getur einn leikmaður spilað hann
í farsíma. Það var hinn ítalski
Gabriele Cirulli sem skapaði
hann og setti á markað í mars á
þessu ári en Gabriele er aðeins
nítján ára gamall.
Leikurinn gengur út á að tengja
saman sömu tölur og markmið
leiksins er að enda með reit með
tölunni 2048. Hljómar frekar ein-
falt en er fáránlega erfitt.
Gabriele bjó leikinn til að sjá
hvort hann gæti forritað leik frá
grunni. Það kom honum svo sann-
arlega í opna skjöldu þegar fjór-
ar milljónir manna spiluðu leik-
inn í fyrstu vikunni sem hann var
aðgengilegur almenningi.
Margir hafa líkt 2048 við leik-
inn Flappy Bird, aðallega út af
því að þeir eru báðir afar ávana-
bindandi. Margir vita kannski að
Flappy Bird var tekinn af mark-
aðinum af skapara sínum, Ngu-
yên Hà Ðông, í febrúar á þessu
ári því hann var með gríðarlegt
samviskubit yfir því hvað leik-
urinn var í raun ávanabindandi.
Nú á eftir að koma í ljós hvort
sama verði upp á teningnum með
2048 en Flappy Bird var aðeins
aðgengilegur í minna en ár.
➜ Í HNOTSKURN:
Til bæði í verslun iTunes og
Google Play
Ókeypis
2,1 MB
Til á ensku og frönsku
Fær að meðaltali 4 stjörnur hjá
notendum
Ávanabindandi heilaleikur
Leiknum 2048 hefur verið líkt við Flappy Bird sem var tekinn af markaðinum.
VARALITUR FRÁ
NETUROGENA.FÖRÐUNARBURSTAR FRÁ MAC. NAGLALAKK FRÁ ESSIE. ILMVATNIÐ SANTAL 33.
Broadway - Hótel Ísland
Partý ársins
Lokaball á Broadway 11. april 2014
Forsala aðgöngumiða er á Broadway
dagana 9. & 10. apríl frá kl. 16.00 - 19.00
Allur ágoði rennur til Barnaspítala Hringsins
Húsið opnar kl. 22.00
með fordrykk frá kl. 22.00 - 23.00
Miðaverð aðeins 1.500 kr. allar nánari upplýsingar á
Broadway - Hótel Ísland
Eyjólfur Kristjánsson Ari Jónsson
Bjarni Arason
Regina Ósk
Bryndís Ásm
undsdóttir
Alan Jones
Þórunn Clausen
Jói Bachmann & Rósa
Helga Möller
Stjórnin
ásamt Diskótek Dísa
sjá um fjörið „Við tókum okkur frí frá námi í eitt
ár til þess að safna kröftum fyrir
háskólann í haust og fannst tilvalið
að nýta árið í að safna pening til að
gera eitthvað sem okkur hefur allt-
af dreymt um,“ segir Sæmundur
Hrafn Linduson þegar blaðamaður
nær tali af honum þar sem hann er
staddur í Kína. Eftir menntaskólann
fengu grunnskólavinirnir Ástmund-
ur Kolbeinsson, Jónas Atli Gunnars-
son og Sæmundur Hrafn Linduson
þá hugmynd að kynnast annarri
menningu og siðum í von um að
víkka sjóndeildarhringinn.
Eftir að hafa unnið myrkranna
á milli í tíu mánuði lögðu þeir land
undir fót og hófu heimsreisu sína.
Áætluð heimkoma er um miðjan
júní en þangað til stefna þeir á að
deila upplifunum sínum í gegnum
tónlistina og semja nýtt lag um
hvert land sem þeir heimsækja. „Við
höfum allir gaman af því að spila á
hljóðfæri og syngja og þessi hug-
mynd kom upp stuttu fyrir brott-
för. Við vildum líka gera eitthvað
skemmtilegt og frumlegt til að
skapa minningar,“ segir Ástmundur.
Þrímenningarnir hafa nú þegar
samið fjögur lög en þeir hafa
ferðast til Svíþjóðar, Danmerkur,
Dúbaí og Japans og eru staddir í
Kína um þessar mundir. Félag-
arnir segja ferðalagið hafa verið
ævintýri líkast og vonast til að
halda sínu striki peningalega séð.
Hins vegar hafi menningarsjokkið
gert vart við sig þegar komið var
til Asíu. „Í Dúbaí var horft illilega
á okkur þegar við löbbuðum um
í stuttbuxum. Í Japan var okkur
sýnd ótrúleg gestrisni og hjálp-
semi sem við höfum aldrei kynnst
áður. Sæmi spurði mann úti á götu
hvar væri hægt að kaupa bjór og
maðurinn fylgdi Sæma í næstu
matvörubúð, fann bjórinn fyrir
hann, beið með honum í röðinni,
fylgdi honum alla leið að hótelinu
okkar og hneigði sig svo. Í Kína er
mikið starað á okkur vegna þess
að við erum hvítir og hávaxn-
ir. Við höfum einnig lent í því að
vera stoppaðir úti á götu svo að
fólk geti tekið mynd af sér með
okkur,“ segir Jónas Atli Gunn-
arsson. Búast má við fleiri lögum
frá félögunum því framundan er
ferðalag til Taílands, Kambódíu,
Víetnams, Malasíu, Indónesíu og
Bretlands.
-marinmanda@frettabladid.is
Söngelskir
félagar í
heimsreisu
Ástmundur Kolbeinsson, Jónas Atli Gunnarsson og
Sæmundur Hrafn Linduson ferðast um heiminn
og semja lög í hverju landi um upplifun sína til að
skapa minningar. Lögin eru orðin fj ögur.
Textarnir í lögunum eru byggðir á
upplifun félaganna á ferðalaginu.
Þeir blogga um ferðina á
Facebook á síðunni Asía, Já sæll!
SEMJA LÖG Ástmundur Kolbeinsson, Jónas Atli Gunnarsson og Sæmundur Hrafn
Linduson skemmta sér í heimsreisu.